Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 29 KLÚBBURINN Geysir er félagsskapur fólks sem glímir við geðræn veikindi. Hann er hluti alþjóðlegra samtaka um slík klúbb- hús, sem starfa öll eftir sömu hugmyndafræði og markmiðum.Verk- efni hans er að vera vettvangur og málsvari fólks sem hefur misst fótfestuna í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma, vegna geðrænna veikinda. Þátttaka í klúbbnum opnar tæki- færi fyrir félaga til virkrar þátt- töku í samfélaginu á ný eftir getu hvers og eins. Evrópusamtök Klúbbhúsa, Euro- pean Partnership of Clubhouse Develop- ment (EPCD) voru stofnuð 19. mars árið 2007 með þátttöku 9 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin héldu annan fund sinn í Malmö í Sví- þjóð dagana 3. til 5. mars síðastliðinn. Tilgangurinn var að hrinda í framkvæmd fyrstu skrefum menntunarátaks meðal evrópskra klúbbhúsa. Átakið gengur undir nafnin ELECT- verkefnið og stendur fyrir Euro- pean Learning Communities for Training of people with mental ill- ness (Evrópsk námssamfélög til þjálfunar og kennslu fólks með geðræna sjúkdóma). Verkefnið mið- ar að því að efla möguleika klúbb- félaga til menntunar úti í samfélag- inu og styrkja um leið tengsl klúbbhúsanna við menntakerfið og styrkja klúbbhúsin sem náms- samfélög. Sótt var um styrk í Grundtvig Lifelong Learning menntaáætlun Evrópusambandsins til þess að fjármagna verkefnið, sem hófst 1. nóvember 2007 og lýk- ur 31.10 2009. Í stefnumótun um hlutverk ELECT-verkefnisins segir meðal annars. Verkefnið skal kynna tæki- færi til náms og aðgengi til mennt- unar og atvinnu fyrir fólk sem þjá- ist af langvinnum geðsjúkdómum.Verkefnið skapi að- ferðir og verkfæri til menntunar með stuðningi og auki námsfjöl- breytni fyrir geðsjúka í bata. Það skal efla löngun til að þroska per- sónulega hæfni með menntun, sem lið í atvinnuþátttöku, eða virkni í samfélaginu. Klúbbhúsin munu því gera nemendum kleift að finna námsmarkmið sín og leiðir sem henta hverjum og einum Allt frá upphafi hafa klúbbhúsin boðið upp á annars konar valkost varðandi nám og námsmöguleika fyrir klúbbfélaga, enda viðurkennt að menntun er einn þáttur í já- kvæðri og sterkri sjálfsmynd ein- staklingsins. Til þess að undirstrika mikilvægi menntunar í bataferlinu hafa klúbbhúsin ávallt skilgreint sig sem námssamfélög þar sem mikil þekking og reynsla félaga og starfsfólks fær að blómstra báðum til framdráttar. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þetta verkefni nánar geta haft samband við greinarhöfund á þeim tíma sem Klúbburinn Geysir er op- inn, frá 9.30 til 16. Sjá einnig www.kgeysir.is og www.elect-project.eu Átak í menntunarmöguleikum geðsjúkra Benedikt Gestsson segir frá starfsemi Klúbbsins Geysis Benedikt Gestsson »Elect-verkefnið miðar að því að efla möguleika klúbbfélaga til menntunar úti í sam- félaginu og styrkja um leið tengsl klúbbhús- anna við menntakerfið. Höfundur er verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi. FRÓÐLEG reynsla er að fylgja útlendingum upp í Þjórsárdal. Því fylgir djúp hryggð og skömm. Þeir fórna höndum yfir að þar verði fyrsta jökullón í byggð á Íslandi. Af hverju er ekki þetta glæsilega fordyri hans, með Búrfell og Heklu sem risa á verði, gert að þjóðgarði? Í staðinn verður þar kýli á hörundi fjall- konunnar, íslenskri menningu til ævar- andi skammar. Verð- ur eða verður ekki? Þar er efinn. Reynir á Samfylkinguna, um hvort hún er stjórn- málaflokkur hugsjóna eða er ábyrg fyrir argasta lýðskrumi í sögu lýðveldisins. Þar er ekki val á milli. Engu fórnað, segir Landsvirkjun (Hér: LV). Hvað eru 27 fer- kílómetrar af hræ- gráu jökullóni sem útilokar endurheimt náttúrulegs umhverf- is? LV hefur sýnt ein- kennilegan þráa í þessu máli. LV er í eigu þjóðarinnar og á að hafa yfir sér menn sem koma fram lýð- ræðislega ákvörð- uðum vilja þjóð- arinnar, en ekki að reka áróður fyrir eigin skoðunum. Ekki var að sjá á úrslitum síðustu alþingiskosninga að þjóðin vildi annað en það sem er lagalega ákvarðað, að tryggja beri þarfir al- mennings fyrir raforku. Í staðinn berst LV með kjafti og klóm fyrir að tryggja alþjóðlegum auð- hringum orku. Spyrðir netþjónabú, vinsæla stóriðjuhugmynd sem krefst um 50 megavatta, við hinar nýju Þjórsárvirkjanir, sem eiga að framleiða fimm sinnum meiri orku! Óþökk heimamanna á Þjórs- árvirkjunum liggur fyrir. Landeig- endur vilja lítt vita af samningum um vatnsréttindi, enda ekki við lögformlega réttan aðila að semja. Eftir á að afhenda LV vatnsrétt- indi úr hendi ríkisins Þar kemur til kasta alþingismanna og ráðherra Samfylkingarinnar. Stígum hægt til jarðar. Hrossa- gaukur og grágæs hafa byggt Hagaey frá tilurð hennar. Jökul- leirinn sleppir ekki af henni taki, hafi hann náð því. Og hvað um líf- fræði undirstöðuatvinnuvegar landsins, fiskveiðanna? Sú spurn- ing hlýtur að brenna á líffræð- ingum, og þjóðinni allri, mest þó á stjórnvöldum. Hver tengsl eru á milli viðgangs fiskistofna og fram- rásar jökulleirs? Er tilviljun að draga fór úr viðgangi þorskstofns- ins fljótlega eftir að dró úr rennsli jökulaurs í sjó fram? Nú höfum við fyrir ári stöðvað enn meira aur- rennsli í Jökulsá á Brú en það þar sem Þjórsá var. Hefur stóriðjan kostað það að við höfum gert í nyt- ina okkar, fórnað sjávarútveginum fyrir hana? Við vitum ekki svarið við þessum spurningum. Sönnunarbyrðin er okkar. Því spyr ég, er ekki þessi líffræðilega spurning meginvið- fangsefni rannsókn- arsamfélagsins ís- lenska? Mér vitanlega fara engar slíkar rann- sóknir fram. Er okkur ekki sama um að landsbyggðinni hafi verið fórnað á altari stóriðju, amerískra og svissneskra auðjöfra? Bolungarvík og Skaga- strönd má blæða þótt blóðhundar á við Rio Tinto sjúgi hálsæðar Fjallkonunnar. Egils- staðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður hafa grætt. Eða er ekki svo? Svo er það upp- talið, hvað lands- byggðina varðar. Enda búum við í borgríki. Þjóðinni er stjórnað af reykvískum lögfræð- ingum Sjálfstæð- isflokksins, sem er sama um landsbyggð- ina. Stígum hægt til jarðar. Kort- leggum jarðhitann. Hann er stór stærð, miklu stærri en við héldum fyrir nokkru. Hvað sem má segja um umhverfismál tengd honum krefst hann ekki fagurra lands- svæða, sem líkklæði jökulleirsins verða lögð yfir að eilífu. Nýting hans eyðileggur ekki fiskistofna, né skemmir fyrir ferðamennsku í þeim mæli sem virkjun jökulfljóta gerir. Fyrstu merki um skemmda ímynd landsins hafa þegar sést í könnunum innan ferðamennsku. Okkur er stjórnað af stjórn- málamönnum sem hafa hvorki framsýni til að bera né yfirlit yfir það sem þeir gera. Hagsmunir auðmagns í stað hagsmuna þjóðar Egill Egilsson skrifar um fyr- irhugaða Þjórsárvirkjun Egill Egilsson » Okkur er stjórnað af stjórnmála- mönnum sem hafa hvorki framsýni til að bera né yfirlit yfir það sem þeir gera. Höfundur er eðlisfræðingur. Fréttir í tölvupósti Lyf skipta sköpum! „Lyf eru nauðsyn í nútímasamfélagi!” „Í starfi mínu er ég daglega minntur á hve lífið er mikið kraftaverk og að það eru forréttindi að fá að vinna við að lækna og líkna. Vönduð og vel rannsökuð lyf skipta þar oft sköpum, bæði þau lyf sem byggja á gömlum og traustum þekkingargrunni og hin sem eru þróuð á grunni nútímaþekkingar í lyfjafræði og vísindalegri læknisfræði. Án lyfja hefði framþróun heilbrigðismála orðið með öðrum hætti. Mannkynið stæði verr. Að baki lyfjaframleiðslu liggur gífurleg vísinda- vinna til að tryggja að lyfin skili sem bestri verkun með fyrirsjáanlegum hætti. Lyf eru nauðsyn í nútíma þjóðfélögum og ein meginstoð öflugs heilbrigðiskerfis.“ Reynir Tómas Geirsson, prófessor/yfirlæknir, forstöðumaður fræðasviðs, Kvennasviði LSH. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: