Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bjástrandi karlar og konur íöðrum hverjum garði eröruggt merki þess aðsumarið sé handan við hornið. Hvort sem viðfangsefni þeirra er að uppræta mosann í flöt- inni eða koma rækt í blómabeðin er ekki verra að hafa góð ráð frá reyndum garðyrkjumanni uppi í erminni. Hafsteinn Hafliðason garðyrkju- fræðingur segir mosa sjaldnast þurfa að vera stórt vandamál. „Yf- irleitt kemur hann ekki nema það sé mjög skuggsælt á grasflötinni, hún mjög blaut eða lítið notuð,“ segir hann og mælir því með því að fólk sendi krakkana sína út á flöt í fót- bolta eða haldi veglega grillveislu tvisvar, þrisvar á sumri. „Sé mosavandamálið hins vegar til staðar er gott að byrja á því að krafsa mosann upp úr túninu með mosatætara eða hrífu. Síðan er bor- inn grasáburður eða jafnvel mosa- eyðir á flötina en í því síðarnefnda er einnig áburður fyrir grasið.“ Aðspurður segir Hafsteinn að til- búni áburðurinn sé í sjálfu sér hálf- gert eitur. „Hann er búinn til á kemískan hátt í verksmiðjum og er bæði orkufrekur og umhverfisfjand- samlegur. Vilji fólk forðast slík efni má nota lífrænan áburð, s.s. fiski- mjöl eða hænsnaskít, í staðinn. Svo er gott að vökva yfir með Maxicrop, sem er fljótandi, lífrænn þörunga- kyns jarðvegur er þar fyrir. „Í gróf- um dráttum má skipta honum í þrennt,“ segir hann. „Í fyrsta lagi getur verið algjör mýrarjarðvegur í beðunum þar sem hvorki er að finna sand eða steina heldur eingöngu mold. Honum er þægilegt að koma í ræktun því þá þarf einfaldlega að stinga beðið upp, fjarlægja grasið og bera í lífrænan áburð. Síðan má setja í hann svolítið kalk og jafnvel tilbúinn áburð ef fólk vill.“ Mælt er með því að fólk fái leiðbeiningar hjá sölufólki um magn áburðar sem setja á í tiltekna stærð af beði. „Í öðru lagi getur verið holta- jarðvegur á lóðinni,“ heldur Haf- steinn áfram. „Hann er að finna á mörgum nýrri byggingarsvæðum þar sem verið er að taka gömul lyngholt og klapparholt í gagnið. Ef til stendur að nota þá mold sem þar er þarf að bæta einhverjum líf- rænum efnum við jarðveginn, s.s. moltu. Viðbótin þarf að vera um 15- 20 prósent af jarðveginum þegar upp er staðið.“ Sendinn jarðvegur er þriðja teg- undin sem Hafsteinn nefnir. „Sé jarðvegurinn nánast bara sandur þarf í rauninni lítið annað að gera en að brosa og setja niður fræ og það kemur allt saman upp. Kannski má sletta svolitlum hrossaskít, kúa- mykju eða nokkrum hjólbörum af mold í beðin en annars er sandurinn mjög góður sem jarðvegur fyrir gróður.“ Hafsteinn bætir því við að séu menn ekki með stóra lóð geti borg- að sig að kaupa einfaldlega malaða og hreinsaða mold í hlössum til að setja í beð, ekki síst í nýjum görðum „Allur jarðvegur sem fluttur er á byggingarsvæði er yfirleitt bara efni í mold og hann verður ekki að ræktunarmold fyrr en búið er að rækta eitthvað í honum í eitt eða tvö ár.“ ben@mbl.is Fallegar flatir og blómstrandi beð Morgunblaðið/Sverrir Mosinn Iðandi fjör á flötinni, s.s. krakkaskari í fótbolta, vinnur gegn því að mosinn nái undirtökunum á túninu. Moldin Það þarf að huga að jarðveginum eigi blóm og annar gróður að spretta vel. Sé jarðvegurinn nán- ast bara sandur þarf í rauninni lítið annað að gera en að brosa... Mosinn er mjúkur og dásamlegur … þar sem hann á heima. Fæstir kæra sig þó um hann í eigin garði. Hins vegar eru litfagrar plöntur aufúsugestir í beðum garðeigenda en þá þarf líka að huga að jarðveginum. Berg- þóra Njála Guðmunds- dóttir stakk sér á bóla- kaf í mold og mosa. Garðyrkjufræðingurinn Hafsteinn Hafliðason á ýmis nytsamleg ráð uppi í erminni. www. gardurinn.is www.torf.is www.blomaval.is www.gardheimar.is áburður sem hefur gefið mjög góða raun. Sé flötin gloppótt eftir að búið er að krafsa mosann upp má svo sá fræi í sárin.“ Hafsteinn bætir því við að sé flöt- in stinn og þurr og slegin reglulega, s.s. á tíu daga fresti yfir sumarið og notuð þess á milli, eigi mosi ekki að vera vandamál. „Ég mæli eindregið með því að fólk raki flötina eftir slátt. Margar nýrri sláttuvélar eru þannig að þær mala grasið fint í því skyni að skilja það eftir en það hentar ekki í okkar loftslagi. Grasið á þá til að súrna og fúlna sem veldur því að grasflötin verður miklu svampkenndari en ella og þá á mos- inn auðveldara uppdráttar. Á hinn bóginn eru til sláttuvélar sem ryk- suga upp slægjuna og þær eru fínar. Þá má jarðgera slægjuna, blanda henni saman við fínan sand og nota hana til að laga ójöfnur í flötinni.“ Sé verið að leggja nýja flöt með grasþökum mælir Hafsteinn hik- laust með því að nota um 10-5 cm þykkan púða af fíngerðum sandi undir þökurnar. Með því móti verð- ur flötin stinnari og þolir álag betur. Þrjár megingerðir jarðvegs Ekki dugir að huga bara að fal- legri flöt heldur vilja beðin í garð- inum einnig sína athygli. Þá er lyk- ilatriði að huga vel að jarðveginum sem blómum, matjurtum og trjá- gróðri er ætlað að spretta úr. Hafsteinn segir undirbúning beða fyrst og fremst fara eftir því hvers Fjarðarkaup Gildir 29. maí-31. maí verð nú verð áður mælie. verð Hamborgarar m/brauði, 4x80 g .. 398 496 398 kr. pk. Nautahakk 1.fl. ísl. .................... 998 1298 998 kr. kg Nautafile úr kjötborði ................. 2.298 2.998 2.298 kr. kg Lambafile úr kjötborði ................ 2.598 2.998 2.598 kr. kg Ferskur kjúklingur 1/1................ 539 899 539 kr. kg Ali Spare ribs ............................ 994 1.235 994 kr. kg Ali mexico hnakki úrb. ................ 1.409 1.879 1.409 kr. kg Fjallalambs sítrónulæri............... 1.590 1.872 1.590 kr. kg Nóatún Gildir 29. maí-1. jún verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns þurrkr. lambalæri.......... 1.199 1.798 1.199 kr. kg Nóatúns toscana grillpylsur ........ 839 1.198 839 kr. kg Nóatúns mossarella grillpylsur .... 839 1.198 839 kr. kg Nóatúns ostafylltar grillpylsur...... 839 1.198 839 kr. kg Matfugl kjúklingap., Las Vegas .... 2.099 3.499 2.099 kr. kg Matfugl kjúklingap., Gyros .......... 2.099 3.499 2.099 kr. kg Lúða í franskri aspassósu ........... 1.698 2.398 1.698 kr. kg Steinbítsspjót mexicomarinering . 339 398 339 kr. stk. Ungnautaborgari, 90 g ............... 79 139 877 kr. kg Meistara kryddkaka ................... 379 539 379 kr. stk. Krónan Gildir 29. maí-1. jún verð nú verð áður mælie. verð Krónu lambagrillsneiðar læri ....... 1.389 1.998 1.389 kr. kg Krónu kryddaðar grísakótelettur .. 1.289 1867 1.289 kr. kg Rose kjúklingabr. danskar 900 g. 1.198 1.498 1.331 kr. kg Goða hrásalat ........................... 149 229 425 kr. kg Goða kartöflusalat ..................... 189 269 540 kr. kg Ungnautaborgari, 120 g ............. 398 558 3.316 kr. kg Ungnautaborgari, 175 g ............. 298 468 1.702 kr. kg Krónu kjúklingabringur Mediter ... 1.679 2.799 1.679 kr. kg Baquette snittubrauð ................. 69 119 314 kr. kg Maarud flögur, 3 teg. ................. 279 335 1.594 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 29. maí-1. jún verð nú verð áður mælie. verð Goði grísarif BBQ ....................... 998 1.436 998 kr. kg Kjötborð nautahakk ................... 898 1.294 898 kr. kg Goði lambalæri, sagað ............... 999 1.242 999 kr. kg Gourmet lambalæri, villikryddað . 1.389 1.989 1.389 kr. kg Goði grillpylsur toscana.............. 899 1.209 899 kr. kg SS kryddl. svínakótelettur ........... 1.429 1.788 1.429 kr. kg Ísfugl kalkúnabollur, steiktar ....... 869 1.088 869 kr. kg Egils Tuborg Grön, léttöl 500 ml .. 69 99 138 kr. ltr Fanta appelsín, 2 ltr................... 99 199 49 kr. ltr Tómatar .................................... 187 369 187 kr. kg Þín Verslun Gildir 29. maí-4. jún verð nú verð áður mælie. verð Myllu jöklabrauð, 7 sneiðar ........ 179 254 179 kr. pk. Galbani parmesan, 200 g .......... 829 998 4.145 kr. kg Burtons Toffypops, 150 g ........... 135 165 900 kr. kg Haribo barbecue sykurp., 300 g.. 269 398 897 kr. kg Veetee hrísgrjón, 4 teg. .............. 239 298 239 kr. pk. Nóa karamellusprengjur 150 g ... 129 169 860 kr. kg Champion sveskjur, st.lau. 340 g 229 295 674 kr. kg Vilko vöffluduft, 500 g................ 379 429 758 kr. kg Rúbín kaffi rauður 500 g ............ 519 569 1.038 kr. kg Kingsford grillkol, 4,08 kg........... 519 689 128 kr. kg helgartilboðin Steinbítur og parmesan börnum hjá litríkumblómum en á kvöldin grípur hann rómantíkin og hann nýtur þess að sitja undir berum himni meðan bjart kvöldið breytist í bjarta nótt. Ekki er verra ef hann fær félaga sinn með og getur kannski smellt á hann kossi þegar eng- inn sér til. x x x Vorið er samtgrimmur árstími. Fölir landsmenn hafa þreyð veturinn og margir halda að með vorinu verði allt gott og allar áhyggjur á bak og burt. En þegar vorið svo kemur breytist kannski fátt annað en liturinn á and- litinu. Hjónabandið enn jafn valt og vinnan jafn erfið. Stemmning vorsins hefur þau áhrif á Víkverja að hann fyllist óþægilegri tilfinningu, næstum eins og brjóst hans sé að springa. En Víkverji þekkir nú inn á þetta og veit sem er að þó að allt verði grænt og sólin sjáist meira er það ekki lausn við öllum heimsins vanda og hvað þá lítilfjörlegum vanda- málum Víkverja. Víkverji lætur sér því hvergi bregða þó að lífsvöknun vorsins hafi kannski öfug áhrif á hann sjálfan eða hans nánustu. Víkverji er einn afþeim sem láta árs- tíðir ekki ráða lund sinni ef hann mögulega kemst hjá því. Þannig fer vetrarveður ekki fyrir brjóstið á Víkverja þó að hann verði stund- um dálítið pikkaður þegar veðurguðirnir ákveða að hafa enda- laust haust, með til- heyrandi gráum himni og rigningu. Víkverja finnst fátt fallegra en snævi þakin Reykjavíkurborg og eftir að hann fékk sér nagladekk undir hjólið sitt kemst hann allra sinna ferða án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Og fátt er betra á köldu vetrarkvöldi en að sitja undir teppi í einu af hlýjum húsum Íslands og drekka te. x x x Þegar vorar fyllist Víkverji stór-aukinni orku og stundum finnst honum að hann sé sólin sjálf og þurfi hreinlega aldrei að setjast niður. Í stað tedrykkjunnar fær Víkverji sér rósavín eða litríkan kokteil og nýtur þess að sitja á bekk í einhverjum hinna fallegu almenningsgarða borg- arinnar. Á daginn fylgist hann með litlum     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: