Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Eftirlaunin bíða
Frumvarp um eftirlaun ráðamanna
verður ekki lagt fram á þessu vori.
Formenn allra stjórnmálaflokkanna á
Alþingi munu vinna sameiginlega að
lagabreytingum. » Forsíða
Dökk hagspá
Gert er ráð fyrir harkalegri lend-
ingu efnahagslífsins að mati sérfræð-
inga hagdeildar ASÍ í nýrri hagspá.
» 8
Elsti MR-stúdentinn
Gissur Ó. Erlingsson er einn eftir-
lifandi úr útskriftarhópi MR frá 1928
og jafnframt elstur núlifandi stúd-
enta frá MR. » 6
Konurnar sigursælar
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu vann Serbíu 4:0 á útivelli í
gær. Karlalandsliðið tapaði 0:1 í vin-
áttulandsleik gegn Wales á Laugar-
dalsvellinum. » Íþróttir
SKOÐANIR»
Staksteinar: Flokkur elítunnar
Forystugreinar: Launamunur |
Stefnumótandi ákvarðanir á sviði
myndlistar
Ljósvaki: Sykur-Dallas olli …
UMRÆÐAN»
Hvað verður um Fjölsmiðjuna?
Átak í menntunarmöguleikum …
Bjartar sumarnætur og Brahms
Efnisleg viðbrögð
Efla nýsköpun og skilvirkni
Krefst 1.900 þúsund króna í …
Aukin sókn í vanskilaupplýsingar
Spákaupmönnum kennt um margt
VIÐSKIPTI »
2 2
2 2
2 2 3 *4"# -' ")'*
5 '( ' '(""!" "
2
2 2 2
2
2
2 , 60 #
2
2
2 2 2 2
2
2 7899:;<
#=>;9<?5#@A?7
6:?:7:7899:;<
7B?#6"6;C?:
?8;#6"6;C?:
#D?#6"6;C?:
#1<##?!"E;:?6<
F:@:?#6="F>?
#7;
>1;:
5>?5<#1)#<=:9:
Heitast 16°C | Kaldast 8°C
Hæg austlæg eða
breytileg átt. Bjart-
viðri vestan til. Súld á
SA-landi. Skýjað en
þurrt norðaustan til. » 10
Þora Ísraelsmenn að
fá Björk Guðmunds-
dóttur í heimsókn?
Ekkert verður úr
því að Björk syngi í
Tel Aviv. » 47
TÓNLIST»
Björk ekki
til Ísraels
TÓNLIST »
Johansson, snilld eða
hörmung? » 44
Til stendur að
breyta fyrirkomu-
lagi Grímunnar
þannig að níu manna
valnefnd sjái um til-
nefningar. » 45
LEIKLIST»
Gríman sett
í nefnd?
LEIKLIST »
Á móti banni við
nektarmyndum. » 49
TÓNLIST»
Þjóðin er enn í
Evróvisjónstuði. » 48
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Winehouse notar bleyjur
2. Margrét Lára skoraði tvívegis …
3.Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
4. Íslendingur stunginn í …
Íslenska krónan veiktist um 0,2%
Á ESKIFIRÐI eru hjónin Berglind Ingvarsdóttir og
Sævar Guðjónsson alltaf að fá nýjar hugmyndir til að
auka við menningartengda ferðaþjónustu sína á Mjó-
eyri. Nýjast hjá þeim er að fá til afnota gamalt sjóhús
hjá Sjóminjasafni Austurlands. Þar ætla þau að sýna
forvitnilegar minjar úr sjósögu staðarins og bjóða inn
gestum. Berglind lét sig ekki muna um að setja ungt
barn þeirra Sævars á bakið og einhenda sér í smíða-
vinnu í góða veðrinu. Randulffs-sjóhús verður form-
lega opnað á Sjómannadaginn. | 21
Smíðar með barnið á bakinu
Ljósmynd/Helgi Garðarsson
DRAUMUR um
frægð var ekki
það sem fékk
mig til að fara út
í kvikmyndaleik,
heldur draumur
um að segja sög-
ur,“ segir dansk-
bandaríski lista-
maðurinn Viggo
Mortensen lít-
illátur. Hann er þó einkum kunnur
fyrir kvikmyndaleik; lék Aragorn,
konung manna, í kvikmyndunum
eftir Hringadróttinssögu, og var til-
nefndur til Óskarsverðlauna fyrir
Eastern Promises. Á laugardag
opnar Viggo Mortensen sýningu í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur. | 18
Mortensen sýn-
ir ljósmyndir
Viggo Mortensen
38 liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands hafa ekki fengið greitt fyrir
vinnu sína við tónleika þar sem Sgt.
Pepper’s-plata Bítlanna var flutt í
heild sinni í mars. Að sögn Björns
Th. Árnasonar, formanns og fram-
kvæmdastjóra FÍH, er málið nú
komið í hendur lögmanna, enda sé
frestur sem tónleikahaldaranum
Sigurði Kaiser var gefinn útrunninn.
Sigurður segir að kostnaður við
tónleikana hafi verið um 24 milljónir
króna, en tekjurnar aðeins um níu
milljónir, og því sé erfitt að brúa bil-
ið. Hann stefni þó að því að gera upp
við alla, þótt síðar verði. | 43
Fengu ekki greitt
fyrir Bítlana
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÉG hef alltaf fylgst vel með mynd-
listarheiminum og haft mikinn
áhuga á myndlist,“ segir Ólafur
Maríusson. Hann opnar í dag sína
fyrstu málverkasýningu í Safn-
aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, í
tengslum við afmælishátíð bæjarins.
Athygli vekur að listamaðurinn er
orðinn 86 ára.
Þegar Ólafur var 25 ára sótti hann
í tvö ár kvöldtíma í í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands hjá Kurt Zier
sem var yfirkennari skólans þá.
„Það er nú það sem ég hef lært í
þessu,“ bætir hann við. Ekki átti fyr-
ir Ólafi að liggja að helga sig mynd-
listinni á yngri árum. „Ég lagði þetta
alveg á hilluna þegar ég fór að vinna
mína vinnu,“ segir Ólafur, en þá
hafði hann stofnað fjölskyldu. „Ég
hafði bara ekki efni á að vera í
myndlistarstússinu,“ segir hann.
Ólafur stofnaði árið 1959 herra-
fataverslunina Herradeild P&Ó
ásamt æskuvini sínum Pétri Sig-
urðssyni. Verslunina starfræktu
þeir allt til ársins 1986. „Þá seldi ég
búðina og fór í framhaldinu að huga
að myndlistinni aftur. Svo hefur
þetta þróast í það að nú vilja allir
mínir kunningjar að ég haldi sýn-
ingu svo ég ákvað að gera það,“ seg-
ir Ólafur, en sýning hans ber yfir-
skriftina Álfur í hverju spori.
Verkin sem Ólafur sýnir eru flest
ljóðræn abstraktverk. „Svo er ég
með lítið horn á sýningunni sem eru
elstu myndirnar mínar, en þær eru
frá árinu 1949,“ segir hann.
Spurður hvernig það leggist í
hann að halda sína fyrstu sýningu
segist Ólafur ekki neita því að hann
sé dálítið kvíðinn. „Ég velti því
stundum fyrir mér hvort ég eigi
nokkurt erindi í þetta en það eru all-
ir að segja að ég eigi bara að drífa í
þessu,“ segir hann. Hann segir það
hafa verið heilmikla vinnu að koma
sýningunni upp, en hann hafi þó not-
ið dyggrar aðstoðar. „Sonur minn
hefur hjálpað mér sem og barnabarn
mitt, Óli Páll, útvarpsmaður. Hann
hefur hjálpað mér mikið við þetta.
Hann hefur haft mikinn áhuga á
þessu og vill að afi standi sig vel,“
segir Ólafur að lokum, en sýning
hans verður opnuð klukkan 18.
„Vill að afi standi sig“
Ólafur Maríusson opnar sína fyrstu myndlistarsýningu 86
ára Gaf sig að listinni eftir að hann hætti verslunarrekstri
Morgunblaðið/Frikki
Myndlistarmaður Verkin sem Ólafur sýnir eru flest ljóðræn abstraktverk.
STEINUNN Sig-
urðardóttir verð-
ur þess heiðurs
aðnjótandi að
hljóta hin virtu
sænsku Söder-
berg hönnunar-
verðlaun fyrst
fatahönnuða.
Verðlaunaféð er
tólf milljónir ís-
lenskra króna.
Hún hannar undir eigin merki en
hefur líka unnið með þekktum hönn-
uðum á borð við Tom Ford og Ralph
Lauren.
Steinunn þakkar prjónakennsl-
unni hjá ömmu sinni það að hönnun
hennar er frábrugðin því sem aðrir
hafa gert.
„Það er skringilegt að segja frá
því, en ég hanna öðruvísi en flestir.
Þegar þú prjónar byrjarðu með
þráðinn og býrð til þína áferð,“ segir
Steinunn. „Áferðin er það sem mér
finnst langskemmtilegast að vinna
með vegna þess að þá er ég að búa til
eitthvað nýtt í hvert skipti.“ | 17
Ömmu að
þakka
Steinunn
Sigurðardóttir