Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 25
Reuters Reichstag-byggingin Hús neðri deildar þýska þingsins í Berlín vekur jafn- an athygli ferðamanna enda bæði glæsilegt og mikilvægt í sögunni. Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson FRÁ því greinarhöfundur fluttist til Berlínar hefur hann verið nokkuð ið- inn við að sýna þeim sem sótt hafa hann heim fjölbreytileika borg- arinnar og komist að því að það er best á tveim jafnfljótum. Þeir sem vilja kynnast sögu Berl- ínar og menjum og treysta sér í um fjögurra tíma langan göngutúr ættu að kynna sér Berlin Walks. Um er að ræða fyrirtæki sem, líkt og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í göngu- ferðum um borgina og raunar ekki bara um Berlín því einnig býðst að labba um hina sögulega merku staði Potsdam og Sachsenhausen, þótt upplifunin sé líkast til ánægjulegri á fyrrnefnda staðnum. Sachsenhausen þjónaði nefnilega hlutverki einangr- unarbúða á tímum Þriðja ríkisins. Talandi um Þriðja ríkið þá býðst einmitt göngutúr sem tekur á téðu tímabili; þátttakendur hafa meira að segja möguleika á því að standa þar sem neðanjarðarbyrgi Hitlers var. Og það verður að segjast eins og er að Þjóðverjar flíka ekki beinlínis þessari arfleifð sinni, þótt þeir fari heldur ekki í grafgötur með hana. Er þetta því nokkuð gott tækifæri til að kynna sér þessa myrku tíma í þýskri sögu. Fyrir utan þessa túra eru einnig í boði ferðir sem taka á sögu gyðinga í borginni sem og nýjum arkitektúr. Hvað síðarnefnda sviðið varðar er af nógu að taka, enda eiga allir helstu arkitektar samtímans byggingar í borginni. Nægir þar að nefna einn þann frægasta Norman Foster, sem hannaði nýja kúpulinn á Reichstag. Þar að auki er hægt að taka al- mennan túr um borgina þar sem horft er til helstu bygginga og sögu- legra atvika sem áttu sér stað innan hennar. Nægir þar til dæmis að nefna skiptingu borgarinnar í austur og vestur, tímabil Prússakonunganna og uppgang og fall nasismans. Einnig er svo sýnt hvar Marlene Dietrich var uppgötvuð og hvar Albert Einstein kenndi svo fátt eitt sé nefnt. Áhugaverðasti túrinn er þó ef til vill sá sem fjallar um njósnir á tímum kalda stríðsins. Berlín var enda suðu- punktur njósna og svika meðan kalda stríðið stóð sem hæst. Gengið um götur Berlínarborgar Ljósmynd/Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Nálin Sjónvarpsturninn á Alexand- erplatz sem var eitt helsta kennileiti Austur-Berlínar. Á www.berlinwalks.com er að finna allar upplýsingar um verð og hvar byrjunarpunktur hvers túrs er. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 25 Það er alltaf gaman að fá óvenju- legar gjafir. Ég frétti af einni slíkri á dögunum; vinir drengs sem var að ljúka skóla hér á Akureyri voru greinilega staðráðnir í að færa hon- um eitthvað sem enginn gleymdi í bráð – og gáfu honum lítinn, sætan grís!    Vinahópurinn fór út að skemmta sér um kvöldið og sagan var þannig, þegar hún barst mér til eyrna, að svínið unga hefði fengið að fara með niður í bæ en fór að vísu snemma heim. Og síðast þegar fréttist hélt grísinn til á lóðinni heima hjá einum þeirra …    Sumarið er löngu komið til höf- uðstaðar Norðurlands, eins og lög og dagatöl gera ráð fyrir. „Lygamæl- irinn“ á Ráðhústorginu sýndi 15 stig þegar ég var þar skömmu fyrir klukkan ellefu á þriðjudaginn, fór fljótlega í 16 á meðan ég staldraði við og small svo í 17 þegar ég keyrði framhjá stuttu síðar.    Ekkert lát verður á blíðunni á næst- unni, skilst mér á veðuráhugamönn- um. Akureyrskir verslunarmenn eru vonandi vel birgir af sólarvörn og viftum.    Stúlknakór Akureyrarkirkju fer í tónleikaferð til Þýskalands í næsta mánuði og heldur þar tónleika í til- efni af 1000 ára afmæli kirkju í Bochum auk þess að halda nokkra sjálfstæða tónleika.    Kórinn hitar upp fyrir Þýskalands- ferðina með tónleikum í Akureyr- arkirkju á sunnudaginn kl. 16. Þar mun kórinn m.a. syngja valda kafla úr Gloríu eftir Antonio Vivaldi, djassmessu eftir Bob Chilcott og norræna kórtónlist. Einsöngvari er Sigrún Arna Arngrímsdóttir. Að- gangur er ókeypis    Kynning á lokaverkefnum til BS- prófs í hjúkrunarfræði og iðjuþjálf- unarfræði við Háskólann á Akureyri verður í hádeginu á morgun í stofu L201 á Sólborg. Meðal verkefna eru Að gefa gæðastund: Upplifun og reynsla sjálfboðaliða Rauða krossins af heimsóknarvinaþjónustu á öldr- unarstofnunum og Ég ímynda mér að þær áhyggjur sem ég hef séu eðli- legar: Rannsókn á áhyggjum kvenna á meðgöngu.    Hvanndalsbræður verða með út- gáfutónleika á Græna hattinum í kvöld og á morgun. Þeir hefja leik kl. 21.30. Nýja platan, Knúsumst um stund, kemur út strax eftir helgi.    Hátíðisdagur verður hjá unnendum verslana á morgun því þá verða opn- aðar margar nýjar verslanir á Gler- ártorgi, og um helgina verður haldið upp á stækkun miðstöðvarinnar með margvíslegri skemmtidagskrá.    Boðið verður upp á einleikinn Alveg brilljant skilnaður sem gestasýningu hjá LA um helgina. Fyrsta sýning er í kvöld, ein á morgun og tvær á laug- ardaginn. Það er Edda Björgvins- dóttir sem leikur eina hlutverkið.    Stefnt er að því að Akureyringar sjái nýja sjóflugvél Arngríms Jó- hannssonar á sunnudaginn. Hann ætlar að lenda á Pollinum síðdegis og taka þannig þátt í sjómannnadeg- inum. Addú sótti vélina til Banda- ríkjanna og var einhvers staðar á leiðinni síðast þegar fréttist … AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sól og hiti Fjöldi fólks naut lífsins í Sundlaug Akureyrar í gærdag. MIKILVÆGI snertingar hefur nú enn verið staðfest með kanadískri rannsókn sem sagt er frá á vefmiðli BBC. Rannsóknin var gerð á fyr- irburum sem fæddust yngstir eftir aðeins 28 vikna meðgöngu. Í ljós kom að líkamleg snerting foreldra þeirra dró úr streitunni sem skapast vegna sársaukafullrar meðferðar sem margir fyrirburar þurfa að gangast undir. Þetta er tal- ið geta flýtt fyrir því að þeir nái fullri heilsu. Snertingin er ekki aðeins talin bæta heilsu þeirra heldur hefur hún einnig mikið að segja um tengsla- myndun, sem er mikilvæg á fyrstu mánuðum barnsins, sérstaklega hjá fyrirburum sem eru að ná fullum styrk. Hingað til hafa sumir haldið því fram að fyrirburar væru ekki nægilega þroskaðir til að snertingin skipti einhverju máli, en nú hefur hið gagnstæða sem sagt komið í ljós. Fyrirburar þurfa knús Reuters Agnarsmá Snertingin er svona litlum krílum bráðnauðsynleg. Dagskrá: Kl. 15.00 Setning ráðstefnunnar: Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Fyrirlestrar: 1. Um Heklu og hegðun hennar - eitt og annað úr gossögunni. Guðrún Larsen, jarðfræðingur Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 2. Bergfræði Heklu Guðrún Sverrisdóttir jarðfræðingur Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Kl 16.15. Kaffihlé. 3. Vöktun Heklu og undanfari Heklugosa Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 4. Sigurður Þórarinsson "Maðurinn og Heklu- rannsóknir hans" Sigurður Steinþórsson prófessor, Háskóla Íslands. Kl. 18.00. Hlé. Kl. 19.00. Móttaka í boði Heklusetursins. Kl 20.00. Kvöldverður og dagskrá helguð dr. Sigurði Þórarinssyni og textagerð hans. Hekluráðstefna haldin í Heklusetrinu Leirubakka 31. maí 2008. Tileinkuð Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi. Matreiðslumeistarar Heklusetursins á Leirubakka bjóða upp á 4ra rétta hátíðakvöldverð úr úrvals- hráefni af Landmannaafrétti; önd, lambasteik og sérstakan Heklueftirrétt. Sönghópurinn Góðir grannar úr Rangárþingi syngur ljóð Sigurðar Þórarinssonar og stýrir fjöldasöng. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur leikur á hljóðfæri. Halldór Ólafsson mun segja frá kynnum sínum af dr. Sigurði og ýmsum skemmtilegum minningum honum tengdar. Halldór var lengi tæknimaður hjá Norrænu eldfjallastöðinni og náinn samstarfsmaður Sigurðar Þórarinssonar um árabil. Dr. Sigurður Þórarinsson var eins og flestum er kunnugt þekktasti jarðfræðingur Íslands um sína daga, og eins voru söngtextar hans víðkunnir og eru enn sungnir hvar sem fólk kemur saman til að skemmta sér, eða hver þekkir ekki "Vorkvöld í Reykjavík", "Þórsmerkurljóð" eða þá "Að lífiuð sé skjálfandi lítið gras" svo aðeins örfá séu nefnd? Áætluð lok kvöldvökunnar kl 24.00. Gisting í boði á Hótel Leirubakka, rúta fer frá BSÍ kl. 13 og aftur til Reykjavíkur að kvöldvöku lokinni kl. 24. Skráning í síma 487 8700 og á bookings@leirubakki.is Heklusetrið Leirubakka, 851 Hella • Sími: 487 8700 • Heimasíða: www.leirubakki.is

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: