Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 13
Hafðu það gott!
11:00 OPNUN GÚTTÓ
Í Gúttó verður sett upp sýningin FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR þar sem
hlutverki þessa sögufræga húss verða gerð skil. Sýningin er samstarfsverkefni
Byggðasafnsins og Listar og sögu ehf.
11:00 LÍF OG FJÖR Í STRANDGÖTUNNI
Strandgatan iðar af lífi allan daginn og fjöldi uppákoma setur svip sitt á
svæðið. Meðlimir frá Þjóðahátíð líta við klukkan 14:00 og 16:00 en þess á milli
verða lifandi skemmtiatriði í göngugötunni. Götulistamenn verða á ferðinni og
Fimleikafélagið Björk leiðir skemmtilegt hópatriði í götunni.
Bókasafnið og Þjónustuver Hafnarfjarðar hafa opið til klukkan 17:00.
12:00-18:00 ÞJÓÐAHÁTÍÐ ALÞJÓÐAHÚSSINS
Í ÍÞRÓTTAHÚSINU VIÐ STRANDGÖTU
Alþjóðasamfélagið á Íslandi ljóslifandi. Komið og njótið fjölbreytileikans í
samfélaginu okkar! Frábær hátíð þar sem sögurnar, takturinn, bragðið og
litadýrð ólíkra menningarheima birtast í fjölþjóðlegum skemmtiatriðum.
13:00-16:00 BARNADAGSKRÁ Á THORSPLANI
Snæfríður og Stígur úr Stundinni okkar skemmta börnunum og stjórna
fjölbreyttri barnadagskrá á Thorsplani. Meðal dagskrárliða er brúðuleikhús,
söngur, dans, glens og gaman. Börn á öllum aldri ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi og því um að gera að líta við á Thorsplani. Að lokinni dagskrá spilar
plötusnúður skemmtileg barnalög.
14:00 FH- HAUKAR - BARÁTTAN UM FJÖRÐINN !!!
FH-ingar og Haukar hafa lengi barist um hylli Hafnfirðinga og verið
bæjarfélaginu til sóma. Nú er komið að því að valdir leikmenn þessara félaga
eigist við í þrautum sem reyna á hug og hönd fyrir framan Fjörðinn í miðbæ
Hafnarfjaðrar. Bráðfjörug og spennandi keppni sem gaman verður að fylgjast
með.
14:00 UPPBOÐ Á ANTIKMUNUM Í STRANDGÖTUNNI.
Glæsilegt antik og listmuna uppboð í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar.
Hartnær hundrað munir verða boðnir upp og verður uppboðið haldið innan
sem utandyra við ANTIKBÚÐINA, ef veður leyfir.
14:00 HEILLANDI HEIMAR Í HELLISGERÐI
Stórskemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í glæsilegu umhverfi
Hellisgerðis. Mikil áhersla verður lögð á lifandi umhverfi með tónlist,
umhverfishljóðum og skemmtilegum uppákomum.
15:00 ÓRAFMÖGNUÐ STEMNING Í KIRKJUM BÆJARINS
Tæplega tveggja klukkustunda tónleikar með úrvali listamanna. Hér ættu allir
að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir tónleikarnir hefjast á sama tíma og
höfða til gesta á öllum aldri.
VÍÐISTAÐAKIRKJA:
Ragnheiður Gröndal
Magnús Kjartansson
Lay Low
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Védís Hervör og félagar, Ólöf Arnalds,
Rotturnar: Margrét Eir, Regína Ósk & Heiða
Ellen Kristjánsdóttir
FRÍKIRKJAN:
Alda Ingibergsdóttir
Frank Aarnick og hörpuleikari
Guido Baumer og Aladar Rácz, miðevrópskur jazz
16:00 ÍSLENSKA KVIKMYNDIN STIKKFRÍ SÝND Í BÆJARBÍÓI
17:00 - 23:00 HAFNARFJÖRÐUR ROKKAR Á VÍÐISTAÐATÚNI
Stórglæsilegir tónleikar fyrir alla fjölskylduna sem fram fara á Víðistaðatúni.
Hinir einu sönnu Simmi & Jói verða kynnar.
Margir af færustu tónlistarmönnum landsins koma fram:
Naflakusk, Vicky Pollard, Bermúda, Veðurguðir, Megas, Eurobandið,
Baggalútur, Sammi BigBand, Sprengihöllin, Sálin og Björgvin Halldórsson.
Léttar og ferskar veitingar frá Kokkunum verða til sölu. Á Víðistaðatúni verða
einnig útigrill þar sem tónleikagestir og fjölskyldur geta mætt með pylsur eða
annað til að grilla.
LA
U
G
A
R
D
A
G
U
R
3
1.
M
A
Í 2
00
8
Dagskrá sjómannadags og afmælisdags Hafnarfjarðar hefst með formlegum
hætti þegar fánar verða dregnir að húni árla morguns. Í framhaldi af því
verður blómsveigur lagður að minnisvarða um horfna sjómenn og fram eftir
degi er spennandi dagskrá við allra hæfi.
11:00 SJÓMANNAMESSA Í VÍÐISTAÐAKIRKJU
11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Í FRÍKIRKJUNNI Í HAFNARFIRÐI
11:00 FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA Í HAFNARFJARÐARKIRKJU
Í tilefni sjómannadagsins verður þema guðsþjónustunnar „sjór og saga.“
Mikið verður gert úr söng og hljóðfæraleik og eftir guðsþjónustuna
verður útihátíð og grill á kirkjuplaninu. Æskulýðsfélagið verður með
leiktæki og trébátar verða á kirkjutjörninni, sem börn fá að sigla.
11:00 ÓLA RUN TÚN NEÐAN VIÐ LINDARHVAMM
Verðlaunaafhending vegna hugmyndasamkeppni um Óla Run túnið,
veitt eru verðlaun fyrir 1. til 3. sæti auk þess sem skemmtilegasta tillagan
fær verðalaun. Hrúturinn Lúlli Geirs verður á svæðinu ásamt nokkrum
kindum. Um að gera að taka með sér nesti og njóta útiverunnar á
túninu. Hugmyndir sem tóku þátt eru til sýnis í Bókasafni Hafnarfjarðar
til klukkan 17:00.
12:00-18:00 ÁSVALLALAUG
Gestum og gangandi býðst að skoða húsið og þær framkvæmdir sem
eru í gangi
13:00 HÁTÍÐARFUNDUR BÆJARSTJÓRNAR Í GÚTTÓ
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kemur saman og heldur fund í þessu
sögufræga húsi.
14:00 HÁTÍÐARSAMKOMA Í HAFNARBORG
Útnefning bæjarlistamanns og hvatningarstyrkir veittir og Eyjólfur
Eyjólfsson syngur. Samkoman er ætluð boðsgestum.
HAFNARSVÆÐIÐ – VEGLEG FISKIVEISLA
Hafnarsvæði iðar af lífi á Sjómannadaginn og margt og mikið að gerast
frameftir degi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
11:30 Kænumót á vegum Siglingaklúbbsins Þyts.
12:00 Boðið til glæsilegrar fiskiveislu við höfnina við harmonikkuundirleik.
12:15 Elding heldur í fyrstu siglingu.
12:30 Sjóræningjar ganga um svæðið,
skemmta börnunum og gefa blöðrur.
12:45 Fagriklettur heldur í fyrstu siglingu
– sjóræningjasigling með öllu tilheyrandi.
13:00 Lúdó og Stefán leika fyrir dansi á bryggjuballi.
Þessir landsþekktu listamenn taka öll sín vinsælustulög
í gegnum tíðina í 90 mínútna dagskrá.
13:00 Félagar úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans á bryggju.
13:15 Elding heldur í aðra siglingu.
13:45 Fagriklettur – 2. sjóræningjasigling
13:30 Sýning björgunarsveitar – listflug – heimsókn frá þyrlu.
Landhelgisgæslunnar. Gera má ráð fyrir 30-45 mínútna dagskrá.
14:00 Sjómenn heiðraðir og ávörp.
14:15 Elding – 3. sigling
14:40 Bryggjuballið heldur áfram þar sem Lúdó og Stefán leika fyrir dansi.
14:45 Fagriklettur – 3. sjóræningjasigling
15:00 Fyrirtækjaáskorun á sjó. Spennandi fjölþraut í glænýjum búningi með
Jónsa í Svörtum Fötum.
AFMÆLISHÁTÍÐ Á HJÚKRUNAR- OG SJÚKRASTOFNUNUM
14:00 Hin árlega kaffisala og handverkssýning verður
frá kl. 14-16 að Hrafnistu.
14:30 Caprí Tríó skemmtir á Hrafnistu.
15:10 Capri Tríó á Sólvangi og boðið upp á afmælistertu.
15:45 Caprí Tríó á St. Jósefs og boðið upp á afmælistertu.
15:00 ÚTIKAFFIBOÐ
Afmælisgestum er boðið í kaffi og afmælistertu í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar
tiltekið á Strandgötunni. Í boði verður glæsileg 100m löng súkkulaðiterta
merkt bæjarfélaginu. Með þessu verður boðið upp á Merrild kaffi og ískalda
mjólk. Kökuboðið hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 16:00 eða svo lengi sem
birgðir endast.
Glæsileg skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á Thorsplani á meðan gestir
gæða sér á góðgætinu:
Nemendur frá Lækjarskóla sýna atriði úr Jesus Christ Superstar
Hara systur taka lagið af sinni alkunnu snilld
Jónsi tekur nokkur lög og syngur afmælissönginn
Brúðuleikhús: Pétur og Úlfurinn
Plötusnúður – DJ Daddi Diskó spilar til klukkan 17:00
16:30 HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Á ÁSVÖLLUM
Stórglæsilegir hátíðartónleikar með Kammersveit Hafnarfjarðar og
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk 700 manna afmæliskórs Hafnarfjarðar.
Einsöngvarar eru Elín Ósk Óskarsdóttir, Ágúst Ólafsson og Eyjólfur Eyjólfsson.
Einleikari er Ármann Helgason. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Íþróttahúsið á Ásvöllum verður fært í hátíðarbúning í tilefni dagsins.
Skutlur standa gestum til boða frá Firðinum frá klukkan 16:00
og flytja gesti að Ásvöllum.
Aðgangur á tónleikana er gestum að kostnaðarlausu.
Tónleikunum verður útvarpað beint á Rás 1.
Tónleikar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
SU
N
N
U
D
A
G
U
R
1
. J
Ú
N
Í 2
00
8
Hlökkum til
að sjá þig!
Ítarlegri dagskrá allra
daganna má finna á
www.hafnarfjordur.is