Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
ÓLAFUR Sveinsson opnar listsýn-
ingu á Samgönguminjasafninu á
Ystafelli á laugardaginn, þar sem
hann sýnir blýantsteikningar af far-
artækjum; bílum, traktorum, krön-
um og mótorhjólum. Sumar mynd-
irnar eru af verðandi gripum
safnsins en mörg farartækjanna sem
teiknuð eru þarna eru í einkaeign
víðsvegar um landið. Teikningarnar
eru nýjar, sýningin standa yfir í allt
sumar og myndirnar eru til sölu.
Sýnir ýmis blý-
antsfarartæki
TENGLAR
..............................................
www.rufalo.is
SUMARSÝNING Minjasafnsins á
Akureyri, sem hefst á laugardag-
inn, ber titilinn Hvað er í matinn?
og
umfjöllunarefnið er matarmenn-
ing Íslendinga í kaupstað og hvern-
ig hún hefur breyst frá því á 19. öld.
Eins og öllum er ljóst hefur fjöl-
breytni í matargerð mikið breyst á
ýmsum sviðum þó að enn eimi eftir
af matarhefðum forfeðranna. Í sýn-
ingunni er gefin innsýn í eldhús
nokkurra tíma.
„Elst er hlóðaeldhúsið þar sem
litlar breytingar urðu í úrvali og
eldun matar svo öldum skipti,“ seg-
ir í tilkynningu frá safninu. „Næst
er litast um í kokkhúsi frá um 1900.
Þá er kolavélin komin til sögunnar
og heimilisfólk neytir matar af disk-
um með hnífapörum í stað þess að
borða úr aski í baðstofu. Í eldhúsi
frá um 1950 er úrval rafmagns-
tækja komið til að létta lífið. Loks
er eldhús frá um 1970 þá örlar á
þeirri alþjóðlegu matarmenningu
sem Íslendingar tileinkuðu sér síð-
ar. Eins og margir muna varð hakk
og spaghettí vinsæll matur, og
kjúklingur og franskar algjör lúxus
á þeim tíma. Á sýningunni kynnast
gestir safnsins meðal annars göml-
um aðferðum við geymslu á mat og
ræktun jarðepla svo eitthvað sé
nefnt. Í ár eru einmitt 200 ár liðin
frá því samfelld ræktun þeirra hófst
á Akureyri.“
Í tengslum við sýninguna safnar
Minjasafnið á Akureyri munum
tengdum matarhefð og eldhúsum.
Starfsfólk safnsins hvetur gesti til
að koma með slíka muni um leið og
það skoðar sýninguna og munirnir
gætu ratað á sýninguna.
„Athygli er vakin á því að í
Nonnahúsi er eldhús og búr búið
tækjum frá síðari hluta 19. aldar. Af
þeim má nefna eldhúsvaskinn og
kolavélina. Nonnahús er mjög gott
dæmi um kaupstaðarhús, frá kjall-
ara til rjáfurs og því forvitnilegt að
skoða. Í gamla bænum í Laufási eru
tvær kynslóðir af eldhúsum og búr,
sem tala sínu máli um mat-
vælaframleiðslu og hefðir á stórbýli
til sveita. Það er því er tilvalið að
sækja bæði Nonnahús og Gamla
bæinn í Laufási heim í tengslum við
sýninguna.“
Sumarið komið í Minja-
safnið: Hvað er í matinn?
Nýjung Rósa Sveinbjarnardóttir við fyrstu gasvélina í Hleiðagarði í Saur-
bæjarhreppi. Mynd er úr safni Gísla Ólafssonar sem er í eigu Minjasafnins.
KEA hefur styrkt HL-stöðina á Ak-
ureyri um 2,5 milljónir króna til
tækjakaupa. HL-stöðin er félag
hjarta- og lungnaveikra á Akureyri
og hefur aðsetur að Bjargi. Stöðin var
stofnuð árið 1991 af SÍBS, Landssam-
tökum hjartasjúklinga og Hjarta- og
æðaverndarfélagi Akureyrar. Á stöð-
inni stunda lungnasjúklingar og þeir
sem hafa gengist undir hjartaaðgerð-
ir, markvissa viðhalds- og uppbygg-
ingarþjálfun undir leiðsögn lækna og
sjúkraþjálfara. Þorsteinn Þorsteins-
son, formaður félagsins, segir að
styrkir sem þessir geri stöðinni kleift
að viðhalda þeim tækjabúnaði sem
stöðin þarfnast. Fylgst er með öllum
sem þjálfa í stöðinni með hjarta-
gæslutæki sem gefur til kynna ef
koma fram frávik, þannig að einnig er
um forvörn að ræða.
KEA styrkir
HL-stöðina
Styrkur Þorsteinn Þorsteinsson frá
HL og Halldór Jóhannsson, KEA.
ER mögulegt að nota bakteríur sem
finnast í hverum til að bæta fóður
og hreinsa upp brennisteinsvetni?
Hildur Vésteinsdóttir ver í dag rit-
gerð sína, Physiological and phylo-
genetic studies of thermophilic,
hydrogen and sulfur oxizing bac-
teria isolated from Icelandic geot-
hermal areas. Vörnin fer fram í
stofu R311 á Borgum og hefst kl.
13. Allir eru velkomnir. Verkefnið
sem Hildur hefur unnið að í sínu
meistaraverkefni heitir Nýting
jarðhita í líftækni. Umsjónarmaður
verkefnisins er dr. Jóhann Örlygs-
son, dósent við HA.
Meistaravörn
við HA í dag
AKUREYRI
ÖKUMAÐUR á fertugsaldri var
handtekinn á Akureyri í fyrrinótt
vegna ölvunar.
Vegfaranda fannst bifreið við-
komandi ekið einkennilega, gerði
lögreglu viðvart og þegar verðir
laganna fundu bílinn við Skálatún
var ökumaðurinn undir stýri og í
ljós kom að hann var ofurölvi.
Ofurölvi á bíl
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
VÆNTA má mikilla dýrða við Skógarlind 2 í
dag og næstu daga í tilefni af opnun þriggja
verslana.
Það eru fyrirtækin Elko, Intersport og
Krónan sem hafa komið sér fyrir í nýreistu
húsinu og deila með sér um 9.000 fermetrum.
Allar búðirnar þrjár verða stærri en nokkur
verslun sem sömu fyrirtæki hafa opnað á Ís-
landi og er t.d. verslunarrými Krónubúð-
arinnar um 3.500 fermetrar sem er nálægt
1.000 fermetrum stærra en stærsta verslun
þeirra til þessa.
Meira úrval og aukin þjónusta
Gestur Hjaltason er framkvæmdastjóri
sérvörusviðs Byko og segir nýju verslanirnar
bjóða upp á meira vöruúrval og bætta þjón-
ustu. „Í verslun Elko fjölgar vörunúmerum.
Við bætum við hljóðherbergi fyrir hljómtæki
og höfum komið upp miklum sjónvarpsvegg,“
segir hann. „Jafnframt verður í versluninni
þjónustuborð fyrir tölvunotendur þar sem þeir
geta, gegn hóflegu verði, fengið persónulega
aðstoð við ýmis tölvuvandamál.“
Verslun Elko hefur í um 10 ár verið í Smára-
torgi en þeirri verslun var lokað á mánudag.
„Það var kominn tími á að endurnýja þá versl-
un, og stóð valið um að ryðja þar öllu út og
byggja nýtt, eða byggja nýtt húsnæði utan um
starfsemina. Ég held að hárrétt ákvörðun hafi
verið tekin, við erum á góðum stað sem blasir
við öllum sem leið eiga hjá, miklu rýmra er um
okkur og styrkur í því að hafa þessar þrjár lág-
verðsverslanir á einum stað.“
Gestur segir að verslun Intersport í Smára-
lind verði áfram opin þó hún sé aðeins stein-
snar frá nýja verslunarhúsnæðinu. Hann segir
þó að vænta megi áherslubreytinga í Smára-
lind. Í verslun Intersport við Skógarlind verða
10.000 vörunúmer í boði. „Við bjóðum allt það
nýjasta og besta í sportinu,“ segir Gestur en í
nýju búðinni gefur m.a. að líta veiðideild,
tækjadeild, og mjög stóra skódeild.
Opið og aðgengilegt
Verslun Krónunnar er, eins og fyrr segir, sú
stærsta sem verslunarkeðjan hefur opnað og
talar Ólafur Rúnar Þórhallsson, versl-
unarstjóri hinnar nýju verslunar, um nýja kyn-
slóð lágverðsverslana. „Við erum með bakarí á
staðnum þar sem bakað er bæði á morgnana og
seinni part dags. Stórt og glæsileg ávaxta- og
grænmetisdeild verður í búðinni með ferskum
ávöxtum daglega, og einnig stærsta kjötborð
landsins þar sem kjöti er pakkað fersku dag-
lega og kjötiðnaðarmaður veitir viðskiptavin-
um þjónustu og ráðgjöf,“ segir Ólafur Rúnar.
Allar verðmerkingar eru rafrænar og fjar-
stýrðar og segir Ólafur Rúnar að viðskiptavinir
geti því gengið að því vísu að borga sama verð á
kassa og merkt er í hillu. Býður verslunin einn-
ig upp á sjálfsafgreiðslukassa til viðbótar við
hefðbundna afgreiðslukassa. „Við hugum sér-
staklega vel að aðgengi í versluninni. Gangar
eru breiðir og sérstakt tillit tekið til fólks í
hjólastólum með góðu aðgengi alls staðar í
versluninni og einnig við afgreiðslukassa.
Verslunin er þægileg, opin og aðgengileg.“
Þá hefur vöruúrvalið verið aukið til muna að
sögn Ólafs Rúnars. „Mikil fjölgun er í vöru-
flokkum, sérstaklega í sérvöru, og við bjóðum
upp á allt frá handklæðum til verkfæra,“ segir
hann.
Opnunarhátíð mun standa yfir við Skóg-
arlind fram yfir helgi og verða m.a. grillaðar
pylsur og leiktæki í boði fyrir börnin. Eins og
við er að búast munu allar verslanirnar verða
með margskonar afsláttartilboð í tilefni af opn-
uninni.
Þrjár verslanir á 9.000 fermetrum
Krónan, Elko og Intersport opna verslanir í Skógarlind í dag með pomp og prakt
Morgunblaðið/Valdís Thor
Aukið úrval Ólafi Rúnari Þórhallssyni hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið falið að hafa umsjón
með nýrri verslun Krónunnar sem er sú stærsta á landinu. Hann byrjaði fjórtán ára gamall sem
kerrustrákur í Nóatúnsbúð og varð fyrst verslunarstjóri árið 2006, þá rétt orðinn 21 árs.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Úrval Verslun Intersport er töluvert stærri en
fyrri verslanir og býður upp á allskyns
íþróttabúnað og fatnað.