Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 19 Virðing Réttlæti Þeir sem fá greidd laun skv. kjarasamningi VR og SA eiga rétt á orlofsuppbót að upphæð 18.400 kr. miðað við fullt starf, annars miðað við starfstíma og starfshlutfall á orlofsárinu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt samningi VR og FÍS fá nú einnig greidda orlofsuppbót sem nemur 18.400 kr. en fá greitt hlutfalls- lega fyrir tímabilið 1. janúar –30. apríl 2008, þar sem þeir hafa þegar fengið hluta af orlofsuppbótargreiðslu með síðustu desemberuppbót. Orlofsuppbótina á að greiða við upphaf orlofstöku og í síðasta lagi 1. júní. Nánar á www.vr.is Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda? Gleðilegt sumar! F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS HJÁ Jónasi Viðar á Akureyri sýna nú systurnar Ingileif og Áslaug Thorlacius. Ingileif Thorlacius sýnir óhlut- bundnar vatnslitamyndir sem byggjast á markvissri stjórnun á til- viljanakenndu litaflæði, eðliseig- inleikar litar og pappírs skapa verk- in undir öruggri handleiðslu listakonunnar. Myndirnar eru ekki sérlega frumlegar, til þess standa þær of nálægt td. feikisterkum myndverkum Bernd Koberling sem sýnt hefur þó nokkuð hér á landi á síðustu árum. Einnig má hugsa til vatnslitaverka Margrétar Blöndal, og yfirhöfuð til þeirrar löngu hefðar sem skapast hefur í vinnu með flæði lita. Myndir Ingileifar eru þó ágæt- lega unnar og sannfærandi sem slík- ar, en bæta ekki miklu við það sem sést hefur áður. Áslaug sýnir hér myndir af Esj- unni, að hluta til kannski undir áhrif- um frá hefðbundinni kínverskri landslagslist. Hér lætur Áslaug lit- inn leka og skapa tauma sem aftur mynda línur í fjallinu. Kallast þannig á í verkum þeirra systra sú aðferð að láta litinn sjálfan að hluta til ráða ferðinni. Málverkin tvö af Esjunni sem eru stærstu verkin á sýningunni eru um leið hennar veikasti hlekkur, þau eru síður gædd því lífi sem er að finna í lífrænum formum og litamynstri annarra verka. Heildarmyndin er því nokkuð brokkgeng á ekki stærri sýningu en þetta. Yfir flestum verkanna er þó léttleiki og leikur með efni og liti sem gefur tilraunakenndan blæ við hæfi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson List Mynd úr Gallerí Jónasar Viðar, frá sýningu Thorlaciussystra, vatns- litamynd eftir Ingileif (t.v.) og olíumynd eftir Áslaugu. Litir, pappír og fjöll MYNDLIST Gallerí Jónas Viðar Til 6. júní. Opið fös. og lau. frá kl. 13–18. Aðgangur ókeypis. Áslaug Thorlacius og Ingileif Thorlacius bbnnn Ragna Sigurðardóttir una enda eldgömul heimspekileg hefð að samsama kon- ur náttúrunni. Verk Ólafar má vissulega sjá í því ljósi um leið og áherslan á lífsverkið sjálft er ekki undirokað hugmyndinni um dauðann sem þau endanlegu endalok sem allt líf stefnir að. Málverkin og teikningarnar virðast vísa til mjög við- tekinna hugmynda samtímans um „eyðingu, frjósemi og endurnýjun lífsins“. Það er eins og það vanti einhvern herslumun bæði hvað varðar hugmyndina um viðfangs- efnið og útfærsluna til að verkin nái áhugaverðri sam- ræðu við samtímann. Í þeim leynast þó mjög áhuga- verðir myndrænir sprotar sem gætu blómstrað við rétt skilyrði.“ SÝNING Ólafar Oddgeirsdóttur bæjarlistamanns Mos- fellsbæjar 2007 í Listasal bæjarins inniheldur olíu- málverk og blýantsteikningar þar sem viðfangsefnið er samspil manns og náttúru. Ólöf túlkar þetta samspil með því að vísa annars vegar í manngerð útsaums- og vefnaðarmynstur sem eiga fyrirmyndir í náttúrunni og hins vegar þau „lífrænu form náttúrunnar, trjágreinar, æðar, frjó og aldin sem háð eru reglum og mynstri til viðhalds og þroska.“ Í mörgum verkanna má sjá vísanir í reitaðan útsaum þar sem samhverfir fuglar egg og blóm leika stórt hlut- verk og munstrið minnir á veggfóður. Hin lífrænu form eru oftast sveigð í samskonar samhverf munstur en þar taka jurtamyndirnar og jafnvel reitaskiptingin sjálf á sig líkindi innviða hins holdlega líkama og æxlunarfæra hans. Ekki er laust við að þessi útfærsla minni á stíl og hugmyndafræði Art Nouveau-stefnunnar sem var áber- andi á heimsvísu í byrjun síðustu aldar. Breytt viðhorf okkar til náttúrunnar gefa þeim þó allt annað inntak því við upplifum náttúruna ekki á sama hátt og þá. Hinn upphafni óhugnaður, hvatvísi og óreiða sem Baudelaire eignaði náttúrunni (og konunni) er hér fag- urgerður í regluverk sem vísar í regluverk hennar sjálfrar með allt öðrum skírskotunum en fyrir hundrað árum. Eitt af verkefnum kvennabaráttunnar hefur verið að endurskilgreina hugmyndir okkar og tengsl við náttúr- Frjósemi og endurnýjun lífsins Lífræn form „Ekki er laust við að þessi útfærsla minni á stíl og hugmyndafræði Art Nouveau stefnunnar,“ segir meðal annars í dómi. MYNDLIST Listasalur Mosfellsbæjar Sýningin stendur til 5. júlí. Opið virka daga kl. 12-19 og laug- ardaga kl. 12-15 Ólöf Oddgeirsdóttir – Vefir – málverk/teikningar bbbmn Þóra Þórisdóttir EKKI er hægt að segja annað en að veggir Reykja- vík Art Gallery á Skúlagötu 28 iði af lífi um þessar mundir. Þar sýnir Ómar Stefánsson hátt á fjórða tug málverka. Ríkulegur fant- asíu- og frásagnarheimur Ómars er spunninn úr alls kyns táknum og tilvísunum í mannkynssöguna, lista- söguna, trúarbrögð, goð- sagnir og myndasögur – oft á ádeilukenndan og gró- teskan hátt. Myndbygging verkanna einkennist af tjáningarríkri hreyfingu, hröðum dráttum og laus- lega afmörkuðum formum. Myndirnar hafa margar hverjar yfir sér kómískan heimsendablæ, svo sem hin velheppnaða Fjöldasjálfsmorð í frí- höfninni sem nýtur sín ágætlega á sérvegg. Þar skapar listamaðurinn dýpt með byggingarfræðilegum þátt- um líkt og í verkum nr. 8 og 9 þar sem ógnvekjandi heimurinn, í fortíð og nútíð, virðist á hverfandi hveli. Í þessum verkum sjást áhrif frá þýskum listamönnum sem kenndir eru við ný-expressjónisma. Í öðrum verkum er myndrýmið grynnra, svo sem í verki nr. 7 þar sem ormlaga skrímsli engjast um myndflötinn líkt og í ýmsum öðrum verkum Óm- ars, en þau leiða hugann að sumum myndum Errós. Röð grafíkverka er unnin í sam- starfi við Bjarna Þórarinsson og Guðmund Odd Magnússon. Þar sést jafnvægi í myndhugsun sem fer furðu vel saman við „villt“ vinnubrögð Ómars. Í þrykkmynd- unum er þeim teflt gegn sam- hverfum vísiblómum Bjarna í lukkulegri harmóníu þegar best lætur. Þá er litameðferðin skarpari en í málverkunum. Í verki nr. 33, Vinnuborð, eins konar sjónrænu gnægtaborði, ber minna á sviðsetningu en í öðrum verkum. Það hefur myndast á löngum tíma og er þar að finna ótal- mörg smáatriði sem tengjast „fundnum hlutum“, samklippi eða collage, myndasögum, kúbisma, súrrealisma, popplist og vís- indaskáldskap. Verkið þyrfti þó á meira rými að halda til að njóta sín sem skyldi. Raunar á þetta við um flest verk sýningarinnar, sökum þess expressjóníska sprengikrafts sem einkennir þau. Hinn mikli fjöldi verka dregur úr áhrifamætti einstakra verka sem og sýning- arinnar í heild. Gnægtaborð MYNDLIST Reykjavík Art Gallery Til 8. júní 2008. Opið þri.-su. kl. 14-20. Ókeypis aðgangur. Ómar Stefánsson Anna Jóa Morgunblaðið/Golli Sprengikraftur „Ríkulegur fantasíu- og frá- sagnarheimur Ómars er spunninn úr alls kyns táknum og tilvísunum“. ÓREIÐA í lífinu birtist áhorfendum á ýmsan hátt á ljósmyndasýningu Stígs Steinþórssonar „Óreiða“ í gall- eríi Fótógrafí á Skólavörðustíg. Hún sést t.d. í eyðandi áhrifum tímans í myndum af molnandi og sprungnum húsvegg, máðri málningu eða ryðg- uðu bárujárni. Hana má einnig greina í kaotískum vinnubrögðum listamanns á vinnustofu í röð ljós- mynda af útslettum vaski sem verð- ur með tímanum æ umluktari máln- ingarslettum og ýmsu dóti. Er listin þá óreiða? Í ljósmyndum Stígs birtist listin sem tæki til að ná utan um óreiðuna; myndgera hana, skilgreina og setja í skipulagt kerfi. Þetta endurspeglast einna skýrast í ljósmyndum af safni gamalla, fallegra smáhluta – sem eru eins og minnisvarðar eða brot úr óljósri, óreiðukenndri fortíð. Skipu- lagið birtist í því hvernig hlutunum er stillt upp til ljósmyndunar og á einni myndinni er mununum raðað til sýnis í eins konar borðskúffu. Úrvinnsla Stígs úr óreiðuhugtak- inu er á léttum nótum; hér er um að ræða sjónrænt grípandi myndir með frásagnarlegu ívafi. Myndræn óreiða Á léttum nótum Grípandi myndir með frásagnarlegu ívafi. Anna Jóa MYNDLIST Fótógrafí Til 6. júní 2008. Opið 12-18 virka daga og 10-16 um helgar. Aðgangur ókeypis. Óreiða – Stígur Steinþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: