Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
EINS og kunnugt er lenti bandaríska geimfarið Fönix á plánetunni Mars
skömmu fyrir miðnætti á sunnudag. Lendingin gekk vel og þrátt fyrir sam-
skiptaörðugleika á þriðjudag eru vísindamenn NASA-geimferðastofnunar-
innar hæstánægðir með framgang áætlunarinnar.
Myndin sýnir ameríska fánann og mynddisk á þilfari geimfarsins sem
inniheldur skilaboð til vísindamanna er kynnu að heimsækja plánetuna í
framtíðinni. Þar er að finna vísindaskáldsögur og list skapaða undir áhrif-
um frá plánetunni Mars, auk nafna hundraða þúsunda jarðarbúa.
Reuters
Skilaboð á Mars
MIKIL stöðnun er á húsnæðismark-
aði í Danmörku eins og víðar en nú á
að reyna að hleypa nýju lífi í hann
með innflutningi á tilbúnum húsum
eða húseiningum. Eiga þau að verða
verulega ódýrari en sambærilegt
íbúðarhúsnæði í Danmörku nú.
Það er Kuben-samsteypan, sem
stendur fyrir þessu, en húsin verða
flutt inn frá Lettlandi, Eistlandi,
Póllandi, Úkraínu og Þýskalandi. Í
fyrsta áfanga á að reisa mörg hundr-
uð þessara húsa í Ørestad og Glost-
rup og verðið verður um tveir þriðju
af verði samsvarandi húss eða íbúðar
á Kaupmannahafnarsvæðinu. Kom
þetta fram á fréttavef Jyllands-Post-
en í gær.
Henrik Enegaard Skaanderup,
framkvæmdastjóri Kuben, segir, að
verðið verði lágt vegna þess, að allur
tilkostnaður við smíðina sé mjög lítill
í Austur-Evrópu en Kuben ætlar að
koma á fót verksmiðju í Ventspils í
Lettlandi í samvinnu við norska
byggingarfyrirtækið HBSI. Á það að
framleiða 400 tilbúnar íbúðir árlega
fyrir danska og norska markaðinn.
Boða fjöldaframleiðslu
á ódýrum raðhúsum
Danska byggingasamsteypan
NCC er einnig með á prjónunum að
reisa hundruð raðhúsa og hún lofar
því, að verðið verði það lægsta, sem
sést hafi í langan tíma. Lykillinn að
því er fjöldaframleiðsla en húsin
verða öll nákvæmlega eins. Verða
fyrstu raðhúsin reist við Hillerød og
Næstved.
Steen Winther-Petersen, formað-
ur í félagi danskra fasteignasala,
segir, að gangi þessar áætlanir eftir
og takist vel, muni það verða til að
lækka íbúðaverð almennt, sérstak-
lega þar sem þessi hús verða reist. Á
hinn bóginn muni það auðvelda
mörgum að eignast húsnæði og fast-
eignasalar geti ekki verið annað en
ánægðir með það.
Danir
flytja inn
ódýr hús
Á að hleypa lífi í
húsnæðismarkaðinn
GORDON Brown, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær, að heims-
byggðin öll horfðist í augu við olíu-
kreppu og við henni væri aðeins
unnt að bregðast með sameinuðu
átaki allra ríkja. Sagði hann, að
áætlanir um það ættu að vera meg-
inefni G8-fundar helstu iðnríkjanna
í Japan í júlí.
Brown segir í grein í dagblaðinu
The Guardian, að viðbrögð við því
neyðarástandi, sem er í olíumálun-
um, verði brýnasta verkefnið um
ófyrirsjáanlegan tíma enda engin
einföld lausn til. Mikilvægast sé nú
að nýta sem best aðra orkugjafa til
að draga úr olíunotkun og einnig að
koma á meira samstarfi milli olíu-
framleiðenda og neytenda.
John Hutton, viðskiptaráðherra
Bretlands, tilkynnti í gær, að
vinnsla væri að hefjast á tveimur
nýjum svæðum í Norðursjó en búist
er við, að þau muni gefa af sér
50.000 olíuföt á dag. Þar að auki
stendur til að nýta svæði, sem talin
hafa verið óarðbær hingað til, og
eiga þau að gefa 20.000 föt daglega.
Þessi fyrirhugaða
viðbót mun þó
engu breyta um
olíukreppuna.
Breskir vöru-
bílstjórar hafa í
nokkra daga
mótmælt háu ol-
íuverði og segja
þeir, að það sé
einfaldlega að
gera út af við atvinnugreinina. Var
því haldið fram í breskum fjölmiðl-
um í gær, að Brown og ríkisstjórnin
myndu líklega falla frá fyrirhug-
uðum vegskatti og sagt er, að allir
„grænu skattarnir“, sem svo eru
kallaðir, séu nú í endurskoðun.
Erfiðleikar vegna hins háa olíu-
verðs fara vaxandi og vörubílstjórar
í Frakklandi og sjómenn þar í landi
og á Spáni hafa verið með mikil
mótmæli. Ráðamenn innan Evrópu-
sambandsins hafa hins vegar lítt
tekið undir þá tillögu Nicolas
Sarkozys, forseta Frakklands, að
virðisaukaskattur á olíu verði lækk-
aður.
Olíukreppan er
alheimsvandi
Verður líklega meginefni G8-fundar
helstu iðnríkjanna í Japan í júlí
Gordon Brown
EHUD Barak, varnarmálaráð-
herra Ísraels, krafðist þess í gær,
að Ehud Olmert forsætisráðherra
segði af sér vegna þeirrar rann-
sóknar, sem nú fer fram á meintri
spillingu hans. Að öðrum kosti
yrði að efna til nýrra kosninga.
Barak, sem er leiðtogi ísraelska
Verkamannaflokksins, sagði, að
sér stæði á sama með hvaða hætti
Olmert færi frá en það yrði hann
að gera. Ef flokkur hans, Kadima,
tæki ekki af skarið í þessu efni og
beitti sér fyrir myndun nýrrar
stjórnar, yrði að fara að huga að
nýjum kosningum.
Barak sagði þetta eftir að
bandarískur fjármálamaður upp-
lýsti fyrir rétti í Jerúsalem, að
hann hefði stutt Olmert með
reiðufé og afhent honum það í
umslögum að hans ósk. Tals-
maður Olmerts sagði í gær, að
forsætisráðherrann ætlaði ekki að
segja af sér en Verkamannaflokk-
urinn með sína 17 þingmenn hef-
ur framtíð stjórnarinnar í hendi
sér.
Krefst þess að Olmert fari
frá sem forsætisráðherra
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRNLAGAÞING Nepals afnam
í gær 240 ára gamalt konungdæmi
og stofnaði lýðveldi. Þar með lauk
valdatíma konunga, sem voru „ann-
aðhvort of ungir, óhæfir, vitfirrtir
eða allt þetta þrennt“, eins og nep-
alski rithöfundurinn Manjushree
Thapa orðaði það.
Afnám konungdæmisins er mikill
sigur fyrir maóista sem hófu upp-
reisn árið 1996 og urðu stærsti
flokkur landsins í kosningum sem
efnt var til í síðasta mánuði sam-
kvæmt friðarsamningi frá 2006.
Leiðtogi maóistanna, Prachanda,
er nú öflugasti stjórnmálamaður
landsins og fer að öllum líkindum
fyrir næstu ríkisstjórn. Prachanda
hefur sagt að sigur flokksins og af-
nám konungdæmisins sé til marks
um „viðreisn kommúnismans í heim-
inum“. Hann hefur þó lagt áherslu á
að hann hyggist ekki afnema fjöl-
flokkalýðræðið.
Þótt Prachanda hafi átt í erf-
iðleikum með að losa sig við ímynd
miskunnarlausa stríðsherrans telja
margir að hann sé rétti maðurinn til
að endurreisa landið eftir borg-
arastríð sem kostaði yfir 13.000
manns lífið.
Maóistar fengu 220 sæti af 601 í
þingkosningunum í síðasta mánuði,
helmingi fleiri en Nepalski kon-
gressflokkurinn sem margir höfðu
spáð sigri.
Prachanda heitir réttu nafni
Pushpa Kamal Dahal og er 53 ára
gamall. Hann er kominn af fátækum
bændum og segir að örbirgðin, sem
hann kynntist í sveitum landsins,
hafi orðið til þess að hann einsetti
sér að láta til sín taka í stjórnmál-
unum. Áhugi hans á stjórnmálunum
glæddist í kommúnistahreyfingum
sem stofnaðar voru í Nepal seint á
sjöunda áratugnum eftir Mahendra
konungur bannaði alla stjórn-
málaflokka.
Menningarbyltingin í Kína, kenn-
ingar Maós Zedongs og uppreisn-
arhreyfingin Skínandi stígur í Perú
höfðu mikil áhrif á Prachanda. Hann
barðist aldrei sjálfur en stjórnaði
hernaði maóista og byggði upp öfl-
ugar uppreisnarsveitir sem náðu
stórum svæðum á sitt vald. Hug-
myndafræði maósta höfðaði sterkt
til fátækra Nepala, kvenna og þjóð-
ernisminnihluta en hreyfingin sætti
einnig gagnrýni mannréttinda-
hreyfinga fyrir morð, mannrán og
kúgun á yfirráðasvæðum sínum.
Margir saklausir íbúar voru drepnir
vegna gruns um að þeir væru njósn-
arar. Prachanda hefur átt erfitt með
að losa sig við ímynd stríðsherrans,
einkum vegna þess að ungir maó-
istar eru enn sakaðir um að beita
andstæðinga sína ofbeldi og kúga fé
af fólki.
!"
#
$ % & '
()*+ !"# $%& '&()
, +*+, -
"
+
+ -"#%$*)
./
.(#*
/ /##
.(#
0 # (((
% %
0 / (((
% /
0
"
(1 2 /##
1
"
/##
03 (((
#%0
% 4
/ (
5 2 # (((
(2 /##
2
"
1
0&$ (# % % (6
$% $ % 7
/ .(# ' &
/ 87-9 (8( %#,/ (&
,& % (, :(2/% #3 &,& , ;& ; /%%; - %6 <(#%
% % .(#(:%(&$ ,(#(-% 0%# (((
% = ( (
9 (
(((
$3
0"$(# !
" !
345678 #; 2 0
% %(#, $ % >
/"$
3655 /%? ; $
,("#(-$ % %
; $; / %(7 9$:,$
,("#(-$ ':$%
? >"## (# 9 %$%
/ %&-
385 ( ((>
,% (#, $%
386@2(# (# 9 (-
/( (#9 /
3899A3%; % %/98
4 / % %#9;$
3898@2(#% %
( & 8
((,% ( $
385 4 / % %
3 $ (# 9 - ,
384 % % /98
/ #9;$;:/% % 388 / % % ,
3 ;$(# 9 - ,%
38854 9(# 9,%%(
2 /% $(#2 % % 3 / 9 (2#
,:$%( 8 / % 8
,& % (>
, :(2/%
=2 / ; $ % %
9=2 / #9(.
"$(; /8.#7;& $3 /
/ -%( 9(#
5 % % ((#;:/
= ( / ; $
,("#(-$ % /# $
,$ ( ;$%( >
40# 9 ,
9(# (:/%% $ , % /"$,#(
64 9(# %$%(#"(#
,% /( (&( % %
Fagnar „viðreisn
kommúnismans“