Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 33
pappírsvörudeild, byggingavöru-
deild, bílaumboð, ullarþvottastöð og
söltun á gærum, sláturhús og kjöt-
vinnsla. Í mörg horn var að líta.
Í hugann koma líka minningar um
marga konfektmola á skrifstofu
Bergs á Hverfisgötu þegar Bergur
kallaði til sín starfsfólkið í jólaglaðn-
ing. Á veggjum skrifstofunnar, sem
var feikna stór í mínum huga, voru
m.a. myndir af flugvélum og flug-
köppum sem heilluðu ungan konfekt-
mola-dreng.
Rekstur heildverslunarinnar
mæddi mjög á Bergi en með seiglu og
samviskusemi stýrði hann rekstrin-
um að lokum farsællega í höfn.
Í hita leiksins var hann ekki ávallt
samstiga meðeigendum, systkinum
sínum, en nú að leiðarlokum ber að-
þakka honum veigamikinn þátt í far-
sælli stjórn á hinu gamla stórveldi afa
Garðars.
Auk annasamra starfa við fyrir-
tækið þá átti Bergur áfram sín
áhugamál, þ.e. framfarir tækninýj-
unga. Það þekkja þeir best sem með
honum hafa unnið á vettvangi flug-
mála í Flugfélagi Íslands og Flugleið-
um svo og við útgáfustarfsemi á veg-
um Árvakurs. Hvað snerti áhuga á
flugsamgöngum þá áttu þeir þá sem
oftar samleið afi Garðar og Bergur,
komu m.a. snemma á síðustu öld að
stofnun og endurskipulagningu,
Flugfélags Akureyrar, forvera Flug-
félags Íslands.
Bergur kynnti sér allt og grúskaði í
öllu sem var rafdrifið. Fyrir miðja síð-
ustu öld innleiddi hann m.a. kvik-
myndasýningar hjá stórfjölskyld-
unni. Hann keypti 16 mm sýningarvél
og annaðist vélina. Fyrir afmæli okk-
ar systkinabarna Bergs var fastur lið-
ur í undirbúningi að fara á Laufás-
veginn í „helgidóminn“ hans Bergs,
verkstæðið í kjallaranum þar sem
sýningarvélin var geymd. Bergur
kenndi okkur töfrana við notkun vél-
arinnar, ungir sýningarstjórar urðu
til.
Bergur hafði ungur mikinn áhuga á
mótorhjólum sem hann kynntist með-
an hann starfaði í Englandi. Áhugi á
bílum vaknaði einnig snemma og
hann seldi breska Austin-bíla fram
yfir 1970. Hann aðstoðaði mig á mín-
um námsárum við val á bíl sem ég
hugðist nota í Þýskalandi. Í hans
huga kom ekkert til greina annað en
Austin því í þeim var svo mikið stál,
„athugaðu breskt stál, ekkert pját-
ur“, og sagði hann mig vel varinn ef til
árekstrar kæmi við þýskan bíl.
Bergur bjó til síðustu stundar á
Laufásveginum þar sem þau Inga
bjuggu við reisn og höfðingsskap um
sjötíu ára skeið. – Góður drengur er
kvaddur. –
Við Birna vottum Ingu, dætrunum
og fjölskyldum þeirra innilega samúð.
Garðar Halldórsson.
Kveðja frá
Svifflugfélagi Íslands
Einn af þýðingarmestu frumkvöðl-
um flugsins og elsti heiðursfélagi
Svifflugfélagsins Bergur G. Gíslason
er látinn 100 ára gamall. Bergur var í
forystuhlutverki flugs á Íslandi frá
upphafi og fram undir síðustu alda-
mót. Bergur var frumkvöðull. Hann
sat við stjórnvölinn í fyrsta svifflug-
inu sem flogið var hér á landi, á ísi-
lögðu Rauðavatni veturinn 1931. Þá
er fræg ferðin þegar Bergur ásamt
Agnari Kofoed-Hansen flaug fyrstu
hringferðina umhverfis landið í leit að
góðum lendingastöðum á opinni
þýskri Klemm KL-25 flugvél sem
Flugmálafélagið átti. Bergur var
hugsjónamaður um flug. Hann stóð
að stofnun Flugmálafélags Íslands og
var í stjórn Flugfélags Íslands og
Flugleiða í áratugi.
Fyrir 3 árum bauð félagið Bergi í
svifflug. Að fljúga með manni á þotu-
öld sem hafði flogið fyrstu flugferð-
irnar á Íslandi í árdaga flugsins var
eftirminnileg stund. Þá var fróðlegt
að heyra frásögn hans af upphafinu
þegar flugvélin var framandi tæki og
engir flugvellir voru til staðar og not-
ast var við tún, mela og sjó.
Við kveðjum Berg með virðingu og
þökk fyrir öll hans góðu störf í þágu
flugsins og vottum aðstandendum öll-
um dýpstu samúð okkar.
Kristján Sveinbjörnsson
formaður.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 33
✝ Jóhanna Hrafn-hildur Krist-
jánsdóttir frá Pat-
reksfirði fæddist 21.
nóvember 1927.
Hún lést á St.
Jósepsspítalanum í
Hafnarfirði 21. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Arndís
Þórarinsdóttir, f.
1894, d. 1971, og
Kristján Jens Guð-
brandsson, f. 1891,
d. 1976. Bræður
Hrafnhildar eru: a) Svavar Jó-
hannsson, f. 1914, d. 1988, kvænt-
ur Huldu Pétursdóttir, f. 1924,
börn þeirra eru Jóhann Sigurður,
f. 1946, Sigþór Pétur, f. 1948 og
Unnur Berglind, f. 1962, og b)
Helgi Davíð Kristjánsson, f. 1934,
d. 1935.
Hrafnhildur giftist 8. septem-
ber 1949 Helga Hersveinssyni, f.
18.7. 1927. Börn þeirra eru a)
Margrét Hera, f. 26.7. 1949, gift
Reimari Georgs-
syni, f. 1937, sonur
þeirra er Helgi
Hrafn, f. 19.12.
1976, og b) Kristján
Arnar, f. 21.11.
1953, kvæntur Jónu
Sigríði Marvins-
dóttur, f. 1946, son-
ur þeirra er Arnar
Marvin, f. 8.12.
1988.
Hrafnhildur lauk
námi frá barnaskól-
anum á Patreks-
firði, þaðan lá leið
hennar í framhaldsskólann á Núpi
í Dýrafirði og seinna í Húsmæðra-
skólann í Hveragerði. Hún var
virk í félagsstörfum þegar þau
hjón bjuggu á Patreksfirði, bæði í
Slysavarnafélaginu Unni og í
Kvenfélaginu Sif. Hrafnhildur
stundaði aðallega verslunarstörf
jafnframt húsmóðurstörfum.
Útför Hrafnhildar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Jóhanna Hrafnhildur Kristjáns-
dóttir lauk hérvist sinni að vori þeg-
ar veröldin skartar sínu fegursta.
Hún var alltaf barn vorsins, eins og
sagt var í eftirmælum afa hennar
Þórarins Árnasonar, unnandi gróð-
urs og moldar.
Þessi frænka mín naut nokkurrar
sérstöðu í minni vitund, enda var
hún frænka með stórum staf. Gógó
eins og hún var ávallt nefnd, var
fædd í suðurenda hússins Klifs á
Patreksfirði 21. nóvember 1927, þar
sem foreldrar hennar bjuggu ásamt
Svavari Jóhannssyni sem Sigríður
átti frá fyrra hjónabandi, þar bjuggu
líka foreldrar Kristjáns þau Guð-
brandur Eiríksson og Verónika
Árnadóttir og seinna Andrésa móðir
Sigríðar á meðan þeim entist aldur.
Andrea Jóhannesdóttir bróðurdóttir
Sigríðar og seinna sonur hennar
Jakob þór Jónsson voru alin upp hjá
þeim hjónum. Stórfjölskyldan á Klif-
inu hafði ekki mikið húsrými, en því
meira hjartarými, það stóð ávallt op-
ið gestum og gangandi, enda frænd-
garðurinn stór.
Æska Gógóar leið eins og indælt
vor í faðmi þessarar stóru fjöl-
skyldu.
Eftir hefðbundna skólagöngu á
Patreksfirði sótti Gógó Héraðsskól-
ann á Núpi í Dýrafirði og síðan Hús-
mæðraskólann í Hveragerði, þar
sem leiðir hennar lágu saman við
Helga Hersveinsson eftirlifandi eig-
inmann. Fyrstu búskaparárin
bjuggu þau í Reykjavík en fluttu síð-
an á Patreksfjörð þar sem þau
bjuggu til ársins 1977 að þau settust
að í Hafnarfirði.
Árin á Patreksfirði bjuggu þau
fyrst á Klifinu á meðan þau byggðu
nýtt hús á Brunnum 8. Þangað var
alltaf jafn gott að koma og þar varð
til önnur stórfjölskylda, því hjá þeim
Helga og Gógó ásamt börnum þeirra
Heru og Kristjáni, bjuggu og áttu
skjól foreldrar hennar til æviloka.
Það var aðdáunarvert hvað Gógó og
fjölskyldan voru umhyggjusöm við
gömlu hjónin í elli þeirra. Þar áttu
þau öruggt skjól.
Fljótlega eftir að þau höfðu full-
gert húsið á Brunnunum, hófst Gógó
handa við að rækta garð umhverfis
húsið. Þar var hún á heimavelli, enda
var garðurinn einn hinn fegursti þar
vestra. Hann bar tilfinningu hennar
og smekkvísi gott vitni. Eftir að þau
Gógó og Helgi komu til Hafnarfjarð-
ar byggðu þau sér sumarhús í
Grímsnesinu og nefndu það Klif. Þar
hófust þau handa við ræktun trjáa
og blóma og varð það þeirra sælu-
reitur, þar nutu þau margra góðra
stunda meðan kraftar entust.
Gógó starfaði mest við verslunar-
störf þegar hún vann utan heimilis.
Hún var ávalt virkur félagi í Kven-
félaginu Sif og Slysavarnafélaginu
Unni. Kvenfélagið sá ávallt um alla
matargerð fyrir þorrablót á Pat-
reksfirði. Fastur siður var að baka
hveitikökur og flatkökur fyrir þorra-
blótið á eldavélinni í elhúsinu á Klif-
inu. Þar þóttu mér þær mæðgur Sig-
ríður og Gógó sýna best sitt
breiðfirska ættarmót, þar varð allt
að vera frekar vel en vant. Þetta
voru helgistundir og oft þröng á
þingi.
Gógó frænka er lögð af stað í ferð-
ina miklu um þær lendur sem eru ut-
an sviðs eftirlifenda. Góða ferð
frænka og ég þakka samfylgdina.
Helga og fjölskyldum Heru og
Kristjáns vil ég votta samúð mína.
Jóhann Svavarsson.
Kær vinkona okkar, hún Gógó, er
látin. Í 17 ár vorum við nágrannar í
Grímsnesi þar sem sumarbústaða-
lóðir okkar lágu saman. Þar voru
þau hjónin Gógó og Helgi öllum
stundum á sumrin. Við nágrannarnir
komum oftast við hjá þeim þegar við
komum í sveitina bæði til að heilsa
upp á hjónin og fá nýjustu fréttir.
Þetta kölluðum við vinirnir að
„stimpla sig inn.“ Alltaf var tekið á
móti manni með kaffi og einhverju
góðgæti sem Gógó var ætíð með á
boðstólnum.
Helgi var lengi formaður Sum-
arbústaðafélagsins og var þar af
leiðandi vel inn í öllum málum er
varðaði sumarbústaðabyggðina.
Gógó var sérlega vel gerð kona,
greind og fróð um marga hluti. Hún
hafði afar fallega rithönd og hélt allt-
af dagbók og gott var að geta spurt
hana ef eitthvað þurfti að rifja upp.
Þá fletti hún því upp hjá sér og þar
var allt á hreinu hvenær hlutirnir
höfðu gerst.
Myndast hafði góður vinskapur
milli fjögurra bústaða í nágrenninu
og var föst venja að halda eina sam-
eiginlega grillveislu á sumri sem
færðist á milli bústaða. Grillveislan
hjá Gógó var alltaf svo glæsileg og
mikið í hana lagt enda var hún
snilldarkokkur og mikil húsmóðir.
Við hjónin minnumst með ánægju
og hlýhug þessara tíma með Gógó og
Helga. Sendum Helga, börnum og
fjölskyldum þeirra, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Gógóar.
Bára og Friðrik.
Jóhanna Hrafnhildur
Kristjánsdóttir
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
HULDA SYLVÍA JÓNSDÓTTIR,
Kársnesbraut 93,
Kópavogi,
sem lést fimmtudaginn 22. maí á Vífilsstöðum,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
30. maí kl. 13.00.
Eyþór Sigmundsson,
Guðrún Helga Eyþórsdóttir,
Þórey Huld Jónsdóttir,
Vala Rún Jónsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ARNGRÍMUR STEFÁNSSON
bifvélavirki,
Dalbæ,
Dalvík,
lést föstudaginn 23. maí að heimili sínu.
Útförin verður gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
31. maí kl. 13.30.
Kristjana Sigurpálsdóttir,
Sigrún Arngrímsdóttir,
Kolbrún Arngrímsdóttir, Svavar Berg Pálsson,
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Úlfar Þormóðsson,
Stefán Arngrímsson, Guðrún Lóa Jónsdóttir,
Einar Arngrímsson, Lovísa María Sigurgeirsdóttir,
Örn Arngrímsson, Anna Dóra Hermannsdóttir,
Kristjana Arngrímsdóttir, Kristján Hjartarson,
barnabörn og aðrir vandamenn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN A. INGIMARSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
25. maí.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 30. maí kl. 13.00.
Daði Tómasson,
Ingimar Magnússon,
Tómas Magnússon,
Hildur Magnúsdóttir,
Sigurjón Magnússon,
Friðrik Magnússon,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
PÉTUR KRISTINN ELÍSSON
vélstjóri,
er látinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Elzbieta Kr. Elísson.