Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
- kemur þér við
Hægur en öruggur bati
eftir hálsbrotið
Kirkjan tvísaga um
sölu á Prestbakka
Fjölgun framhalds-
skóla umdeild
Friðsæld og fegurð
Austurdals í Skagafirði
Kolagrillið best fyrir
fínustu steikurnar
Nektarmyndband
Sigur rósar of gróft
fyrirYouTube
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
FJÖLSMIÐJAN í Kópavogi hefur
verið starfrækt síðan 2001. Stofn-
aðilar eru Rauði krossinn, Félags-
málaráðuneytið, Vinnu-
málastofnun og
sveitafélögin á höf-
uðborgarsvæðinu.
Menntamálaráðuneyti
tekur þátt í rekstri með
framlögum.
Fjölsmiðjan hefur
sannað tilverurétt sinn
margfalt á þessum ár-
um. Það var mikil þörf
fyrir þetta úrræði 2001,
en líklegt er að þörfin
sé yfirþyrmandi nú.
Fjöldi ungmenna hefur
komið inn í starfsemi
Fjölsmiðjunnar á þess-
um árum og fengið þar aðstoð og
stuðning til að fóta sig á vinnumark-
aði og ná meiri árangri í námi. Þannig
byggja þau upp sjálfstraust og upp-
lifa sjálfa sig sem nýta þjóðfélags-
þegna. Öll þurfa þau mikla aðstoð og
markvissan stuðning til að vinna sig
upp úr vonleysi og sjálfsniðurbroti,
sem oft er afleiðing misheppnaðrar
skólagöngu, félagslegra erfiðleika og
vinnumarkaðar sem þau ráða ekki
við.
Nú vofa alvarleg tíðindi yfir starf-
semi Fjölsmiðjunnar. Fagfólki í fé-
lagsþjónustu sveitarfélaganna á höf-
uðborgasvæðinu, sem og starfsfólki
stofnanna og úrræða inna vébanda
FÍUM, Félags íslenskra uppeldis- og
meðferðarúrræða fyrir börn og ung-
linga, er illa brugðið.
Fjölsmiðjan er húsnæðislaus. Hús-
ið, sem hýst hefur starfsemina, er
selt. Sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu eru, eftir því sem best er
vitað, tilbúin með fé til
að leggja í nýtt húsnæði
svo tryggja megi Fjöl-
smiðjunni framtíð-
arstarfsgrundvöll. Það
er vel, en stjórnvöld
halda að sér höndum.
Ætla ráðuneytin,
sem að starfseminni
standa, virkilega ekki
að tryggja áframhald-
andi rekstur Fjölsmiðj-
unnar?
Ef rétt reynist er það
afskaplega skammsýnn
hugsunarháttur.
Stundum virðist manni
sem íslensk stjórnvöld hafi meir og
meir opnað augun fyrir því hvað þarf
til í hinu almenna uppeldisneti,
menntakerfi og félagslegri þjónustu
svo börn og unglingar megi dafna
sem sjálfstæðir, öruggir ein-
staklingar. En það er ekki nóg, ef
ekki er skilningur á því að þeir, sem
þurfa sértæka þjónustu og stuðning,
eiga ekki að fá hann – af því það er
verið að spara, af því að það þarf að
bjarga fyrirtækjum og bönkum út úr
fjárhagskreppunni eða af því að það
þarf að byggja upp fangelsiskerfið.
Gerir ríkisstjórnin sér ljóst hversu
margir fleiri eiga eftir að gista fanga-
geymslur framtíðarinnar, ef þeir fá
ekki þann stuðning og þá aðstoð sem
þeir þurfa á að halda í æsku? Gera
stjórnvöld sér ekki ljóst hversu
margir fleiri verða á atvinnuleys-
isskrá eða framfærslubótum, ef þeir
fá ekki réttan stuðning á réttum tíma
til að byggja upp nægt sjálfstraust til
að takast á við hinn almenna vinnu-
markað? Gera hæstvirtir ráðherrar
sér ekki ljóst að ungmenni með litla
eða enga sjálfsvirðingu eru mun lík-
legri til að leiðast út í neikvætt nið-
urbrjótandi líferni, s.s. afbrot, neyslu
fíkniefna eða langavarandi geðræna
erfiðleika?
Starfsmenn aðildarstofnana og úr-
ræða FÍUM skora á ríkisstjórn Ís-
lands, og aðra sem að málinu standa,
að tryggja áframhaldandi starfs-
grundvöll Fjölsmiðjunnar í Kópavogi
með því að leggja til nauðsynlegt fé
fyrir nýju húsnæði. Það yrði alvarlegt
félagslegt slys, ef Fjölsmiðjan leggst
af vegna þess að henni er ekki tryggt
húsnæði undir starfsemina.
Hvað verður um Fjölsmiðjuna?
Fjölsmiðjan hefur sannað
tilverurétt sinn, segir
Þórunn Ólý Óskarsdóttir
Þórunn Ólý
Óskarsdóttir
» Fjölsmiðjan er hús-
næðislaus. Sveit-
arfélögin virðast tilbúin
með fé til að leggja í
nýtt húsnæði. Hvað
ætlar ríkisstjórnin
að gera?
Höfundur er félagsráðgjafi, formaður
FÍUM og forstöðumaður
Unglingasmiðjunnar Traðar.
FAÐIR minn er flugvirki. Ég er
ákaflega stoltur af því,
því mér finnst það fínt
starf. Einu sinni átti
hann lítið flugfélag. Það
flaug með fólk út og
suður og kenndi fólki að
fljúga. Svona eins og
gengur.
Faðir minn á okkur
synina þrjá og gefum
okkur að ég hefði tekið
við kyndlinum af föður
mínum á sínum tíma.
Segjum að ég hefði
fengið 3 gamlar flug-
vélar og eitt flugskýli.
Síðan er ákveðið að
setja kvóta á flugrekstur. Ákveðið er
að eingöngu megi fljúga með 130
ferðamenn í útsýnisflug á vertíð. Gef-
um okkur að faðir minn hefði fengið
þennan kvóta því hann sinnti um það
bil þetta mörgum ferðamönnum á
ári. Það kemur í ljós að flugfélag
norður á Akureyri ásælist þennan
ferðamannakvóta hjá mér. Enn á ný
er reglunum breytt og ég fæ leyfi til
að selja kvótann. Sökum skorts á
kvóta en ekki ferðamönnum yrði
kvótinn mjög dýr. Því yrði kvótinn
minn mjög dýrmætur en gömlu rell-
urnar mínar og flugskýlið, ef eitthvað
er fallið í verði.
Því er Flugstöðin h/f allt í einu orð-
in ákaflega verðmæt eign, ekki vegna
fasteigna heldur einhvers leyfis til að
sinna því sem hún var stofnuð til að
sinna. Í framhaldi af þessu þá ákveða
bræður mínir að ganga úr félaginu og
krefja mig um að greiða þeim sinn
hlut. Í stað þess að skipta þrem rell-
um og einu skuldsettu flugskýli í
þrennt þá er atvinnuleyfi/kvóta/
skömmtunarseðli/pappír-skipt í
þrennt. Þessi pappírspési er verð-
lagður mjög hátt, það skiptir millj-
örðum króna. Þar sem ég er með
flugvéladellu þá fer ég í bankann og
bið um lán. Fasteignir félagsins eru
ekki virði eins meðalstórs japansks
fólksbíls og því tekur bankinn veð í
útsýnisflugum væntanlegra ferða-
manna framtíðarinnar. Bræður mínir
fá sína milljarða og ég á rellurnar
þrjár, flugskýlið og bankinn á mig.
Núna er svo komið að litla flug-
félagið – fjölskyldufyrirtækið – á
Reykjavíkurflugvelli er skuldsett í
botn. Í raun margfalt meir. Þrjár
gamlar rellur og skuld-
sett flugskýli er ekki
neitt upp í alla þessa
milljarða.
Nú er svo komið að
slímhúð maga míns þol-
ir ekki mikið meir og
þegar Flugfélag Ak-
ureyrar gerir mér til-
boð í ferðamannakvóta
minn, þá læt ég slag
standa og sel hann.
Ferðamannakvótinn
fer á Akureyri og ég
loka sjoppunni. Það
hefur í för með sér að
þó ég straui kortið mitt
ótæpilega verður sennilega slatti eft-
ir þegar ég verð allur. Rellurnar
þrjár fara á haugana enda eru þær
nær ónýtar og flugskýlið stendur eft-
ir og verður höfuðverkur Reykjavík-
urborgar. Dabbi flugvirki verður
mjög sár því hann er atvinnulaus.
Elli flugstjóri er líka ósáttur. Hann
hafði gert sér vonir um að verða frið-
aður með gamla flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli í fyllingu tím-
ans. Ekki vill hann flytja norður. Ég
kem mér vel fyrir á erlendri grund,
tel auð minn og vonast til að þurfa
ekki að hitta þá Dabba og Ella fram-
ar.
Ráðherra er hæstánægður með
þróun mála. Hér sé augljóst dæmi
um hagræðingu, samlegðaráhrif og
hagsýni í rekstri fyrirtæja. Mikill
auður muni skapast þjóðinni til hags-
bótar. Best sé að flugrekstur sé norð-
an heiða, Reykjavík er hvort eð er úr
alfaraleið þegar öllu er á botninn
hvolt.
Hvað hefur í raun gerst? Skömmt-
unarseðill á ferðamenn er verðsettur
upp í topp. Hvers vegna mega ekki
allir fljúga með alla þá ferðamenn
sem koma til landsins. Hvers vegna
eigum við að trúa einhverjum sem
segir að ef við fljúgum með of marga
ferðamenn þá muni þeim fækka.
Hvers vegna eigum við að búa við
rússneska skömmtunarseðla fyrrum
Ráðstjórnarríkjanna? Það sem ein-
kenndi það kerfi framar öðru var
ósanngirni.
Hvar er frelsið?
Hver græðir og hver tapar á þessu
fyrirkomulagi? Einhverjum var út-
hlutað kvóta í upphafi sem þeir seldu
á uppsprengdu verði og lifa í vellyst-
ingum. Kvóti er skömmtunarseðill.
Þú sem átt skömmtunarseðilinn mátt
taka út. Ef skemman er tóm er
skömmtunarseðillinn verðlaus papp-
ír. Hvað gera bankarnir þá sem tóku
veð í skömmtunarseðlinum? Ekki var
hægt að veðsetja rellurnar þrjár
enda fóru þær á haugana. Því er það
augljóst mál að rússneska rúllettan
verður að halda áfram því annars eru
bankarnir í vanda.
Í skjóli hagræðingar og samlegð-
aráhrifa er allur flugrekstur kominn
norður til Akureyrar. Reykjavík-
urflugvöllur er ónotaður. Hér fyrir
sunnan er hefð, reynsla, mannskapur
og öll aðstaða til að reka blómlegan
flugrekstur. Ætli Ella flugstjóra og
Dabba flugvirkja muni þykja það
skemmtileg iðja að grafa Sundagöng.
Þeir fá vinnu að vísu en höfðu hugsað
sér að nota líf sitt í flug og flugvélar.
Snýst flug ekki um flugvélar, flug-
skýli, flugmenn og flugvirkja. Ég
bara spyr?
Hvers virði er blómlegt mannlíf
með sínum margbreytileika? „Sam-
legðaráhrif“ er eins og trekt ofaní
hakkakvörn. Í hana er troðið eðlilegu
mannlífi en út kemur hagrætt mann-
líf. Tilgangurinn með því er að skapa
sem mest auðæfi með sem minnstri
fyrirhöfn. Þetta er trúarjátning nú-
tímans. Allt annað er óeðli. Er mann-
skepnan ekki flóknara fyrirbæri en
svo að hafa bara eina hvöt? Ég á
hund sem hjálpar mér stundum að
skilja mannlífið betur, því hann hugs-
ar bara um tíkur.
Kvóti hér og þar og tíkur allstaðar
Gunnar Skúli Ármannsson
skrifar um „hagræðingu“
Gunnar Skúli
Ármannsson
» Í skjóli hagræðingar
og samlegðaráhrifa
er allur flugrekstur
kominn norður til
Akureyrar. Reykjavík-
urflugvöllur er
ónotaður.
Höfundur er læknir og
fyrrverandi Vestfirðingur.