Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 23
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur
gudrunhulda@mbl.is
Þetta var stórkostleg ferðen svolítið sérstök,“ segirÖrn Sigurðsson, skrif-stofustjóri Umhverfis- og
samgöngusviðs Reykjavíkurborgar,
sem skellti sér ásamt konu sinni
Ásu Ástmundsdóttur á portú-
gölsku eyjuna Madeira síðastliðna
páska á vegum Gestamóttökunnar.
„Við vissum ekki mikið um eyj-
una áður en við komum. Ég hafði
heyrt um rómaða fegurð hennar
hjá breskum forstjóra sem ég hitti
fyrir mörgum árum. Hann fór
þangað á hverju ári,“ heldur hann
áfram og bætir við að hann sé
miklu meira en sammála sínum
gamla vini. „Madeira kom mér
mjög á óvart. Eyjan er ekki nema
á stærð við Reykjanesskaga og
hún er í raun aðeins eitt fjall sem
klofið er í miðjunni. Undirlendi þar
er ekkert nema örlítið svæði þar
sem höfuðborgin Funchal stendur,
annars er hún bara fjöll sem
ganga fram í sjó.“
Þægilegar gönguferðir
Madeira er staðsett lítið eitt
norðar en Kanaríeyjar í Atlants-
hafi. Íbúafjöldi er um 300 þúsund
og að sögn Arnar er sagt að
tvenns konar veðurfar sé á eyj-
unni, sunnanmegin sé alltaf sól og
blíða en norðanmegin rigning. „Við
fengum að finna fyrir því einn dag-
inn þegar við keyrðum norður fyr-
ir og lentum í haugarigningu. Síð-
an keyrðum við suður í sólskinið.“
Ferðinni var stillt upp sem
göngu- og afslöppunarferð og boð-
ið var upp á dagskrá á hverjum
degi og meðal annars gengið með-
fram hinu fræga áveitukerfi Ma-
deirabúa – Levada – sem er um
2.900 km langt og veitir vatni um
alla eyjuna. Hann segir gönguleiðir
meðfram Levada hafa notið vin-
sælda hjá ferðamönnum und-
anfarin ár. „Göngurnar voru mjög
þægilegar og reyndu lítið á líkam-
ann þar sem búið er að ganga
þannig frá stígunum að gengið er
á jafnsléttu allan tímann.“ Gengið
var um 10-12 kílómetra á dag.
Eins og Eden
„Landslagið er sérstakt, ekki
síst vegna þess hvernig Madei-
rabúar hafa aðlagað sig umhverf-
isaðstæðum. Blómskrúð eyjunnar
er afskaplega mikið. Þar vaxa
blóm villt og á víðavangi sem við
eigum erfitt með að rækta á Ís-
landi, enda er Madeira oft kölluð
Blómaeyjan,“ segir Örn sem bætir
við að um þessar mundir standi yf-
ir árleg blómahátíð sem sé fjölsótt
af ferðafólki og blómaáhugamönn-
um.
„Það kom mér á óvart hvað þeir
rækta mikið og fjölbreytt úrval
ávaxta og vína. Máltæki á eyjunni
segir víst að þar sem bananar
þroskist vel sé góður staður að búa
á og það eru bananar úti um allt á
eyjunni,“ segir Örn og bætir við að
maturinn sem þeim hafi verið boð-
ið upp á hafi staðist væntingar.
„Madeiramenn eru snillingar er
kemur að fiski.“
Ljósmynd/Örn Sigurðsson
Mikilfenglegt Náttúra og byggð spila saman á sérstakan hátt á Madeira.
Þéttbýlt Þrjúhundruð þúsund manns búa á Madeira.
Einstakt gönguferðalag
Kátur Örn sagði gönguferðina ólíka öðrum ferðum sem hann hefur farið.
Grænt og fagurt Göngurnar meðfram Levada voru ljúfar.
„Landslagið er sér-
stakt, ekki síst vegna
þess hvernig
Madeirabúar hafa að-
lagað sig umhverfis-
aðstæðum.“
ferðalög
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 23
LAGADEILD HR
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
NÝJAR ÁHERSLUR – MARKVISST NÁM – MEIRI MÖGULEIKAR
Við lagadeild HR er í boði metnaðarfullt og nútímalegt laganám, sem miðar að því að
útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar og í fremstu röð á sínu sviði.
Hlutverk lagadeildar HR er að skapa og miðla þekkingu í umhverfi sem hvetur til frum-
kvæðis, gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða og auka þannig lífsgæði og
samkeppnishæfni í samfélaginu.
Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til
skipulags námsins, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda á
öllum námsstigum.
Grunnnámið tekur 3 ár og að því loknu gefst nemendum kostur á 2ja ára framhaldsnámi til
meistaraprófs í lögfræði.