Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ICELANDAIR hefur tekið í notkun þriðju Boeing 757-þotu sína eftir gagngerar breytingar á innrétt- ingum hennar og tæknibúnaði fyrir farþega, en stefnt er að því að öll- um flugvélunum sem félagið notar í áætlunarflugi til og frá landinu verði breytt fyrir lok ársins. Í breytingunni felst að sett eru ný leðursæti í vélarnar, sætabil er auk- ið og afþreyingarkerfi er fyrir hvern og einn farþega. Jafnframt er gerð breyting á annarri þjónustu Icelandair og viðmóti. Meðal ann- ars verða kynntir nýir einkenn- isbúningar á árinu, samstarf við ís- lenska tónlistarmenn, nýjungar í veitingum um borð og ýmislegt fleira tengt landi og þjóð. Allir farþegar hafa í sæti sínu að- gang að snertiskjá þar sem þeim bjóðast afþreyingarmöguleikar. Þriðja breytta þotan í flug BLÍÐAN undanfarna daga kemur sér vel fyrir kornbændur, en sökum kulda og bleytu var sáning korns með seinni skipunum. Veðurguð- irnir hafa bætt það upp nú síðustu daga með sólskini og hlýindum. Sprettan er komin vel af stað og horfir bærilega með uppskeruna, segir á heimasíðu kúabænda. Talsvert meira land hefur verið brotið til kornræktar í vor en und- anfarin ár. Er það ekki að undra í ljósi gríðarlegra hækkana á korn- verði sem gerir innlenda ræktun mun ábatasamari nú en áður. Kornspretta fer vel af stað MÁLÞING verður haldið í Kenn- araháskóla Íslands í dag, 29. maí, kl. 13-17, um menntun kennara. Á málþinginu verður rætt um þróun kennarastarfsins í ljósi samfélags- breytinga og menntun kennara til framtíðar. Meginmarkmið með málþinginu er að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila leik-, grunn- og framhaldsskóla um áherslur í kenn- aranámi út frá þörfum hvers skóla- stigs. Málþingið er opið og þátttak- endum að kostnaðarlausu. Enn er hægt að skrá sig á www.khi.is Menntun á tímamótum SUMARÁÆTLUN Strætó bs. tekur gildi 1. júní og gildir til 23. ágúst. Ýmsar breytingar líta dagsins ljós með nýju áætluninni. Meðal annars verður tíðni á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15 breytt. Tíðni þessara leiða hefur verið með 15 mínútna millibili í vetur en verður 30 mín- útur í sumar. Breytingarnar eru kynntar á strætó.is og með tilkynningum á öllum helstu bið- og skiptistöðvum sem og í öllum vögnum. Sumaráætlun hjá Strætó Morgunblaðið/Kristinn STUTT HAGDEILD ASÍ sendi í gær frá sér mjög dökka spá um þróunina í efnahagslífinu næstu tvö árin. Nú bendir flest til harkalegrar lending- ar, að mati sérfræðinga sambands- ins. „Heimilin eru þegar farin að draga saman seglin í kjölfar geng- isfalls og mikillar verðbólgu og við blasir mikill samdráttur á íbúða- markaði og í atvinnuvegafjárfesting- um. Hagsveiflan endar því með hefðbundnum hætti: gengisfalli, mikilli verðbólgu, samdrætti í at- vinnu og minnkandi kaupmætti,“ segir í skýrslu hagdeildarinnar sem kynnt var á fréttamannafundi í gær. Líkur eru á að kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna að meðaltali muni dragast töluvert saman á þessu og næsta ári. Síðan muni hægja á sam- drættinum. Kom fram að seinast lækkaði kaupmátturinn á milli ára 1992-93. Spá áfram mjög háum vöxtum Heimilin munu draga úr neyslu á næstu þremur árum. Ástæðurnar eru minnkandi kaupmáttur, vaxandi greiðslubyrði lána og versnandi að- gengi að lánsfé. Fjárfestingar drag- ast saman á næstu árum. Mestur verður samdrátturinn í fjárfesting- um atvinnuveganna en einnig dreg- ur verulega úr fjárfestingum í íbúð- arhúsnæði. Fjárfestingar á vegum hins opinbera aukast hins vegar, einkum á yfirstandandi ári, sam- kvæmt spánni. „Við sjáum vexti geysilega háa og að þeir muni ekki lækka mjög mikið og við sjáum fram á mikla verðbólgu út allt spátímabilið,“ sagði Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Á móti þessum neikvæðu horfum gerir hagdeildin ráð fyrir að í ár verði þó áfram ágætis hagvöxtur. Hagkerfið leiti nýs jafnvægis þar sem krónan er veik, vaxtastig hátt og verðbólga mikil. Verðbólgan mældist tæp 12% í apríl og horfur eru á að hún aukist ennfrekar þegar líður á árið. Hún hjaðnar nokkuð undir lok ársins en verður þó mikil út spátímabilið. Spáin gerir ráð fyrir að verðbólga verði 11,1% á þessu ári, 7% á næsta ári og 5,5% á árinu 2010. Atvinnu- leysi mun aukast, verða 1,5% í ár en fara upp í 2,2% á næsta ári og ná há- marki á árinu 2010 þegar spáð er 3,6% atvinnuleysi. Stýrivaxtaspáin gerir ráð fyrir að þeir verði 15,5% í ár og haldist háir næstu tvö ár eða 12,6% á árinu 2009 og 13,2% á árinu 2010. Hagvöxtur verður 2,4% á þessu ári en samdráttur á næstu tveimur árum eða 1,7% á árinu 2009 og aðeins 0,2% hagvöxtur á árinu 2010 gangi spáin eftir. Í umfjöllun um samdráttinn á íbúðamarkaði kemur fram að hag- deild ASÍ spáir því að raunvirði hús- næðis muni lækka um 20-25% á næstu þremur árum. Forsendur samninga bresta í febrúar Gríðarlega miklar breytingar verða á hag heimilanna í landinu að sögn Ólafs Darra. ,,Heimilin þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum,“ sagði hann. Helstu forsendur hag- spárinnar eru að hafist verði handa við byggingu nýs álvers í Helguvík og að þær framkvæmdir hefjist af krafti á síðari hluta þessa árs. Áfram er gert ráð fyrir aðhalds- samri peningamálastefnu og að stýrivextir verði háir út spátímabil- ið. Þá eru nú líkur taldar á að for- sendur nýgerðra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum bresti í febrúar á næsta ári. Harkaleg lending með auknu atvinnuleysi Morgunblaðið/Arnaldur Samdráttur á íbúðamarkaði Hagdeild Alþýðusambands Íslands spáir því að raunvirði húsnæðis muni lækka um 20-25% á næstu þremur árum. 7% verðbólga 2009 og kaup- máttur minnkar milli ára í fyrsta skipti frá 1993 SÍÐUSTU ár hafa ráðstöf- unartekjur heimilanna ekki hrokkið fyrir neyslu þeirra, hvað þá að þær hafi staðið undir heild- arútgjöldunum. Skuldirnar hafa því hlaðist upp. Í lok síðasta árs voru skuldir heimilanna um 226% af ráðstöfunartekjum að með- altali. Í hagspá ASÍ kemur fram að ef litið er á skuldir hjóna og sam- býlisfólks er hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum þeirra hærra meðal þeirra sem yngri eru en í öðrum aldurshópum. Meðal ein- hleypra virðist áhætta vegna mikilla skulda vera mest í tekju- hæstu hópunum. Þar er hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum frekar hátt og hefur aukist mikið síðustu ár. „Þrátt fyrir að með- alheimilið geti e.t.v. staðið af sér efnahagslegt áfall þá mun það veitast öðrum erfitt,“ segir í skýrslu ASÍ. Skuldir hlaðast upp                                    ! " # # $ $ $ $ $ $ $ $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: