Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 145. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is RITSKOÐA HUGLEIK NÆSTUM ÞVÍ BARNASAGA OG STÆRSTA UPPLAGIÐ >> 46 EDDA LÍF OG HALLDÓR ERU Í FIMLEIKUM ÍSLANDSMEISTARAR >> 22 KÓNGUR OG DROTTNING FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SJÓMENNSKA hefur löngum verið eitt- hvert hættulegasta starf sem hægt er að stunda hér við land, svo tíð voru slys um borð og svo oft fórust skip. Á síðustu árum hefur slysunum fækkað og munar að sjálf- sögðu mest um fækkun banaslysa. Ástæðurnar eru margvíslegar, m.a. gjör- breytt fjarskipti, tilkynningarskylda, öruggari skip, breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu og á sjósókn, slysavarnir og breytt hugarfar meðal sjómanna. Á 20. öld fórust í sjóslysum og drukknuðu yfir 4.000 manns a.m.k., samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar. Þegar tók að hilla undir aldarlok voru sjóslysin enn algeng. Á árunum 1980-1989 urðu t.a.m. 128 banaslys á sjó sem samsvarar því að um 13 sjómenn hafi farist á hverju ári. Á árunum 1990-1999 voru banaslysin færri eða 68 sem þó er mik- ill fjöldi eða tæplega sjö á ári. Það sem af er þessum áratug hefur bana- slysum á sjó fækkað enn frekar og frá 2000 og til dagsins í dag hafa þau verið 21, um 2,5 á ári. Ekkert banaslys hefur orðið á sjó það sem af er þessu ári. Breytt sjósókn og slysavarnir Skýringarnar á færri banaslysum á sjó á undanförnum árum eru auðvitað marg- víslegar. Sjómönnum hefur fækkað mikið á þessu tímabili og sjósókn breyst, sem sést t.d. á því að skipum hefur fækkað til mikilla muna. Samkvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu voru 1.332 skip með leyfi til atvinnu- veiða í lok fiskveiðiársins 2006-2007 en tíu árum áður voru þau rúmlega 2.000. Um leið hefur þróunin orðið sú að fleiri sjómenn eru um hvert pláss. Tækniþróun í skipum og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, m.a. með afnámi sóknardagakerfisins, eiga stóran þátt í þessari fækkun. Skráðum slysum, öðrum en banaslysum, hefur einnig fækkað verulega, úr 450 að meðaltali á ári á níunda áratug síðustu aldar í 350 á ári á þessum áratug. Upplýsingar um fjölda starfandi sjómanna á síðustu árum lágu ekki á lausu í gær og því er ekki hægt að reikna út slysatíðnina en að sögn þeirra sem þekkja til hefur slysatíðnin minnkað. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, er ekki í vafa um að öflugar slysavarnir eigi ríkan þátt í þessum árangri. Þá hafi hugarfar sjómanna breyst, þeir leggi mun meiri áherslu á ör- yggi og segi upp plássinu ef öryggið er ekki nægilegt. Morgunblaðið/RAX Bjargað Enginn fórst þegar Steindór GK strandaði við Krýsuvíkurbjarg árið 1991. Færri banaslys á sjó Enginn hefur farist við sjósókn á þessu ári Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EKKI verður lagt fram frumvarp um eftirlaun ráðamanna á þessu vori en formenn allra stjórn- málaflokkanna á Alþingi munu vinna sameig- inlega að lagabreytingum. Þetta tilkynnti Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær og sagði alla formenn hafa tekið vel í að vera þátt- takendur í slíkri vinnu. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra sagði breytingar á eft- irlaunalögum lúta að því að bæta fyrir mistök sem Alþingi gerði árið 2003 og að góðs viti væri að formennirnir tækju allir þátt í því enda hefði málið átt upptök hjá þeim á sínum tíma. „Þess vegna tel ég að þetta sé farsæl lending og vona að við getum öll sammælst um það að lagfæra eftirlaunalögin,“ sagði Ingibjörg. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði þetta vera ömurlega tilraun til kattarþvottar. Mánuðum saman hefði verið leg- ið á frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur, vara- þingmanns Samfylkingar, sem fæli í sér afnám sérréttinda alþingismanna, embættismanna og ráðherra. „Þessu er ég fylgjandi,“ sagði Ög- mundur og kallaði eftir atkvæðagreiðslu um frumvarp Valgerðar. Sagðist Ögmundur myndu flytja breytingartillögu við hið boðaða frumvarp þegar það kæmi fram því hann væri viss um að þetta væri tilraun til að blekkja þjóðina. Stenst áætlun um þingfrestun? Áætluð þingfrestun er í dag en alls óljóst var í gærkvöldi hvort sú áætlun næði fram að ganga og vel á þriðja tug mála var enn á dagskrá. Ljóst er að matvælafrumvarpið mun bíða til haustsins en margir hafa óskað eftir lengri tíma til að skoða það. Vinstri græn eru meirihlutanum óþægastur ljár í þúfu þegar kemur að því að semja um hvaða mál fara í gegn en flokkurinn leggst harðlega gegn sjúkratryggingafrum- varpinu og framhaldsskólafrumvarpinu. Þingmenn ætla að sitja yfir eftirlaunafrumvarpi í sumar  Formenn stjórnmálaflokkanna vinna sameiginlegar tillögur til breytinga á eftirlaunalögum  Ömurlegur kattarþvottur, segir Ögmundur Jónasson Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN » Lög um eftirlaun æðstu embættismannavoru samþykkt á Alþingi árið 2003 og hafa verið mjög umdeild síðan. » Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu,lagði fram frumvarp til breytinga á þeim í vetur en það nær ekki fram að ganga. ÍSLENSKA kvennalandsliðið held- ur sínu striki í undankeppni Evr- ópumóts landsliða eftir 4:0-sigur gegn Serbíu á útivelli í gær. Mar- grét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk og það fyrra eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt og Katrín Ómarsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þremur mín- útum eftir að hún kom inn á sem varamaður í 37 stiga hita í Kraquj- evac. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 12 stig að loknum fimm leikj- um en Frakkar eru efstir með 18 stig eftir sjö leiki. Ísland á þrjá leiki eftir og með sigri í næstu tveimur heimaleikjum í júní er lið- ið komið í þá stöðu að leika úrslita- leik um sæti á EM í Finnlandi á næsta ári. Sá leikur verður gegn Frökkum á útivelli. | ÍþróttirLjósmynd/Aleksandr Djorovic Stelpurnar eru í stuði Ísland á enn möguleika á úrslitakeppni EM eftir 4:0-sigur í Serbíu OECD og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) spá því að heimsmarkaðsverð á matvælum muni haldast hátt næsta áratuginn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem stofnanirnar hafa unnið að og áætlað er að verði birt í dag. Skýrsluhöfundar gera hins vegar ráð fyrir að verðið muni lækka nokkuð eftir 2017. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef Reuters-fréttastofunnar. Segir í fréttinni að hin nýja skýrsla OECD og FAO sé lítil huggun fyrir fátækustu lönd heims, sem hafi orðið illa fyrir barðinu á hækkun matvælaverðs að undanförnu, svo sem á hrísgrjónum. Það sama eigi reyndar einnig við um mörg önnur ríki, þar sem stjórnvöld keppist við að halda verðbólgu í skefjum, sem sé víða drifin áfram af hækkun matvælaverðs. Þá kemur fram að skýrsluhöfundar gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir matvælum muni halda áfram að aukast í heiminum fram til ársins 2017. Er því spáð að verð á ýmsum algengum mat- vælategundum muni hækka um 35-65% á þessum tíma. | Viðskipti OECD spáir háu mat- vælaverði næstu 10 ár Sumarið er komið og Sýrði rjóminn er ótrúlega svalur og til í grill! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 7 2 6 Magnaðar stundir í leikhúsinu Killer Joe >> 44 Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: