Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku Dísa frænka.
Það er svo óraunveru-
legt að hugsa til þess
að þú sért nú farin í þína hinstu
ferð, ferðina sem við eigum öll bók-
að í, við vitum bara ekki dagsetn-
inguna. Þín dagsetning í þessa ferð
var því miður bókuð alltof snemma.
Það er margt í þessu lífi sem er
okkur hulin ráðgáta. Eitt af þessari
ráðgátu er af hverju sum okkar eru
hrifin á brott of snemma, þrátt fyr-
ir að hafa barist fyrir því að fá að
vera hér lengur eins og þú gerðir,
elsku frænka. Ég veit að þú hefur
nú fengið svör við þessu öllu og hef-
ur með þínu yndislega blíða brosi
og hlýja viðmóti tekið því með já-
kvæði og æðruleysi. Þó svo að við
höfum ekki verið í miklu sambandi
var það stund á árinu sem við hitt-
umst alltaf og ég veit að það var
þér jafn kært og mér að hittast í
jólaboðunum hjá systrunum,
Guggu, Stínu, Jenný og ömmu.
Þessi gamla góða hefð að hittast
alltaf á jóladag og eiga góða stund
saman er svo góð og dýrmæt. Þú
varst miðdepillinn í þessum boðum,
komst alltaf brosandi út að eyrum
og passaðir svo vel upp á að ná tali
af öllum. Gefa af þér hlýju og yl,
hvetja og dásama og alltaf svo
hrein og bein. Það er stórt skarð
sem þú skilur eftir, elsku frænka.
Við höfum misst mikið þó að miss-
irinn sé mestur hjá Óskari, börn-
unum þínum og móður þinni
(Guggu frænku). Okkur sem eftir
erum ber að gera okkar besta til að
fylla upp í þetta skarð eins og hægt
er, með því að minnast þín og
heiðra minningu þína um ókomna
tíð. Elsku Dísa frænka, þú átt dýr-
mætan stað í hjarta mínu. Elsku
Óskar, Gugga, Guðbjörg, Styrmir,
Halla og fjölskyldur, megi sólin
skína á veg ykkar um ókomna tíð
og englar guðs styðja ykkur og
styrka. Fyrir hönd fjölskyldu minn-
ar.
Rósa Gunnlaugsdóttir.
Í dag kveðjum við uppáhalds-
frænku okkar hana Dísu. Með
söknuð í hjarta þökkum við henni
öll elskulegheitin í garð fjölskyldna
okkar á liðnum árum. Dísa hafði
alltaf einstaklega góða nærveru og
laðaði fólk að sér. Hún hafði ein-
lægan áhuga á velferð samferða-
fólks síns og sýndi fólki umhyggju.
Í minningunni er hún Dísa glæsi-
lega frænkan, flugfreyja, kennari,
eiginkona, móðir og amma. Konan
sem gerði allt með stæl. Hún var
ein af þessum orkumiklu konum
sem sópaði að. Aðdáunarvert var
alltaf að sjá hve hún var góð og art-
arleg við móður sína, hana Guggu.
Hún sýndi einnig móður okkar,
Jenny frænku og Ollu einstaklega
ræktarsemi. Dísa þeyttist með
gömlu skvísurnar út um allt og víl-
aði ekki fyrir sér að rúnta með þær
til Þorlákshafnar á góðum degi. Til
að eiga góða stund með þeim og
okkur. Ekki má gleyma öllum
kaffi-, matar- og garðveislunum
sem okkur öllum var boðið í hjá
henni og Óskari. Góðar minningar
eru svo dýrmætar. Í mörg ár hittist
öll móðurfjölskyldan í Mávahlíðinni
hjá Ömmu okkar, henni Ingveldi,
Hauk og Jenný á aðfangadags-
kvöldi. Þá borðuðum við góðan mat
og héldum jólin hátíðleg. Einnig
var hefð fyrir því að hittast á jóla-
dag hjá foreldrum okkar og síðan
hjá Ollu og Hreiðari annan í jólum.
Minningarnar um þessi samhentu
Ingveldur Hafdís
Aðalsteinsdóttir
✝ Ingveldur Haf-dís (Dísa) fædd-
ist í Reykjavík 14.
júlí 1951. Hún lést á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspít-
alans við Hring-
braut 20. maí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
27. maí.
fjölskyldujól eru okk-
ur dýrmætar. Eftir að
fjölskyldan stækkaði
höfum við alltaf hist á
jóladag, síðast hjá
Guggu þar sem Dísa
stjórnaði af miklum
dugnaði jólaboðinu
eins og henni var
einni lagið. Dísa átti
yndislegan mann,
hann Óskar, sérlega
vel gerð börn, tengda-
börn og barnabörn
sem hún var svo
hreykin af. Hún var
vakin og sofin yfir velferð fjöl-
skyldu sinnar. Elsku Gugga, Óskar,
Guðbjörg, Styrmir, Halla, tengda-
börn og barnabörn, við biðjum al-
góðan Guð að styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Inga Anna og Guðlaug Helga.
Alla daga erum við að velja og
taka ákvarðanir. Flestar ákvarðan-
ir okkar eru bæði smáar og aft-
urkræfar en til samans gera þær
okkur að þeim manneskjum sem
við erum; þær skýra hvernig við
komum fram við samferðafólk okk-
ar eða bregðumst við þeim áföllum
og verkefnum sem við þurfum að
takast á við í lífinu.
Ingveldur Hafdís, eða Dísa eins
og hún var jafnan kölluð, tók góðar
ákvarðanir í lífi sínu. Hún valdi að
sinna fjölskyldu sinni og vinum á
sinn einstaka hátt og hún uppskar
líka vel, því heimili þeirra Óskars
hefur verið ljúfur staður þar sem
gestrisni og örlæti hafa verið í önd-
vegi og margar góðar minningar
eru tengdar. Börnin hennar, sem
allt of snemma þurfa að sjá á eftir
móður sinni, bera uppeldinu líka
fagurt vitni og takast á við lífið með
gott veganesti.
Hún valdi að vera góð eiginkona
og það leyndi sér ekki á þessum
síðustu og erfiðu mánuðum hversu
styrkum stoðum hjónabandið stóð.
Það var einstakt og lærdómsríkt að
fylgjast með gagnkvæmri væntum-
þykju og tillitssemi á milli þeirra
Óskars og hvernig þau nýttu hverja
góða stund sem gafst til að sinna
hvort öðru og fjölskyldunni sinni.
Hún valdi að vera góð dóttir og
helsjúk notaði hún hvert tækifæri
sem gafst til að sinna móður sinni
og létta henni lífið á hvern þann
hátt sem henni var unnt. Samband
þeirra mæðgna var einstakt og
þung verða sporin að fylgja einka-
dótturinni til grafar.
Hún valdi líka að takast á við
veikindi sín með jákvæði og án bit-
urleika. Á síðustu mánuðum, sem
hljóta að hafa verið henni erfiðir og
með vitund um að hverju stefndi,
kaus hún iðulega að eyða talinu um
eigin heilsu og beindi umræðum að
öðru. Helst var að hún viðurkenndi
að hún væri svolítið lasin. Aðdáun-
arvert var að verða vitni að æðru-
leysi hennar í veikindunum, þótt
ekki hafi það beinlínis komið á
óvart.
Þegar stórir atburðir gerast í lífi
okkar eins og nú hefur gerst verða
allar þær litlu ákvarðanir sem við
erum að taka svo ósköp lítilmótleg-
ar og við vitum ekki gjörla hvernig
við eigum að haga okkur gagnvart
almættinu. Það eina sem kemur í
hugann er að við ættum kannski að
vanda okkur meira og hafa lífsspeki
Dísu að leiðarljósi, gleyma lítilmót-
legum erjum, muna hversu lífið er
stutt og fallvalt og vera betri hvert
við annað.
Í meira en þrjá áratugi hefur
Dísa verið órofa hluti af lífi okkar
og fjölskyldu okkar og fyrir það er-
um við þakklát. Jákvæði, hlýja,
hugulsemi og einstök góðvild eru
þau orð sem fyrst koma í hugann
þegar við hugsum um hana. Sorgin
er mikil og margir syrgja þá frá-
bæru konu sem við nú verðum að
kveðja, en sorgin er líka mikil af því
að þeir sem fengu að njóta samvista
við hana eru svo miklu ríkari fyrir
að hafa kynnst henni. Eftir situr
minningin um heilsteypta og góða
konu og hún hlýtur að vera huggun
harmi gegn fyrir alla sem hana
þekktu, einkum þó eiginmann
hennar, kæran bróður og mág, Ósk-
ar, börnin þeirra þrjú, maka þeirra
og barnabörnin; sú minning mun
styrkja þau í lífinu framundan án
hennar. Við hjónin sendum þeim
öllum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sem og aldraðri móður og
tengdamóður.
Þórlaug og Stefán.
Mig langar að kveðja mína kæru
systurdóttur sem ég átti stutta
stund með systur minni.
Svo kom inn í líf hennar góður
maður sem átti hug hennar allan,
Óskar Jónsson og börnin 3: Guð-
björg Hrönn, Styrmir og Halla Þór-
laug, og seinna tengdabörn og litlu
barnabörnin sem hún elskaði og
dáði.
Dísa mín var hetja sem öll fjöl-
skyldan umfaðmaði og elskaði.
Guði hefur greinilega vantað góð-
an kennara fyrir börnin sín á himn-
um.
Við kveðjum hana með þökk og
virðingu.
Nú ertu fallin okkur frá
fyrir dauðans sigð.
Við sjáum aðeins auðn og tóm
í okkar stóru hryggð.
En minnumst þess að myndin þín
á meðal okkar býr,
þú varst okkar leiðarljós
og líknarfaðmur hlýr.
Þó okkur finnist fyrst um sinn
sé fokið í öll skjól,
þá hverfum hljóðum skrefum inn
að hennar auða stól.
Og minning hennar mun þá lýsa
og mýkja okkar sár,
hún gaf okkur guðdómleg
hin gleðiríku ár.
(Aðalheiður Kristinsdóttir.)
Guð styrki ykkur öll og geymi
minningu hennar í hjarta ykkar.
Við sendum okkar bestu samúð-
arkveðjur.
Jenný og fjölskylda.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Það sló þögn á hópinn okkar þeg-
ar við fréttum af andláti Ingveldar
Hafdísar, samkennara okkar til
margra ára. Okkur var kunnugt um
að hún hafði átt við veikindi að
stríða en samt kom kallið á óvart.
Hún hefur nú verið kvödd til ann-
arra starfa á æðri vettvangi. Minn-
ingar fara í gegnum hugann, um
einstaka konu, einstakan sam-
starfsmann og kennara.
Ingveldur Hafdís var sérstaklega
elskuleg kona. Hún var mjög vel
liðin bæði hjá nemendum og sam-
starfsmönnnum. Framkoma hennar
var alltaf mjög hlý og snerti hlý-
leiki hennar alla sem í kringum
hana voru. Hún hafði mikil og góð
áhrif á starfið í Tölvubrautinni. Það
var alltaf gott að leita ráða hjá
henni, hvort heldur var vegna
tölvukennslunnar eða vegna ann-
arra mála. Hennar er sárt saknað.
Við, samkennarar Ingveldar Haf-
dísar, vottum fjölskyldu hennar
okkar innilegustu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Fh. Starfsfólks Tölvubrautar
Iðnskólans í Reykjavík,
Bjargey Gígja Gísladóttir.
Eftir fráfall Hafdísar vinkonu
okkar er heimurinn snauðari og líf-
ið og tilveran dapurleg.
Við kynntumst í Kennaraháskól-
anum þar sem við vorum í kennslu-
réttindanámi fyrir 15 árum. Strax
náðum við vel saman og lásum sam-
an í gegn um námið. Við héldum
tryggð eftir námið og hittumst af
✝
Okkar ástkæri faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJARNI ÞORSTEINSSON
frá Litluhlíð á Barðaströnd,
Tindum, Kjalarnesi,
lést að heimili sínu mánudaginn 19. maí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
30. maí kl. 13.00.
Halldóra Bjarnadóttir, Atli Guðlaugsson,
Guðrún Bjarnadóttir, Jón Arnar Freysson,
Katrín Líney Jónsdóttir, Ólafur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
FANNEY SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 14. maí, verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu föstudaginn 30. maí kl. 11.00.
Daníel Karl Pálsson, Líneik Guðlaugsdóttir,
Stefán Þór Karlsson, Sara Jónsdóttir,
Fanney Björg Karlsdóttir, Trausti Þór Sigurðarson,
Guðlaugur Jakob Karlsson,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HANNES SIGURGEIRSSON
húsasmiður,
Hveragerði,
lést þriðjudaginn 20. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðrún Magnúsdóttir,
Magnús Haukur Hannesson, Hrönn Þorsteins,
Þorvaldur Hannesson, Ingveldur Sigurðardóttir,
Inga Lóa Hannesdóttir,
Emil Fannar, Hannes, Móeiður og Magnús Þór.
✝
Faðir okkar og tengdafaðir,
GÍSLI GUÐJÓNSSON
pípulagningameistari,
Sólvöllum 5,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
31. maí kl. 13.30.
Kristín Gísladóttir, Hafsteinn Guðjónsson,
Guðjón Skúli Gíslason, Guðrún Ágústsdóttir,
Vignir Rafn Gíslason, Laufey Þorsteinsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
HANNA RAGNARSDÓTTIR,
Sóltúni 11,
lést miðvikudaginn 28. maí á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni.
Guðmundur Einarsson,
Kristín Guðmundsdóttir, Vignir Einar Thoroddsen,
Ásdís Guðmundsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson,
Árni Guðmundsson, Hrönn Stefánsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐMUNDUR ARASON
forstjóri,
Eskiholti 12,
Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð að morgni
þriðjudags 27. maí.
Rannveig Þórðardóttir,
Ari Guðmundsson,
Anna Jóhanna Guðmundsdóttir.