Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 11
FRÉTTIR
Á FYRSTA fundi nýrrar stjórnar
Varmársamtakanna í Mosfellsbæ í
fyrradag var embættum skipað
þannig að Gunnlaugur B. Ólafsson,
fyrrverandi varaformaður, var kos-
inn formaður samtakanna, Sigrún
Pálsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri,
var kosin varaformaður. Kolfinna
Baldvinsdóttir er nýr ritari, Ólafur
Ragnarsson var kosinn gjaldkeri og
Páll Kristjánsson meðstjórnandi.
Kristín Pálsdóttir og Marta Guð-
jónsdóttir eru varamenn.
Aðeins Gunnlaugur og Sigrún
hafa áður setið í stjórninni en þau
hafa verið í stjórn samtakanna frá
stofnun þeirra árið 2006.
Leiðir Varm-
ársamtökin
SÍMASKRÁIN 2008 er komin út,
myndskreytt af Hugleiki Dagssyni.
Skráin hefur tekið nokkrum
breytingum frá síðasta ári. Meðal
annars hefur landsbyggðarhlut-
unum, sem eru sjö talsins, verið
breytt þannig að nú er nöfnum í
hverjum landshluta raðað í staf-
rófsröð, rétt eins og gert er á höf-
uðborgarsvæðinu.
Hugleikur hefur ekki einungis
teiknað forsíðumyndina heldur hef-
ur hann einnig teiknað myndasögu
sem nær yfir megnið af skránni.
Símaskráin er umhverfisvæn og
pappírinn sem í hana er notaður
kemur úr sjálfbærum skógum.
Símaskráin er nú prentuð í 200.000
eintaka upplagi og er 1.644 blað-
síður. Hvert eintak vegur um tvö
kíló.
Ritstjóri Símaskrárinnar er Guð-
rún María Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Myndskreytt
símaskrá
BJÖRN Bjarnarson, dóms- og
kirkjumálaráðherra, hefur sett
Hauk Guðmundsson, skrif-
stofustjóra í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, í embætti for-
stjóra Útlendingastofnunar á
meðan á fæðingarorlofi Hildar
Dungal, skipaðs forstjóra, stendur,
þ.e. frá 1. júní 2008 til 31. maí 2009.
Kristrún Kristinsdóttir, sem verið
hefur skrifstofustjóri í ráðuneytinu
með aðsetur í Brussel mun leysa
Hauk af í starfi skrifstofustjóra
einkamála- og borgarskrifstofu.
Nýr forstjóri
til bráðabirgða
KAFFIMEÐLÆTIÐ verður með
nokkuð óvenjulegum hætti á kaffi-
húsinu Hljómalind við Laugaveg á
morgun, föstudag, kl. 16-18. Þá
munu dansarar gefa fólki kost á því
að kaupa dans með kaffinu. Upp-
boðshaldari verður á staðnum og
verður hægt að bjóða í stutt dans-
atriði af ýmsum toga. Allir ættu að
geta fundið dans við sitt hæfi.
Það er Reykjavík Dance Festival
sem stendur fyrir kaffidansinum.
Reykjavík Dance Festival var fyrst
haldið árið 2002 og hefur frá upp-
hafi verið hvati að sköpun nýrra ís-
lenskra dansverka. Framtíð hátíð-
arinnar er nú í óvissu þar sem
fjárstyrkur við hátíðina hefur verið
óöruggur síðastliðin ár, segir í til-
kynningu.
Dans með
kaffinu
STUTT
HINN árlega álfasala SÁÁ fer nú
fram í 19. sinn og var það Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
sem keypti fyrsta álfinn.
Álfasalan er til styrktar unglinga-
deildinni á sjúkrahúsinu Vogi þar
sem milli 200 og 300 unglingar
koma árlega í vímuefnameðferð.
Vímuefnaneysla unglinga varðar
landsmenn alla. Það er dýrmætt
fyrir þjóðfélagið í heild sinni ef
tekst að koma í veg fyrir að þessi
hópur sem leitar til unglinadeild-
arinnar nær að hætta vímu-
efnaneyslu og halda áfram að
mennta sig og verða virkir þátttak-
endur á vinnumarkaði. Undir því er
lífshamingja þeirra komin og allra
þeirra nánustu. SÁÁ leggur áherslu
á að vinna heildstætt með fjöl-
skyldum ungmennanna og veita for-
eldrum þeirra fræðslu og stuðning,
segir í fréttatilkynningu.
Unglingadeildin á Vogi var tekin í
notkun snemma árs 2000. Með til-
komu deildarinnar var þjónusta við
vímuefnaneytendur á aldrinum14-19
ára stóraukin og bætt.
Til að berjast við vímuefnavandan
með áhrifaríkum hætti er leitað eft-
ir stuðningi frá almenningi um leið
og athygli er vakin á starfinu.
Álfasala SÁÁ hafin til
styrktar ungum fíklum
Morgunblaðið/Frikki
Gott málefni Álfurinn sómir sér vel á vinstri öxl Jóhönnu Sigurðardóttur.
vinbudin.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
33
16
1