Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 21 AUSTURLAND Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Fyrirtækið Plast- prent hefur hafið framleiðslu á pok- um og plastfilmum úr lífræna efninu Mater-Bi sem brotnar niður í nátt- úrunni. Allt heimilissorp er flokkað í Stykkishólmi og falla nýju pokarnir því vel í kramið þar. Ólafur Hrafn Sigurþórsson hjá Plastprenti kom vestur í Stykkis- hólm og afhenti Agli Egilssyni, verslunarstjóra í Bónus, fyrstu pok- ana sem framleiddir eru á Íslandi, en svokallaðir maíspokar hafa verið framleiddir erlendis í nokkurn tíma. Allt heimilissorp flokkað Síðan íbúar Stykkishólms hófu að flokka allt heimilissorp í janúar sl. hefur lífrænn úrgangur verið settur í svokallaða maíspoka og breytist í moltu. Fljótlega eftir að flokkunin hófst hafði Egill verslunarstjóri samband við Plastprent og spurðist fyrir hvort fyrirtækið gæti framleitt svona poka í stað þess að flytja þá inn. Hugmyndinni var vel tekið og nokkrum mánuðum síðar eru pok- arnir tilbúnir til sölu. Ólafur sagði er hann afhenti pok- ana að hann hefði strax orðið hrifinn af dugnaði Hólmara að fara af stað með að flokka allt heimilissorp og tók hugmynd Egils fagnandi. „Það er óhætt að segja að um tímamót í framleiðslumálum Plastprents sé að ræða þegar fyrstu burðarpokarnir úr Mater-Bi-efninu runnu út af færi- bandinu fyrir nokkrum dögum. Und- irbúningur og þróun á framleiðslu úr þessu efni hefur staðið í nokkurn tíma og gengið vel. Hægt er að prenta á efnið með hefðbundnum prentlitum og prentaðferðum og hægt er að fá plastfilmurnar í mis- munandi lit. Efnið býður upp sömu framleiðslu á pokum og umbúðum og hefðbundin plastefni. Ljóst er að lítil takmörk eru í framleiðslumöguleik- um úr þessu efni,“ segir Ólafur. Mikilvæg skref Hann telur að hér sé verið að stíga mikilvægt skref til að minnka urðun sorps. „Áður en langt um líður munu mörg sveitarfélög fylgja í kjölfarið. Þarna er verið að fara inn á nýjar brautir og við viljum taka þátt með því að bjóða innlenda poka til að setja úrganginn í,“ segir Ólafur og bætir við: „Við vildum afhenda Bón- us í Stykkishólmi að gjöf fyrstu 4.000 pokana til að sýna velþóknun okkar á því sem hér er að gerast í sorpmálum og um leið að vekja athygli lands- manna á stöðu mála.“ Burðarpokar fram- leiddir úr korni Morgunblaðið/Gunnlaugur Vistvænt Ólafur Sigurþórsson frá Plastprenti afhenti Agli Egilssyni, versl- unarstjóra, Bónuss fyrstu maíspokana sem framleiddir eru hér á landi. Bónus í Stykkis- hólmi fær fyrstu pokana að gjöf Í HNOTSKURN »Hráefnið í pokana er unniðúr maíssterkju og blandað með öðrum efnum sem brotna niður í náttúrunni. Vestfirðir | Það skíðlogaði í gömlu íbúðarhúsi á Arnórsstöðum á Barðaströnd. Slökkviliðsmenn voru á staðnum en stilltu sér upp til myndatöku í stað þess að slökkva. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörn- um Vesturbyggðar og slökkviliði Tálknafjarðar héldu sameiginlega brunaæfingu og var Bernhard Jó- hannesson, leiðbeinandi frá Bruna- málastofnun, viðstaddur. Húsbrun- inn á Arnórsstöðum var liður í æfingunni en húsið var orðið ónýtt. Hún fólst meðal annars í því að fylgjast með þróun elds innandyra, svokallaðri yfirtendrun. Æfingin þótti heppnast vel og að henni lok- inni var boðið upp á veitingar. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Fylgst með yfirtendrun Þjórsárdalur | Landnámsdagur verður haldinn í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi nk. laugardag. Meðal annars verður dagskrá í Þjóðveldis- bænum. Opið hús verður á tveimur bæjum í sveitinni, Reykjahlíð og Skaftholti, frá kl. 10 til 12. Landgræðslan og Skógræktin bjóða upp á gönguferðir og sérfræðingur frá Fornleifavernd ríkisins verður við bæjarrústirnar að Stöng kl. 11 til 13. Dagskrá verður í Þjóðveldisbæn- um milli kl. 14 og 17. Þar verður sýnt handverk, víkingar bregða á leik, flutt tónlist og sagnamenn koma fram. Þá verður örmessa í litlu kirkj- unni. Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi LANDIÐ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Eskifjörður | „Sú hugmynd kom upp síðasta vetur að ég fengi afnot af Randulffs-sjóhúsi í gamla útbæ Eskifjarðar fyrir bátana mína níu og ýmislegt ferðaþjónustutengt fyrir al- menning,“ segir Sævar Guðjónsson, sem rekur ásamt konu sinni, Berg- lindi Ingvarsdóttur, ferðaþjónustuna Mjóeyri við Eskifjörð. Þau sérhæfa sig í menningartengdri ferðaþjón- ustu. Sævar hefur staðið í ströngu und- anfarið við að lagfæra húsið og skipuleggja að innan, þannig að hin gamla sjómenning væri sem mest ríkjandi innanstokks. „Við ætlum að setja hér upp langborð fyrir 80 manns og verðum með gamlar minj- ar úr sjómennsku og netagerð. Þann- ig viljum við hafa hinn gamla, brim- salta anda hússins í heiðri,“ segir Sævar. Hann sýnir blaðamanni ógn- arstórt, gamalt saltfiskkar á miðju gólfi sem hann notar sem veitinga- borð undir hákarl, harðfisk og brennivín ofan í gesti í ferðalok. Þá klæðir hann sig í lopapeysu og setur upp gamlan, enskan sjóhatt til að falla inn í umhverfið. Gamlir dýrgripir í húsinu „Við getum nýtt húsið á ýmsan hátt. T.d. höfum við verið með hópefli og óvissuferðir fyrir hópa og auðvelt að tengja það við húsið. Fólk fer þá út á fjörðinn á bát og veiðir ýsu, sem nóg er af í firðinum á sumrin, og kemur svo með hana á grillið.“ Verið er að leggja síðustu hönd á vísi að sjóminjasafni á neðri hæð hússins. Þar má m.a. líta gamlar sölt- unartunnur, árabát, gamlar hjólbör- ur sem líklega eru ættaðar úr Helgu- staðanámu og fleira hnýsilegt. Verbúð síldarsjómanna er á loftinu, ásamt litlu eldhúsi með kolaeldavél. Inn af verbúðinni liggur gömul land- nót og fyrirdráttarnót. „Þetta er nánast eins og menn löbbuðu frá því á sínum tíma; pönnur, hakkavél, skeiðar og gafflar. Fyrir innan eru svo sex kojur þar sem menn sváfu, gömul stígvél standa á gólfum og stakkar hanga á snögum. Við ætlum að hafa sýningu hér inni sem verður eins og að menn hafi rétt skotist frá.“ Sævar fékk hátt í sextíu skólabörn frá Norðfirði í sjóhúsið í gær, en hann ætlar að opna það formlega á sjómannadaginn, eins og vera ber. Randulffs-sjóhús var byggt árið 1890 sem síldarsjóhús og var í eigu bræðranna Þorgeirs og Friðriks Klausen útgerðarmanna. Síðar eign- aðist Thor Klausen húsið, en nú er það í eigu Sjóminjasafns Austur- lands. „Meðan húsið var notað sem síldarsjóhús drógu menn næturnar upp inn um gaflinn, yfir loftið og nið- ur í nótageymsluna hinum megin og voru svo að vinna við net og síld- arsöltun hér. Um miðja síðustu öld eignaðist Thor sjóhúsið og hann not- aði það fyrir trilluútgerð. Eskfirð- ingar hafa margir hverjir ekki komið lengra inn í þetta hús en rétt inn fyr- ir bryggjudyrnar, enda var það aldr- ei opið almenningi,“ segir Sævar. Bryggjurnar hjörtu bæjanna Ferðaþjónustan á Mjóeyri hefur dafnað vel. Nú eru Sævar og Berg- lind með gistingu í fimm sum- arhúsum, fimm herbergjum í íbúðar- húsi og einum gistiskála. Sævar er leiðsögumaður með hreindýraveið- um tvo mánuði hvert haust. Þau bjóða einnig upp á gönguferðir, veiðiferðir, bátaleigu og nátt- úruskoðun ýmsa, svo sem eins og hellaskoðun, söguferðir, skíðaferðir, vetrarferðir, hvata- og óvissuferðir. Sævar er með ýmislegt á prjón- unum og segir næst á dagskrá að gera matsal á Mjóeyri og er að hugsa um gamalt sjóhús í því sambandi. Hann situr í hafnastjórn og hefur þar komið fram með hugmynd um varð- veislu gamalla bryggja og sjóhúsa í Fjarðabyggð. Vinna stendur nú yfir við að meta sérstaklega gömlu bryggjurnar, sem eru smám saman að falla í valinn hver af annarri. „Bryggjurnar eru hjarta bæjanna hér. Þarna var lífæðin og snautlegt ef þær og gömlu sjóhúsin hverfa. Það má ekki gerast.“ Að svo mæltu hverfur hinn ötuli frumkvöðull inn í stakkageymsluna og heldur áfram þar sem frá var horfið við endurnýj- un Randulffs-sjóhúss. Gamla Randulffs-sjóhúsið lifnar á ný Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Áhugavert Ferðaþjónustan á Mjóeyri tekur nú gamalt síldarsjóhús upp á arma sína og gerir að lifandi safni, útgerð, smábátaleigu og viðkomustað fyrir ferðafólk og heimamenn. T.v. við Randulffs-sjóhús sést Mjóeyri í fjarska. Ljósmynd/Mjóeyri Stemning Sævar í lopapeysu og með enskan sjóhatt býður gestum hákarl og brennivín við ferðalok í gamla Randulffs-sjóhúsinu við Eskifjörð. Brimsaltri sjósögu gerð skil á Mjóeyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: