Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 17
MENNING
SJÁLFSTÆÐU leikhúsin
standa fyrir málþingi í dag í
Iðnó um stöðu sjálfstætt starf-
andi sviðslistamanna undir yf-
irskriftinni „Er starfsumhverfi
sjálfstæðra leikhópa í takt við
tímann?“ Umsjón hefur Magn-
ús Árni Magnússon.
Markmið málþingsins er að
hefja samræður milli ráða-
manna og sjálfstætt starfandi
sviðslistamanna um það starfsumhverfi sem boðið
er upp á í dag en jafnframt að varpa ljósi á þá þró-
un sem hefur orðið á mikilvægi atvinnuleikhópa
fyrir íslenskt samfélag.
Málþingið stendur frá klukkan 12 til 14.
Leiklist
Málþing um
sjálfstæð leikhús
Iðnó
Í KVÖLD klukkan átta verður
opnuð ljósmyndasýning í Hafn-
arborg þar sem tvöhundruð
myndir frá Byggðasafni Hafn-
arfjarðar verða sýndar í
hundrað römmum. Tilefnið er
hundrað ára afmælishátíð bæj-
arins og spanna myndirnar alla
öldina frá því að Hafnarfjörður
fékk kaupstaðarréttindi.
Við opnunina afhenda þau
Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Hafn-
arfjarðar og Björn Pétursson forstöðumaður
Byggðasafnsins bæjarstjóranum bókina Hundrað
sem þau hafa tekið saman um sögu bæjarins.
Aðgangur á sýninguna er ókeypis.
Saga
Afmælissýning
í Hafnarborg
Hafnarborg
FRUMFLUTNINGUR á nýju verki
eftir Áskel Másson í Finnlandi á
dögunum vakti mikla athygli, en
verkið, sem heitir ORA og er slag-
verkskonsert var flutt af
Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti í Sí-
belíusarhöllinni þar í borg. Stjórn-
andi á tónleikunum var fyrrverandi
aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, Osmo Vänskä, en í
einleikshlutverki var sænska slag-
verkssveitin Kroumata..
Það muna örugglega einhverjir
eftir Mats Liljeroos sem keppti fyr-
ir hönd Finnlands í sjónvarpsspurn-
ingaþættinum Kontrapunkti. Hann
er nú tónlistargagnrýnandi við Hu-
vudstadsbladet í Helsinki og sagði
meðal annars í umsögn sinni, sem
bar yfirskriftina Seiðandi slag-
verkshrynjandi: „Að þessu sinni var
[...] frumfluttur af mikilli snilli slag-
verkskonsertinn ORA eftir Áskel
Másson.
Íslendingurinn Áskell Másson (f.
1953) hefur lengi verið í hópi
áhugaverðustu tónskálda Norð-
urlanda þótt honum hafi hvergi
nærri hlotnast sú athygli á heims-
vísu sem hann á skilið. ORA (sem
þýðir „strönd“ á latínu) á það svo
sameiginlegt með mörgum fyrri
verkum Áskels að vera hvorki
bundið af kreddum módernismans
né yfirleitt neinna annarra -isma.
Áskell nýtir sér tvær íslenskar
þjóðvísur á einkar frumlegan og
nánast dáleiðandi fjölbreyttan hátt.
Stundum bregður þeim fyrir í ýms-
um umbreyttum myndum en svo
birtast þær líka í öllum sínum hráa
mikilfengleik.
Áskell er sjálfur þaulreyndur
slagverksleikari og veit hvernig á
að beita hljóðfærinu en einkum hef-
ur hann þó gert sér grein fyrir að
því er fyrst og fremst ætlað að
miðla hrynjandi.
Verkið var pantað af Osmo
Vänskä í samstarfi við slagverks-
sextettinn Kroumata sem lék af
stakri snilld.“
Slagverkið
slær í gegn
Slagverkskonsert
Áskels Mássonar fær
góða dóma í Finnlandi
Tónskáldið Áskell Másson.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„SÍÐAST var þetta algjör upplifun,
því þá var stór Íslandskynning í
New York og forsetinn í heimsókn,
en það verður örugglega jafngaman
núna,“ segir Ásrún Davíðsdóttir
sópransöngkona í Óperukórnum.
Fimm íslenskir kórar eru nú að
leggja lokahönd á undirbúning kór-
ferðar til New York. Þar munu kór-
arnir syngja Carmina Burana eftir
Carl Orff ásamt bandarískum kórum
og hljómsveit, í þekktasta tónlistar-
húsi heims, Carnegie Hall, undir
stjórn Garðars Cortes.
Garðar stjórnaði flutningi á Elijah
eftir Mendelssohn í Carnegie Hall
fyrir fjórum árum með íslenskum
kórum, og var nú boðið að koma aft-
ur. Óperukórinn þáði strax boð um
að syngja, en aðrir kórar sem verða
með nú eru Skagfirska söngsveitin,
Landsvirkjunarkórinn, Kvennakór
Domus Vox og Carmina-hópurinn úr
Skagafirði. Tveir af þremur ein-
söngvurum í verkinu fara með kór-
unum út: Sigrún Hjálmtýsdóttir
verður í hlutverki rauðklæddu stúlk-
unnar og Bergþór Pálsson verður
munkurinn drykkfelldi.
„Við verðum með upphit-
unartónleika á sunnudagskvöld í
Langholtskirkju. Þar syngur Þor-
geir Andrésson steikta svaninn, en
Eivør Pálsdóttir syngur rauðklæddu
stúlkuna í staðinn fyrir Diddú. Það
er uppselt klukkan átta, en aðrir
tónleikar kl. 22, “ segir Ásrún.
Fimm íslenskir kórar syngja í Carnegie Hall
Steiktur
svanasöngur
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Kóræfing Garðar Cortes á æfingu með söngfólkinu sem syngur Carmina burana í Carnegie Hall í júní.
HEIMILDARMYNDIN
Steypa verður sýnd í Hafn-
arhúsinu klukkan átta í kvöld.
Þar er fjallað um íslenska sam-
tímamyndlist og fylgst með sjö
listamönnum um tveggja ára
skeið. Þau eru að koma undir
sig fótunum heima og erlendis
og tengjast hvert öðru á ýmsan
hátt. Meðal þeirra sem fram
koma eru Gjörningaklúbb-
urinn, Ásmundur Ásmundsson
og Gabríela Friðriksdóttir. Leikstjórar eru Mark-
ús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og tekur sýning mynd-
arinnar rúma klukkustund.
Myndlist
Steypa í
Hafnarhúsinu
Gabríela
Friðriksdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
STEINUNN Sigurðardóttir
fatahönnuður hlýtur stærstu
hönnunarverðlaun heims,
sænsku Torsten och Wanja
Söderberg-verðlaunin í ár.
Þetta var tilkynnt á fundi
dómnefndar í Röhsska-
safninu í Gautaborg gær.
Verðlaunaupphæðin nemur
ríflega tólf milljónum ís-
lenskra króna, eða einni
milljón sænskra króna.
Í úrskurði dómnefndar
sagði: „Eftir að hafa starfað í
mörgum þekktum tísku-
húsum sneri Steinunn Sig-
urðardóttir sér að eigin
hönnun og rekstri árið 2000,
og hefur frá þeim tíma notið
mikillar alþjóðlegrar vel-
gengni. Verk Steinunnar
bera merki þeirrar traustu
reynslu sem hún býr að, og
eru hátískuvara af fáguðum
gæðum. Fatalínur hennar
vitna einnig um mikla þekk-
ingu á klæðskurði og efnum.
Með þeim áhrifum sem ís-
lensk náttúra hefur blásið
Steinunni og sköpun hennar
í brjóst hafa Norðurlöndin
eignast verðugan fulltrúa í
alþjóðlega tískuheiminum.“
Heiður fyrir fatahönnun
Það er létt yfir Steinunni
þegar blaðamaður nær tali af
henni í gær. Hönnuðurinn,
sem starfað hefur náið með
stórmennum tískubransans,
á borð við Calvin Klein, Tom
Ford hjá Gucci og Ralph
Lauren, er þó full lotningar
og þakklætis.
„Það er óhemjumikill
heiður fyrir mig að vera
komin í hóp þeirra hönnuða
sem hafa fengið þessi verð-
laun, og mikill heiður að fata-
hönnun skuli komin svona
langt, því þetta er í fyrsta
skipti sem verðlaunin eru
veitt fyrir fatahönnun. Fyrir
mig er það eiginlega þung
byrði – ég er hálf nervus við
það að vera komin á sama
stað og hönnunarlið Ericson.
Það finnst mér með ólík-
indum,“ segir Steinunn og
hlær.
Steinunn segir að þennan
árangur megi þakka mörg-
um. „Fyrst verð ég þó að
þakka sjálfri mér fyrir að
hafa óendanlega trú á því
sem ég er að gera, og gefast
ekki upp þótt stundum hafi
hallað á móti. Ég þakka líka
öllu starfsfólki mínu, fjár-
festum sem hafa stutt mig og
stjórnarformanninum í fyr-
irtækinu mínu. Maður gerir
svona lagað ekki einn. Það er
á hreinu.“
Áferðin skemmtilegust
En hverju í eigin sköp-
unaráráttu þakkar Steinunn
það að hafa náð slíkum ár-
angri? „Það er skringilegt að
segja frá því, en ég hanna
öðruvísi en flestir. Þegar þú
prjónar, byrjarðu með þráð-
inn og býrð til þína áferð.
Áferðin er það sem mér
finnst langskemmtilegast að
vinna með vegna þess að þá
er ég að búa til eitthvað nýtt
í hvert skipti. Þegar að efn-
unum kemur, þá vinn ég
eins. Það hefur gríðarlega
staflegri merkingu. „Þessu
er ég stoltust af. Nýir bún-
ingar starfsfólks Icelandair í
fluginu verða kynnir nú í júní
og ég hannaði þá. Það er
stærsta markið sem ég hef
sett á íslenskt þjóðfélag til
þessa. Það er stórt verkefni,
fyrir stóran hóp fólks, og ég
er óheyrilega ánægð með að
hafa fengið að taka þátt í
því,“ segir Steinunn.
Sýning og bók fylgja
Söderbergverðlaununum
fylgir stór sýning á hönnun
Steinunnar og útgáfa bókar
með skrá yfir verk hennar.
Verðlaunin verða veitt við at-
höfn í Röhsska safninu í
Gautaborg 4. nóvember og
verður sýningin opnuð dag-
inn eftir. Úthlutunarnefnd
verðlaunanna er skipuð safn-
stjórum hönnunarsafna allra
Norðurlandanna og hönn-
uðir úr öllum greinum hönn-
unar koma til greina.
Aðrir Íslendingar sem
fengið hafa Söderbergverð-
launin eru Aðalsteinn Ing-
ólfsson listfræðingur árið
1999 og Sigurður Gústafsson
arkitekt, árið 2003.
mikið fyrir mig að segja
hvaða áferð er á þeim. Þetta
vil ég þakka því að ég lærði
að prjóna, og það var amma
mín sem kenndi mér það. Ég
prjónaði alltaf mikið, en
kunni ekki að prjóna eftir
uppskriftum. Ég prjónaði
bara það sem var í hausnum
á mér,“ segir Steinunn og frá
uppskriftum berst talið að
uppskriftum að tónlist – nót-
um og nótnalestri og samlík-
ingunni með prjónaskap
hennar og því að spila eftir
eyranu. „Það má ekki setja
of mikinn og formfastan
strúktúr í skapandi lærdóm
barna. Amma lét mig prjóna
það sem mig langaði til að
prjóna. Það var hún sem
sagði: „Þú getur alveg prjón-
að þetta“ ef það var eitthvað
sérstakt sem mig langaði að
búa til.“
Það þarf varla að nefna að
Söderbergverðlaunin eru
ekki fyrsta viðurkenningin
sem Steinunn Sigurðardóttir
fær á ferli sínum. Hönnun
hennar vekur eftirtekt, og á
næstunni tekur landnám
hennar í tískubransanum
stefnu til himins í bók-
Þú getur alveg prjónað þetta!
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður fær Söderberg-hönnunarverðlaunin
Verðlaunahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir.
Viðurkenningar Steinunnar:
2008 Viðurkenning Félags kvenna í atvinnurekstri.
2007 Norrænu hönnunarverðlaunin Gínan.
2007 Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu.
2006 Tilnefning til Íslensku sjónlistaverðlaunanna.
2003 Menningarverðlaun DV, hönnuður ársins.
2000 Í úrslitum Enkamania Design keppninnar.
1992 Skráð í Who’s Who í Bretlandi.
1986 Adri Gold Thimble verðlaunin.