Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 31 HINN 11. júní renn- ur út frestur íslenskra stjórnvalda til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Sem kunnugt er var niðurstaða nefnd- arinnar sú að íslenska fiskveiðistjórnarkerfið bryti í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Grein þessi er efnislega samhljóða jafnréttisákvæði 65. gr. stjórn- arskrár Íslands og því er ljóst að kerfið gengur einnig gegn stjórn- arskrá landsins. Ráðumst strax í úrbætur Öllum ætti nú að vera ljóst að ráð- ast þarf strax í úrbætur á núverandi kerfi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lengi talað fyrir grundvallarbreytingum á fiskveiði- stjórnarkerfinu sem samrýmast full- komlega niðurstöðu mannréttinda- nefndarinnar. Í því augnamiði að hvetja ís- lensk stjórnvöld til ábyrgrar afstöðu í mál- inu og eindreginna svara í tæka tíð hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð sent ríkisstjórninni sér- staka greinargerð um málið, ásamt tillögum að svari við áliti mann- réttindanefndarinnar. Mannréttindanefndin gefur ekki skýr fyr- irmæli um í hverju slíkar úrbætur eigi að vera fólgnar, þ.e. tjáir sig ekki um tæknilega út- færslu eða fyrirkomulagið sjálft. Hitt er ljóst að slíkar breytingar þurfa að leiða til meira jafnræðis milli aðila í greininni í aðgengi að sjávarauðlindinni, þ.e. sameiginlegri auðlind í þjóðareign. Tillögur Vinstri grænna Varanlegasta breytingin, og sú sem beinast liggur við að innleiða, er að hefja endurráðstöfun aflaheim- ilda að undangenginni innköllun í einhverju formi, þannig að gætt sé jafnræðis. Þar koma fleiri en ein leið til greina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lengi talað fyrir grundvallarbreytingum á fiskveiði- stjórnarkerfinu sem samrýmast full- komlega niðurstöðu mannréttinda- nefndarinnar. Svo vinna megi að þverpólitískri sátt í svari til mann- réttindanefndarinnar er flokkurinn engu að síður reiðubúinn til að skoða jafnframt aðrar vænlegar leiðir sem fullnægt geti kröfum nefndarinnar og útilokar engar þeirra fyrirfram. Eitt af því sem við leggjum til er að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt á þann veg að inn í mark- miðshluta laganna sé skýrt kveðið á um jafnræði í aðgangi að sjáv- arauðlindunum. Samhliða því þurfa íslensk stjórnvöld að hefja vandaðan undirbúning að nauðsynlegum laga- breytingum í því skyni að gera kleift að innkalla aflaheimildir frá núver- andi handhöfum. Endurráðstöfun og útdeilingu á nýjan leik verður að gera á nýjum grunni þar sem jafn- ræðis er gætt við úthlutunina í sam- ræmi við álit mannréttinda- nefndarinnar. Þó er alveg ljóst að fara þyrfti hægt í sakarnir í slíkri end- urráðstöfun. Til að flýta fyrir og hefja þegar aðlögun að framtíð- arskipan mála leggjum við til að stjórnvöld tryggi með lögum að unnt verði frá og með næsta fisk- veiðiári að halda eftir hluta þeirra aflaheimilda sem leigðar eru innan ársins (t.d. 5%), þegar til endur- úthlutunar kemur að ári. Þá leggj- um við líka til að fest verði í lög að skapist forsendur til að auka heild- arafla í einstökum tegundum um- fram jafnstöðuafla allmargra und- angenginna ára verði slíkt svigrúm notað að hluta eða öllu leyti til að flýta innleiðingu hins nýja stjórn- unarfyrirkomulags. Það er auðvitað mjög mikilvægt að mannréttindanefnd Sþ verði í svari íslenskra stjórnvalda full- vissuð um að þau taki niðurstöður nefndarinnar mjög alvarlega og muni gera sitt ýtrasta til að mæta áliti hennar. Stjórnvöld ættu hik- laust að sjá til þess að mannrétt- indanefnd Sþ fái reglubundið upp- lýsingar um framvindu málsins og verði upplýst um hvert einstakt skref sem stigið verður til að koma til móts við álit nefndarinnar. Álit mannréttindanefndarinnar er að sjálfsögðu ekki eina ástæða þess að nauðsynlegt er að breyta núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi. Störf- um í sjávarútvegi hefur fækkað og þau færst frá byggðum landsins, auk þess sem aflaheimildir hafa safnast á æ færri hendur. En álitið er tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld til að sjá loksins að sér, breyta rang- látu fiskveiðistjórnunarkerfi og ná þannig sátt um sjávarútveginn í landinu. Efnisleg viðbrögð Atli Gíslason fjallar um álit mannréttindanefndar SÞ og ís- lenska fiskveiðistjórnarkerfið Atli Gíslason » Vinstrihreyfingin – grænt framboð hef- ur sent ríkisstjórninni greinargerð um málið, ásamt tillögum að svari við áliti mannréttinda- nefndarinnar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. „ÞAR sem fag- mennirnir versla er þér óhætt.“ Þetta slagorð BYKO kom ósjálfrátt upp í hug- ann þegar mér var af- hent skoðanakönnun Capacent Gallups á stórsýningunni Verki og viti nýverið með einstaklega góð- um niðurstöðum fyrir Kópavog. Sérfræðingar í húsbyggingum höfðu verið beðnir um að gefa álit sitt á tilhögun skipulagsmála í sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Skemmst er frá því að segja að Kópavogsbær fékk langbestu um- sögn þeirra sem spurðir voru. Liðlega 55% framkvæmdaaðila í könnun Capacent Gallups töldu Kópavog sinna skipulagsmálum mjög vel og nokkuð vel. Því sem næst 66% fannst Kópavogsbær hafa mjög eða frekar skýra heildarsýn í skipulagsmálum. Rétt tæplega 57% þótti afgreiðsla verkefna í bygging- ariðnaði mjög eða frekar hröð í Kópavogi. Næstum 62% spurðra töldu bæinn kynna einstök verkefni sem tengjast skipulagsmálum nokk- uð vel og liðlega 35% hvorki vel né illa. Ekkert annað sveitarfélag fékk eins jákvæða svörun hjá fagmönn- unum og Kópavogur. Niðurstöðuna má óumdeilanlega þakka markvissu pólitísku starfi og frábæru starfs- fólki. Í Kópavogi hefur sem betur fer verið sami meirihluti við lýði í 18 ár en hann hefur haft metnað fyrir hönd bæjarfélagsins til að vera í fremstu röð á sviði skipulags- og bygging- armála. Hér er lögð áhersla bæði á gæði og skilvirkni eins og kemur berlega í ljós í könnuninni. Ég er alls ekkert hissa á þessum nið- urstöðum. Hins vegar hljóta þær að koma þeim á óvart sem hefur léð vægðarlausri og ranglátri gagnrýni eyra og tekið mark á áróðri skipulagsyfirvalda. Enn fremur hljóta þær að verða öðrum sveit- arfélögum hvatning til að taka Kópavog sér til fyrirmyndar í skipulags- og bygging- armálum. Það er nefnilega bæði gott að búa og að byggja í Kópavogi. Kópavogur lætur verkin tala Skipulags- og byggingarmál eru í góðu lagi í Kópavogi, segir Gunnar I. Birg- isson Gunnar I. Birgisson »Ekkert annað sveit- arfélag fékk eins já- kvæða svörun hjá fag- mönnunum og Kópavogur. Niðurstöð- una má óumdeilanlega þakka markvissu póli- tísku starfi og frábæru starfsfólki. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. TILLEIGU - Hlíðarsmári 6, Kópavogur www.klettur.is Svavar Geir Svavarsson löggiltur fasteignasali. Erum með lausa 314 m² útsýnishæð sem leigist út smærri eða stærri einingum í nýju glæsilegu húsi við Hlíðarsmára 6 í Kópavogi. Hæðin afhendist fullbúin eftir óskum leigutaka í júlí mánuði. Nánari upplýsingar veitir Örn í síma 534 5405 og 696 7070 eða í tölvupósti orn@klettur.is

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: