Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
É
g hef sent alltof marg-
ar myndir hingað,“
segir Viggo Morten-
sen, með hendur á
mjöðmum, og horfir
hálförvæntingarfullur yfir sal Ljós-
myndasafns Reykjavíkur við
Tryggvagötu. Á miðju gólfi eru
nokkrir stórir trékassar og út um
allan sal hefur ljósmyndarinn dreift
innihaldinu, um 150 innrömmuðum
ljósmyndum, í lit og svarthvítu.
„Jæja, ég verð víst að ráðast í að
skera þetta niður,“ segir hann síðan
og fer að vefja myndir aftur inn í
pappír. „Hinar fara þá á sýninguna í
Hróarskeldu í október. Ég einbeiti
mér að skógarþemanu hér.“
Ljósmyndarinn sem vinnur þarna
á sokkaleistunum og í bol sem á
stendur „Make Art Not War“ hefur
stundum verið kallaður endurreisn-
armaður í listum. Enda kemur hann
að hinum ýmsu listformum; skrifar
ljóð, málar og tekur ljósmyndir, er
með eigin bókaútgáfu og gefur út
bækur eftir sig og aðra listamenn,
gefur út geisladiska með frumsam-
inni tónlist og svo er hann kvik-
myndaleikari. Það er sá þáttur
sköpunarinnar sem hann er kunn-
astur fyrir. Mortensen hefur leikið í
um 25 kvikmyndum en öðlaðist
verulega frægð sem Aragorn, kon-
ungur manna, í þríleik leikstjórans
Peters Jacksons eftir Hringadrótt-
inssögu Tolkiens. Þá hefur hann ný-
verið hlotið mikið lof fyrir frammi-
stöðu sína í tveimur kvikmyndum
leikstjórans Davids Cronenbergs, A
History of Violence og Eastern
Promises, en Mortensen var til-
nefndur til Óskarsverðlauna í fyrra
fyrir þá síðarnefndu.
Hinn dansk-bandaríski Morten-
sen hefur á síðustu árum orðið einn
hinna svonefndu Íslandsvina en
hann hefur í tvígang ferðast um
landið með syni sínum, sem nú er
tvítugur, og einu sinni kom hann
einn til að taka myndir og upplifa
kyrrðina. Í einni ferðinni sá hann yf-
irlitssýningu á verkum Georgs
Guðna í Listasafni Íslands, hitti
listamanninn fyrir tilviljun og málin
þróuðust þannig að skömmu síðar
hafði Mortensen gefið út veglega
bók um list íslenska málarans. Nú
segist hann í tvö ár hafa verið að
undirbúa þessa sýningu, Skovbo –
Skógarbæ eða skógarbúa – sem
verður opnuð í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur á laugardag.
Næstum fluttur til Færeyja
Fyrir einhverja tilviljun vildi svo
til að sýning Mortensen tekur við af
sýningu undirritaðs í safninu. Hann
hafði óskað eftir því að ég tæki ekki
niður fyrr en hann væri kominn og
við ræddum síðan saman á meðan
annar pakkaði niður í kassa en hinn
tók upp. Við undruðumst í raun
hvað við beindum oft sjónum að
sömu hlutum í umhverfinu og að við
notuðum báðir myndavélina til að
halda einskonar dagbók.
„Margir halda dagbók til að skrá
upplifanir sínar í lífinu og til að
gleyma ekki,“ segir Mortensen.
„Þetta verður að vana eins og ann-
að. Ég er með myndavél hérna í
skjóðunni og þótt ég hafi ekki notað
hana í dag, þá veiti ég samt frekar
eftirtekt formum og litum í um-
hverfinu en ef ég væri ekki með
hana. Hverju sem er í raun. Í hvert
sinn sem ég hef farið út á svalir hér
á safninu í dag,“ – hann fer út til að
reykja vindlinga sem hann vefur
sjálfur – „þá tók ég eftir því að him-
inninn og ljósið höfðu breyst. Það er
eitt af því sem ég kann svo vel að
meta á Íslandi, að aðstæðurnar eru
alltaf að breytast. Það gerir kvik-
myndagerð eflaust erfiða hér, þess-
ar sífelldu breytingar hljóta að gera
kvikmyndatökumenn brjálaða,“ seg-
ir hann og brosir. „Þetta var svipað
á Nýja-Sjálandi. Þegar við unnum
að Hringadróttinssögu þar tók ég
mikið af myndum. Eins er það í
Færeyjum, þar breytist veðrið í sí-
fellu.“ Hann heldur áfram að
dásama Færeyjar og segir að einu
sinni hafi hann bara verið hárs-
breidd frá því að setjast þar að.
Ljósmyndum Viggo Mortensen
má lýsa sem ljóðrænum; stundum er
fókusinn grunnur, mikið um hreyf-
ingu, birta lekur stundum inn á film-
urnar og skapar undarleg áhrif.
„Það eru engin takmörk fyrir því
hvað listamaður getur gert,“ segir
hann. „Og tré eru áhugaverð! Í
myndum mínum eru ótrúlega oft
tré. Ég fór að hugsa betur um það
þegar mér var boðið að sýna hérna
og í fyrra tók ég mikið af myndum
af trjám hvar sem ég var og ég ferð-
aðist mikið. Mér þótti það ágæt hug-
mynd að koma með tré til Íslands –
það er ekki svo mikið af þeim hér!
Ég hef mikið myndað með Leica-
og Hasselblad-myndavélum en í
fyrra ákvað ég að nota líka einnota
myndavélar. Þær munu vera horfn-
ar innan skamms af markaði þannig
að það var um að gera að nota tæki-
færið og leika sér með þær á annan
hátt. Oft lýsi ég myndirnar lengi,
tek beint upp í sólina, ýmislegt
óvænt gerist þegar ljósið fer gegn-
um þessar óskýru plastlinsur.
Myndirnar verða öðruvísi. Stundum
henti ég vélunum í jörðina til að losa
linsuna svolítið, þá gerðust áhuga-
verðir hlutir. Síðan skoðar maður
filmurnar og velur úr. Ég hef
ákveðna sýn á það hvernig útkoman
á að vera.“
Allir í sínum draumaheimi
– Maður finnur fyrir ljóðskáldinu
í mörgum myndanna.
„Það hljómar vel.“ Hann hlær
dillandi hlátri. Í bókum sínum stillir
Mortensen gjarnan upp ljós-
myndum og ljóðum eftir sig og önn-
ur skáld. Á veggi Ljósmyndasafns-
ins hyggst hann einnig setja valin
ljóð, meðal annars eftir Gyrði Elías-
son og Þóru Jónsdóttur, auk tilvitn-
ana í eigin ljóð, Emersons og Hams-
uns svo einhverjir séu nefndir.
„Þetta eru ljóð sem ég dregst að
og svona skrifa ég sjálfur. Þetta er
allt útkoma úr löngu ferli, ég hef
lengi verið að skrifa, mála og
mynda. Stundum sé ég eitthvað,
eins og dautt dádýr við veginn,
stoppa bílinn, stíg út og reyni að
finna rétta sjónarhornið. Oftar
mynda ég samt á örskotsstundu, læt
stýrast af einhverskonar þjálfaðri
tilfinningu eða stíl. Þú segir mynd-
irnar ljóðrænar, það finnst mér allt í
lagi, en ég veit ekki af hverju þær
eru svona, þetta er bara byggt á
minni reynslu og hvernig mér finnst
áhugavert að horfa á heiminn.
En veistu, það horfir enginn á
heiminn eins og hann er í raun. Allir
horfa á heiminn eins og þeir vilja sjá
hann. Þegar á reynir eru allir í sín-
um „draumaheimi“ – enda gætum
við orðið brjáluð á að hugsa um
heiminn eins og hann er í raun.“
Þarna talar af sannfæringu maður
sem starfar í svokallaðri Drauma-
verksmiðju kvikmyndanna. Hann
heldur áfram. „Þessu má snúa upp á
ljósmyndun og segja að það sem ég
mynda sé raunverulegt. En ef ég og
þú myndum sama hlutinn, þá yrðu
sjónarhornin ólík, menn eru alltaf að
túlka og umbreyta því sem þeir sjá.“
Ferðalög fyrirbyggja styrjaldir
– Margar myndanna þinna bera
staðarnöfn og það sést að þótt þú
flakkir um heiminn þá er upplifunin
ætíð jafn persónuleg.
„Það gerir öllum gott að ferðast.
Sérstaklega er það gott fyrir börn
að ferðast um heiminn; það er góð
leið til að fyrirbyggja styrjaldir. Ef
þú hefur verið í ókunnugu landi sem
barn og kynnst fólki, þá verður erf-
iðara að sannfæra þig um það síðar
að það sé í lagi að varpa sprengju á
landið. Ferðalög snúast um upplifun
og að tengjast fólki. Ég elska að
ferðast, verð aldrei þreyttur á því –
þótt maður verði stundum þreyttur
líkamlega.“ Og Mortensen stynur
svolítið, þreytulega en kíminn, enda
ekki nema vika síðan tökum lauk á
mynd gerðri eftir hinni umtöluðu
sögu Cormacs McCarthy, The Road,
í leikstjórn Johns Hillcoat, þar sem
hann er í aðalhlutverki. Síðasta árið
lék hann í tveimur myndum til, Go-
od í leikstjórn Vicente Amorim, og
Appaloosa í leikstjórn Ed Harris.
Mortensen segir þrjár kvikmyndir,
með nauðsynlegum undirbúningi og
kynningu eftir á, vera fullmikið af
hinu góða og talar áfram um þreytu
og segir það þreyta sig mest að vera
neyddur til að gera eitthvað, eins og
að eiga samskipti sem trufla aðra
krefjandi hluti skapandi listamanns,
eins og að kynna kvikmyndir.
– Þú átt við að tala við fólk eins og
mig?
Nú glottir hann. „Kynningarhlut-
inn getur tekið lengri tíma en sjálfar
tökurnar. En ég er ánægður ef ég
fæ bara nokkrar mínútur fyrir sjálf-
an mig á hverjum degi, ég er miklu
afslappaðri ef ég fæ að ráða tíma
mínum að einhverju leyti sjálfur.
Það er ein ástæðnanna fyrir því
hvað mér líður vel hérna. Þegar sýn-
ingin verður opnuð á laugardag mun
ég njóta þess að hitta fólk og spjalla,
enda er alltaf gaman að fá viðbrögð
við verkum sínum. Ég hlakka mikið
til þess. En þegar sýningin hefur
verið opnuð ætla ég að leigja bíl og
láta mig hverfa út á land í nokkra
daga. Ég hlakka líka til þess.
Síðast þegar ég var hérna var ég
búinn að vinna lengi og mikið.
Georg Guðni var ekki heima og ég
ók beint út á land, þetta var í júlí og
ég ók og myndaði í tvo sólarhringa,
svaf nánast ekkert. Það var frá-
bært.“
Svona frægð endist ekki lengi
Kvöldið nálgast, við göngum út í
bæinn og setjumst inn á kaffihús.
Ég spyr Mortensen að því hvort
frægðin sem fylgdi Hringadrótt-
inssögu hafi ekki breytt lífi hans.
„Jú,“ segir hann, „fólk tekur
stundum eftir manni úti á götu en
það skiptir ekki svo miklu máli á Ís-
landi eða í Danmörku. Fólk er
venjulega kurteist og leyfir manni
að vera í friði. Svo eru aðrir staðir
sem ég hef búið á, eins og Argentína
og Spánn þar sem fólk getur verið
algjörlega brjálað.“ Hann hlær og
hristir höfuðið. „Það getur þó verið
skemmtilegt, á vissan hátt.
Svona frægð endist sem betur fer
ekki lengi. Ég hef líka verið heppinn
á síðustu árum og leikið í myndum
sem fólk kann að meta en missir sig
samt ekki yfir.
Draumur um frægð var ekki það
sem fékk mig til að fara út í kvik-
myndaleik í upphafi, heldur draum-
ur um að segja sögur. Auðvitað er
gaman þegar fólk segist vera ánægt
með það hvernig maður stendur sig,
rétt eins og manni þykir betra að
fólki líki við ljósmyndirnar heldur
en að því þyki þær hræðilegar. Ég
hef egó eins og aðrir en það þýðir
ekki að maður óski eftir athygli eins
og við sem lékum í Hringadrótt-
inssögu hlutum.
Athygli heimsins dofnar fljótt,
nema að þú gerir í því að halda þér í
sviðsljósinu, en það þýðir líka að þú
sért alltaf í mest áberandi kvik-
myndunum. Kvikmyndir eru víð-
feðmur heimur, maður gæti verið
bara í honum og endalaust verið að
læra en ég vil gera fleira. Nú bíða
mín nokkrar bækur eftir aðra sem
ég þarf að setja saman og gefa út.“
– Velgengnin í kvikmyndunum
hlýtur að hjálpa til við að láta hina
draumana rætast, eins og að fjár-
magna útgáfuna.
„Ég hef verið heppinn í lífinu. En
það er spurning hvernig maður
vinnur úr því. Ég er alltaf að reyna
að læra og nota mér þær aðstæður
sem skapast, vera í sambandi við
fólkið í kringum mig – og það er svo
áhugavert og gefandi að vinna að
listsköpun.“
Þegar við göngum út af kaffihús-
inu svífur að okkur maður með blað
í hendinni. Ég býst við að hann ætli
að biðja Viggo Mortensen um eig-
inhandaráritun - en þá vill hann
bara fá okkur auglýsingu fyrir súlu-
staðinn við hliðina.
„Þarna sérðu,“ segir Viggo Mor-
tensen hlægjandi, „Það eru allir svo
kurteisir á Íslandi.“
Fjöllistamaðurinn Viggo Mortensen opnar sýningu á ljósmyndum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag
Dreymir um að segja sögur
Morgunblaðið/Einar Falur
Endurreisnarmaður „Það eru engin takmörk fyrir því hvað listamaður getur gert,“ segir hinn dansk-bandaríski
Viggo Mortensen. Hann vann að upphengingu verka sinna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í gær.