Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 12
Góða skemmtun!
F
A
B
R
I
K
A
N
|
L
jó
sm
: L
ár
us
K
ar
l I
ng
as
on
09:00-22:00 BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR
Ratleikur fyrir alla fjölskylduna í krókum og kimum bókasafnsins og
glæsileg verðlaun í boði. Í anddyri safnsins er sýning á innsendu efni í
hugmyndasamkeppninni um Óla Run tún og verður sú sýning opin alla
helgina frá 11-17.
09:30-12:30 LEIKSKÓLAHÁTÍÐ
Skemmtun á Thorsplani og víðar. M. a. mynda börnin árin 100 á myndrænan
hátt.
10:00 SÖNGURINN ÓMAR
Grunnskólabörn úr fjórða bekk koma saman og taka lagið á Thorsplani. Létt
skemmtidagskrá.
16:00 GALLERY THORS
Lárus Karl Ingason opnar ljósmyndasýninguna Dans.
Á sama tíma opna listakonur í Gallerý Thors samsýningu er ber heitið
Matar-list. Á sýningunni eru verk eftir Elvu J. Hreiðarsdóttur, Guðrúnu
Halldórsdóttur, Helenu Sólbrá, Ingibjörgu Klemnz, Lilju Bragadóttur, Maju
Ólafdsóttur, Ólöfu Jónu Guðmundsdóttur, Sólveigu Hólmarsdóttur, Þóru
Einarsdóttur og Æju. Að sjálfsögðu verður opið fram eftir kvöldi í tengslum
við langan fimmtudag.
18:00 BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR
Nýtt sýningahús Byggðasafns Hafnarfjarðar, Beggubúð tekið í notkun og
opnuð verslunarminjasýning. Endurbætt Byggðasafnstorg vígt á sama
tíma. Sýning á munum úr Ásbúðarsafni Þjóðminjasafnsins opnuð í forsal
Pakkhússins.
18:00-22:00 GAKKTU Í BÆINN – LANGUR FIMMTUDAGUR Í MIÐBÆNUM
Listamenn og kaupmenn í bænum bjóða heim og uppákomur verða í
verslunum og galleríum til klukkan 22:00. Tilvalið að skella sér í bæinn og
rölta á milli listamanna og verslana sem taka vel á móti afmælisgestum
Söfn bæjarins taka einnig þátt í löngum fimmtudegi og hafa opið til klukkan
22:00. Nánar á www.hafnarfjordur.is.
18:00-22:00 GAMLA BÓKASAFNIÐ MJÓSUNDI 10
Ungt listafólk stendur fyrir litríkri dagskrá.
Þeir sem koma fram eru:
Acoustic – Lifandi trúbador dúett
Jón Þór Sigurleifsson – Ljóðaupplestur og smásögur
Margrét – Fönkað blús popp
Eyvindur Karlsson – Uppistand og upplestur
Hellvar – Electronic Rokk
Naflakusk – Gleðipopp
20:00 HUNDRAÐ – Opnun afmælissýningar í Hafnarborg
Sýningin HUNDRAÐ er samansafn af myndbrotum úr langri og merkilegri
sögu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Brotin geta staðið ein og sér en með texta
mynda þau örsögur úr bæjarlífinu sem nú hafa verið gefnar út á bók sem ber
sama nafn og sýningin.
20:00 LJÓSMYNDASÝNING ÁRNA GUNNLAUGSSONAR AF ELDRI
HAFNFIRÐINGUM – Í Sverrissal í Hafnarborg
20:00 TÍSKUSÝNING Á THORSPLANI
Stórglæsileg tískusýning þar sem sýnt verður það nýjasta sem verslanir
Hafnarfjarðar hafa upp á að bjóða. Listrænn stjórnandi sýningarinnar
er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir og módelin koma m. a. frá
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Hinar frábæru Hara systur hefja sýninguna
með glæsilegu opnunaratriði og kynna síðan sýninguna.
21:00 TÓNLEIKAR Í FRÍKIRKJUNNI HAFNARFIRÐI
GLÆSIVERK MOZARTS OG LÉTTKLASSÍK
Kammerhópurinn CAMERARCTICA leikur eina af perlum W.A.Mozarts,
Klarinettu–kvintettinn K.581 auk verka eftir Hoffmeister og Krommer í
léttklassískum stíl.
FI
M
M
TU
D
A
G
U
R
2
9.
M
A
Í 2
00
8
12:00 FRÍSKANDI FJÖR Á THORSPLANI
Glæsileg dagskrá fyrir ungt fólk þar sem settir verða upp hjólabrettarampar
á Strandgötunni svo gestir geti spreytt sig í þessari fjörlegu íþrótt. Graffiti
sýning verður einnig á svæðinu en verkin eru unnin í kjölfar Graffiti
námskeiða sem ÍTH stendur fyrir. Að auki verður boðið upp á dansatriði á sviði
og plötusnúður þeytir skífum.
12:00 Brettasvæði opnar
14:00 Krakkarnir koma saman á Thorsplani
14:30 Human Beat Box
14:45 Stelpuband Jennýjar og Tinnu taka nokkur lög
15:00 Grillveisla – Pylsur og Egils Mix
15:00 Dansskóli Hafnarfjarðar sýnir Hipp Hopp atriði
15:15 Rappararnir Sammi Lauf og Lilfish taka lagið
15:30 Beatur & Marlon taka beat með krökkunum
15:45 Beatur lokar dagskrá á plani og plötusnúður spilar fram til klukkan
18:00 á meðan gestir spreyta sig á hjólabrettarömpum
og skemmta sér í leiktækjum
17:00 OPNUN VÍKINGAGÖTU
Víkingagatan verður opnuð með pompi og prakt við Viking Hotel. Fjöldinn
allur af víkingum verður á svæðinu og skapa skemmtilega stemmningu.
Í veitingahúsinu Fjörunni verður framreiddur sérstakur afmælismatseðill
alla helgina og í Fjörugarðinum verða Víkingaveislur eins og þær gerast
bestar. Hljómsveit Rúnars Þórs leikur fyrir dansi til klukkan 03:00 föstudag
og laugardag. Gylfi Ægisson mun verða sérstakur gestur á dansleiknum á
föstudagskvöld.
18:00 OPNUN BOOKLESS-BUNGALOW – VESTURGÖTU 32
Sögu erlendu útgerðarinnar í upphafi 20. aldar verða gerð skil í Bungalowinu
sem hefur verið endurbætt sem sýninga- og móttökuhús bæjarins
21:30 BÍLABÍÓ VIÐ FLENSBORG
Einstök bílabíóstemmning: Hin alkunna dans- og söngvamynd Grease verður
sýnd á risaskjá. Allir kannast við myndina en það eru fáir sem hafa fengið
tækifæri til að njóta hennar á þennan hátt. Stúkusæti verða á staðnum svo
að gestir þurfa ekki að örvænta ef enginn bíll er til ráðstöfunar. Félagar úr
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar mæta á svæðið í fullum Grease-skrúða og
taka nokkur spor. Aðgangur ókeypis.
23:00 MIÐNÆTURDJAZZ Í HAFNARBORG
STÓRTÓNLEIKAR AÐ HÆTTI BJÖSSA THOR, PAPA JAZZ OG FÉLAGA.
Fjöldi þekktra listamanna treður upp og boðið verður upp á léttan jazz.
Meðal þeirra sem koma fram á þessum tveggja tíma tónleikum eru:
Björgvin Halldórsson, Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal, Margrét Eir,
Björn Thoroddsen, Guðmundur Steingrímsson, Hjörleifur Valsson, Eyjólfur
Þorleifsson, Jón Rafnsson og Steingrímur Guðmundsson. Tónleikunum
„útvarpað” til neðri hæðar Hafnarborgar sem býður þeim sem ekki komast að
á efri hæð hússins notalega kaffihúsastemmningu. Aðgangur ókeypis.
FÖ
ST
U
D
A
G
U
R
3
0.
M
A
Í 2
00
8
VIÐBURÐIR SEM STANDA ALLA AFMÆLISHÁTÍÐINA
Ljóð sjöttu bekkinga eru til sýnis víðs vegar um um bæinn
Leikskólabörn sýna verk sín í
búðargluggum og í stofnunum miðbæjarins
Málverkasýningar – Ljósmyndasýningar
Fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar og uppákomur
á söfnum bæjarins
Tilboð í verslunum og á veitingastöðum
Hafnfirðingar eru allir að dubba sig upp
fyrir
Sjáumst!