Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T
N‡r sjúkrafljálfari
Sigrún Konrá›sdóttir sjúkrafljálfari B.Sc.
hefur hafi› störf hjá okkur.
Enn gerast kraftaverkin, nú breytist erlent grænmeti í íslenskt ef það er skolað með ís-
lensku vatni, hvað verður næst?
VEÐUR
Guðni Ágústsson, formaður Fram-sóknarflokksins, var ómyrkur í
máli um Samfylkinguna í eldhús-
dagsumræðunum í fyrrakvöld. Hann
sagði orðrétt:
Samfylkinginnefnir sjald-
an láglaunastétt-
irnar, verka-
konuna, sjómann-
inn og bóndann.
Samfylkingin vill
vera og er flokk-
ur hinnar menntuðu elítu.“
Þetta eru orð að sönnu hjá Guðna.Og sannleikanum er hver sár-
reiðastur eins og fram kom í umræð-
unum. Össur Skarphéðinsson kom í
ræðustól á eftir Guðna og var aug-
ljóst af viðbrögðum hans, að Guðni
hafði hitt hann í hjartastað með
þessum ummælum.
Samfylkingin hefur í verki hafnaðpólitískri arfleifð sinni frá 20.
öldinni.
Forystumenn hennar gera enga til-raun til að tala máli verkafólks.
Þeir tala eins og yfirstétt.
Þeir haga sér eins og yfirstétt ogfólkið í landinu finnur að sú
menntaða elíta, sem ræður Samfylk-
ingunni, talar niður til þess.
Það er svo annað mál, hvort GuðnaÁgústssyni, sem formanni
Framsóknarflokksins, tekst að ná til
þess almenna borgara, sem Sam-
fylkingin hefur hafnað.
Hann ber með sér ákveðna baggaúr fortíðinni, sem valda því að
það getur reynzt erfitt.
En hann er að reyna.
STAKSTEINAR
Guðni Ágústsson
Flokkur elítunnar
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? ! !
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
*$BC ""
!
"
#$
#%
&
'
*!
$$B *!
#$ %" "$ " &
<2
<! <2
<! <2
# % '(")'*+",('-
CD
*
(
& !
"
#$
)$
'
/
(
*+#$,
&
&
"
-
#.
<7
&
"
/
#-
./((""00
'(""1 ")'*
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ívar Pálsson | 28. maí
Virkjum og eflum
alla dáð
Sú firra hefur einhvern
veginn komist í kollinn á
fólki að þensla sé
hættuleg og að sam-
dráttur sé æskilegur.
Annað hvort hefur það
þá ekki upplifað samdráttarskeið, hef-
ur ekki orðið fyrir því eða er hreinlega
búið að gleyma því eins og veðrinu.
Hagvöxtur sem byggir á starfsemi
heilbrigðs athafnalífs má alveg rjúka
óhindraður áfram, því að vandræðin
sem af slíku skapast eru barnaleikur
miðað við samdráttarskeiðin. ...
Meira: astromix.blog.is
Hildur Helga Sigurðardóttir | 28. maí
Möggurnar rokka
feitt á Hrauninu
Snilldarhugmynd hjá
Margréti Frímannsdóttur
að fá nöfnu sína Sigfús-
dóttur, „Allt í drasli“, til
að taka fanga á Litla-
Hrauni í hússtjórnar-
tíma, kenna strákunum
að elda og þrífa. Gagnlegt og gaman.
Þarna kemur hið kvenlega element
sterkt inn og veitir varla af í þessu
harða karlsamfélagi, fyrir nú utan hvað
þetta kemur sér vel þegar þeir snúa
aftur út í lífið utan girðingar. ...
... Áfram stelpur -og strákar.
Meira: hildurhelgas.blog.is
Arnar Pálsson | 28. maí
Hver um aðra þvera
Árni Einarsson hélt erindi
um vistkerfi Mývatns fyrr í
vor (í námskeiði í líffræði-
skor) og lýsti því sem ger-
ist þegar mýflugustofninn
er í hámarki. Þá liggja lirf-
ur hver um aðra þvera á
botninum og eftir klak hneppast þær í
stóra strokka, sem getur gert torvelda
öndun, bænahald og aðra mannlega
leiki. Rannsóknirnar eru framhald verk-
efnis sem Árni og Arnþór Garðarsson
birtu með Antony Ives í Nature fyrr á
árinu (sjá einnig fyrri færslu). Antony
Ives er prófessor við Wisconsin ...
Meira: apalsson.blog.is
Sigurjón Þórðarson | 28. maí
Pólitískar ráðningar ...
Á umliðnum mánuðum
hefur Samfylkingin
gengið hart fram í að
gagnrýna pólitískar
ráðningar, sbr. gagnrýni
þingflokksformanns
Samfylkingarinnar á
ráðningu ungs héraðsdómara á Akur-
eyri. Össur sneri nauðvörn í sókn við
ráðningu orkumálastjóra síns þegar
hann benti á að Framsóknarflokkur-
inn hefði ráðið aðstoðarorku-
málastjóra án þess að heimild væri í
lögum fyrir ráðningu hennar og gefið
var í skyn að ráðningin hefði verið
pólitísk.
Maður hefði haldið að formaður
Samfylkingarinnar myndi vanda sér-
staklega til ráðningar á nýjum for-
stjóra Varnarmálastofnunar og væri
sú ákvörðun það sem myndi kallast
fagleg. Það orð fer reyndar oft í taug-
arnar á mér.
Sá umsækjandi sem var ráðinn í
það starf er eflaust mætasta mann-
eskja, hæf og allt það, rétt eins og
orkumálastjórarnir og ferðamálastjór-
inn og héraðsdómarinn en þó er ekki
hægt að horfa framhjá því að það er
meira en lítið undarlegt að svo virðist
sem viðkomandi hafi komið beint að
samningu varnarmálafrumvarpsins,
veitt umsögn um það og verið í nánu
samráði við undirbúningsnefnd utan-
ríkisráðherra um framgang málsins.
Viðkomandi umsækjandi var ráðinn
sem breytingastjóri Ratsjárstofnunar
sem átti væntanlega að breyta stofn-
uninni í varnarmálastofnun.
Það er erfitt að sjá að viðkomandi
hafi staðið jafnfætis Stefáni Pálssyni
eða einhverjum öðrum ágætum um-
sækjendum, eða voru sett saman
skilyrði sem óskandi væri að „hæfur“
umsækjandi uppfyllti?
Það sem kemur mest á óvart er að
umsækjandinn sem Ingibjörg Sólrún
valdi hefur reynslu af löggæslu-
störfum, en það kemur fram í ræðu
Ingibjargar að markmið frumvarpsins
séu að aðgreina annars vegar það
sem kallast verkefni borgaralegs eðl-
is og hins vegar öryggismál sem snúa
að landvörnum. Það hefði verið eðli-
legra í því ljósi að velja einhvern sem
hefði frekar þekkingu á sviði varnar-
mála og alþjóðlegs samstarfs.
Það voru nokkur hugtök í frumvarpi
um Varnarmálastofnun þess eðlis að
frægir spunameistarar Tonys Blairs -
sem íslenska Samfylkingin lítur ...
Meira: sigurjonth.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
TVEGGJA daga stjórnarfundur í
Samtökum veðurstofa í Evrópu, EU-
METNET (EUropean METeoro-
logical NETworks) hófst í Reykjavík
í gær. Um er að ræða samtök 24 rík-
isveðurstofa í Evrópu.
Aðalhlutverk þeirra er að skipu-
leggja og reka margs konar sam-
vinnuverkefni innan veðurfræðinn-
ar, svo sem rekstur ýmissa
athuganakerfa, gagnaúrvinnslu,
grunnveðurspágerð, þjálfun veður-
fræðinga svo og að stunda sameig-
inlegar rannsóknir og þróun á ýms-
um sviðum. Langstærsta verkefni
EUMETNET er sameiginlegur
rekstur veðurathugunakerfa og nær
það einkum til veðurathugana á N-
Atlantshafi, athugana úr flugvélum í
samstarfi við fjölmörg flugfélög, há-
loftaathuga á farskipum o.fl.
Fundinn sækja um 40 fulltrúar
þar af 22 veðurstofustjórar. Fund-
urinn fer fram á Hótel Sögu. Nánari
upplýsingar um EUMETNET má fá
á slóðinni www.eumetnet.eu.org_
Ræða veðurþjónustu
og rannsóknir