Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur og stutt vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar, bróður og mágs, HUGINS HEIÐARS GUÐMUNDSSONAR, Greniteig 49, Keflavík. Þakkir færum við öllu starfsfólki Barnaspítala Hringsins og gjörgæsludeildarinnar við Hringbraut. Þá sendum við öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur og stutt í veikindum Hugins og gert okkur kleift að einbeita okkur að lífi hans og baráttu kærar þakkir. Án ykkar hefði þetta orðið svo miklu erfiðara. Guðmundur Guðbergsson, Fjóla Ævarsdóttir, Natan Freyr Guðmundsson, Sóley Ásgeirsdóttir, Hafrún Eva Kristjánsdóttir, Guðjón Örn Kristjánsson, Ásdís Rán Kristjánsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, FRIÐÞJÓFS Í. GUNNLAUGSSONAR skipstjóra, Hamarstíg 33, Akureyri. Vilhjálmur Friðþjófsson, Herdís Eyþórsdóttir, Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, Björn Ingólfsson, Hallveig Friðþjófsdóttir, Tonni Christensen, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Sesselja SjöfnHelgadóttir fæddist í Reykjavík 25. júní 1925. Hún lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 22. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helgi Jónsson, kenndur við Tungu í Reykjavík, f. 24. nóvember 1882, d. 3. apríl 1939, og Friðrikka Þorláks- ína Pétursdóttir Welding, f. 19. febrúar 1882, d. 31. janúar 1933. Sjöfn var yngst 13 systkina, sem öll eru nú látin. Börn Sjafnar eru Ragna Jóna Har- aldsdóttir f. 13. maí 1950, búsett í Banda- ríkjunum, Sturla Sigtryggsson, f. 25. mars 1952, Sigurður Grétar Marinóson, f. 4. október 1957, og Halla Sjöfn Jóns- dóttir, f. 17. júní 1967, uppeldisdóttir. Sjöfn verður jarð- sungin frá Bústaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma mín, með tár í aug- um og kökk í hálsi sest ég niður til þess að þakka þér fyrir samfylgd- ina. Við töluðum oft saman í síma um þessa kveðjustund og ég finn í brjósti mínu að þú verður alltaf hjá mér. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp hjá ömmu minni Sjöfn Helgadóttur eða Sjöbbu eins og hún var kölluð. Það er ótæmandi það veganesti og víðsýni sem þú gafst mér í gegnum reynslu þína af lífinu. Komdu alltaf til dyranna eins og þú ert klædd og vertu hjarta þínu trú sagðir þú mér svo oft. Lífið fór þig ekki alltaf blíðum höndum. Ung misstir þú foreldra þína og þá voru það systkinin þín sem tóku við, yngst varstu af 13 og síð- ust af þeim að kveðja. Þeim kynntist ég flestöllum í gegnum þig á ótæmandi ferðalögum og heimsóknum um allt landið og í útlöndum. Aldrei varstu eins og hinar ömmurnar að kenna mér útsaum og sokkastagl heldur var farið í hringferð um landið við sölu og innheimtu á Eldhúsbókinni. Í sumarbústaðnum við Meðal- fellsvatn var helgunum eytt á sumrin við veiðar eða ljóðalestur og mikinn söng og gítarspil, eins og við munum sem til þín þekktu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma mín, guð geymi þig. Þín Halla Sjöfn. Sjöfn Helgadóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar Látinn er nú, langt um aldur fram, Jónas Pétur Erlingsson. Ég hafði oft orð á því áð- ur, meðan Jónas var í fullu fjöri og ekki tel ég vanþörf á því nú þegar hann er allur að árétta það á prenti, að Jónas Pétur er án efa fjölhæfasti og skarpasti drengur sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Það eru röskir þrír áratugir síðan leiðir okkar lágu fyrst saman. Það var á knattborðsstofunni við Klapp- arstíg. Ég var á leið í hjónaband og rétt að ljúka mínum lágreista ferli sem billiardspilari en hinn hávaxni og sérstaki Jónas Pétur að hefja sinn. Við tókum tal saman og kom- umst að því að við áttum okkur sam- eiginleg áhugamál bæði í skákinni sem og framgöngu Valsmanna á fót- boltavellinum. Jónas var sérlega skýr og skemmtilegur. Fljótur að komast að kjarna hvers máls og leiftrandi, gráglettinn húmorinn litaði frásagn- ir hans af mönnum og málefnum. Fjölhæfni hans í íþróttum var ótrú- leg. Þegar við nokkrir félagar úr skákinni leigðum okkur sal og skipt- um tímunum á milli fótbolta og körfubolta fór það ekki framhjá neinum hversu næmt auga Jónas hafði fyrir knattleikjum. Það var eins og leyniþráður lægi milli Jón- asar og kúlunnar, slíkum tökum náði hann í meðferð allra kúlna og knatta. Sem unglingur var hann einn af efni- legustu borðtennismönnum lands- ins. Hann varð Íslandsmeistari í knattborðsleik (billiard) og á seinni árum sneri hann sér að golfi og náði afbragðstökum á þeirri íþrótt. En þrátt fyrir fjölhæfni Jónasar í ofan- töldum íþróttum eru það frekar íþróttir hugans sem munu framar öðru skipa Jónasi Pétri sess í ís- lenskri íþróttasögu. Jónas Pétur var landsliðsmaður í skák innan við tví- Jónas Pétur Erlingsson ✝ Jónas Pétur Erl-ingsson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1958. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans 18. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ 27. maí. tugt, var valinn á ung- lingaborðið í sex landa keppninni í Vestur- Þýskalandi 1977. Hann tefldi í landsliðs- flokki og á alþjóðleg- um mótum m.a. á World Open í 1976 og Lone Pine í Banda- ríkjunum 1978. Jónas Pétur, fæddur 1958, var á þessum tíma í hópi efnilegustu skák- manna sinnar kyn- slóðar í hópi með Helga Ólafssyni, Benedikt Jónassyni, bræðrunum Ásgeiri Þór og Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturssyni. Þrír úr þessum hópi urðu alþjóðlegir stórmeistarar í skák. Jónas Pétur sem stóð þeim síst að baki sneri sér hins vegar að bridsíþróttinni og þar var ekki að sökum að spyrja. Jónas Pétur skaut sér fram í fremstu röð og var um áratuga skeið meðal bestu bridsspil- ara landsins. Hann var Íslands- meistari í sveitakeppni 1989, í Evr- ópuliði Íslands og spilandi fyrirliði íslenska landsliðsins í Ólympíu- keppninni 2004. Hann var hárs- breidd frá Íslandsmeistaratitlinum í brids fyrir nokkrum vikum, þrátt fyrir að vera langt leiddur af sjúk- dómi sínum. Íslensk skákhreyfing heiðrar minningu Jónasar Péturs Erlingssonar og það mun ekki síður bridshreyfingin gera um ókomna tíð. Nafn hans mun haldast á lofti. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Jónasi, geislandi gáfur og glettni hans glöddu mig oft á tíðum en það sem meira er um vert er að á bak við það allt saman sló hlýtt og stórt hjarta. Það var gott að vera í návist Jón- asar. Ég votta fjölskyldu hans inni- lega samúð. Drottinn blessi minn- ingu góðs drengs. Óttar Felix Hauksson. Mjök erumk tregt, tungu að hræra orti Egill Skalla-Grímsson forðum við sonarmissi og fá orð hafa lýst betur þeirri sorg sem við finnum fyrir þegar ungur hæfileikamaður deyr. Þessi tilvitnun kom til hugar þegar Jónas Pétur Erlingsson lést úr illvígum sjúkdómi langt um aldur fram. Við kynntumst Jónasi fyrir nokkr- um árum þegar hann og Edda Jóna endurnýjuðu gömul kynni og hófu búskap saman. Það var mikið happ fyrir okkur öll að fá Jónas inn í fjöl- skylduna. Við fundum fljótt að þar var á ferðinni einstakur mannkosta- maður. Edda Jóna blómstraði sem aldrei fyrr í sambúðinni með Jónasi og þau voru samhent um að búa sér fallegt heimili og standa vel að sín- um málum. Jónas var hæfileikaríkur á mörg- um sviðum og mikils metinn af öllum sem hann þekktu. Hann hafði getið sér gott orð sem skákmaður og keppt í skák og brids. Þá hafði hann fengið mikinn áhuga á golfíþróttinni og náð ótrúlegum árangri í þeirri flóknu en jafnframt einföldu íþrótt á stuttum tíma. Fyrst og fremst var Jónas þó einstaklega greindur og skemmtilegur félagi sem auðvelt var að ræða við um nánast hvað sem var. Jónas sá hlutina alltaf skýrt og yf- irleitt jákvæðustu fleti á málum og öllum leið vel í návist hans. Við höfð- um mjög gaman af því að ræða sam- an meðal annars um golfið og spil- uðum nokkrum sinnum saman aðallega í fjölskyldumótum sem hafa orðið árviss. Á golfvellinum var hann eins og endranær jákvæður, hvetj- andi og uppbyggilegur í alla staði. Það var því með tilhlökkun sem við litum til framtíðarinnar og ekk- ert virtist geta ógnað því að við myndum eiga frábærar samveru- stundir og vináttu í vændum. Þegar minnst varir hrannast þó upp óveð- ursský og þannig var það fyrir tæpu ári er við fréttum af alvarlegum veikindum Jónasar Péturs sem komu öllum í opna skjöldu og enginn mannlegur máttur virtist geta sigr- ast á. Jónas barðist við sjúkdóminn af hugrekki og reisn og lét hann ekki hindra sig í að gera það sem hug- urinn stóð til eftir því sem hægt var. Þar kom þó að lokum að hann varð að láta undan síga. Við munum öll sakna Jónasar Pét- urs og minnast hans oft á góðum stundum. Hugurinn er hjá foreldr- um hans, dætrum og systkinum og Eddu Jónu og Hjálmari sem öll hafa misst mikið. Steinn Jónsson og Jónína Jónasdóttir. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Samorku: „Í fréttatilkynningu frá Skipulags- stofnun, sem skilmerkilega er greint frá í Morgunblaðinu í dag miðviku- daginn 28. maí, er því hafnað að stofnunin hafi með úrskurði sínum um mat á umhverfisáhrifum vegna Bitruvirkjunar farið út fyrir hlutverk sitt samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Í fréttatilkynning- unni er talað um misskilning og 24. grein reglugerðar um mat á umhverf- isáhrifum, sem sagt er að „virðist hafa farið framhjá mörgum sem hafa tjáð sig um málið.“ Umrædd grein reglugerðarinnar hefur engan veginn farið framhjá Samorku, en það krefst hins vegar afar ríks vilja ef túlka á ákvæðið með þeim hætti að stofnunin eigi að lýsa skoðun sinni á fram- kvæmdinni líkt og gert er í álitinu, en ekki einungis gefa rökstutt álit sitt á því hvort matsskýrsla framkvæmda- raðila uppfylli skilyrði laganna. Hitt er svo að ef stjórnvald tekur sér vald, með vísan til reglugerðar, sem ekki er að finna í lögum um sama efni eins og Skipulagsstofnun gerir, þá krefst það nánari skýringa. Í athugasemdum með frumvarpinu þegar lögum um mat á umhverfis- áhrifum var breytt árið 2005, og í nefndaráliti meirihluta umhverfis- nefndar, kemur mjög skýrt fram að stofnunin á ekki að segja til um hvort framkvæmd sé í lagi eða ekki heldur er áherslan lögð á að leyfisveitandi sé upplýstur um umhverfisáhrif fram- kvæmdar og athugasemdir almenn- ings þegar hann tekur afstöðu til um- sóknar framkvæmdaraðila um leyfi til framkvæmda. „Í matsferlinu verð- ur ekki tekin afstaða til þess hvort fallast beri á með eða án skilyrða eða leggjast gegn framkvæmd sem lýst hefur verið með fullnægjandi hætti í matsskýrslu framkvæmdaraðila.“ Þetta orðalag í frumvarpinu verður að teljast nokkuð skýrt. Í fyrrnefndri fréttatilkynningu Skipulagsstofnunar er því hafnað að stofnunin sé með áliti sínu að „hafna“ eða „leggjast gegn“ byggingu Bitru- virkjunar. Það sé enda ekki hlutverk Skipulagsstofnunar. Umrætt álit Skipulagsstofnunar er 39 blaðsíður að lengd. Það hefst á einnar blaðsíðu samantekt um helstu niðurstöður, með þessum orðum: „Það er niður- staða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óaft- urkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.“ Hér er sem sagt ekki verið að leggjast gegn framkvæmd- inni?“ Reglugerð lögum framar? Í TILEFNI af 10 ára afmæli Vinnu- vistfræðifélags Íslands á nýliðnu ári afréð stjórn þess að efna til verð- launasamkeppni fyrir háskólaverk- efni á fræðasviði félagsins. Þannig vildi félagið auka veg og vanda vinnu- vistfræði (e. ergonomics) innan há- skólasamfélagsins. Í samvinnu við systurfélög á Norðurlöndum var afráðið að breyta reglum fyrir norrænu stúdentaverð- launin sem veitt hafa verið á hverju ári um árabil. Hliðstæð samkeppni mun nú fyrst fara fram í hverju hinna landanna. Vinningshafar hverrar þjóðar keppa síðan um norrænu verðlaunin á sameiginlegri ráðstefnu sem haldin verður að þessu sinni í Reykjavík í ágústmánuði. Trivium- ráðgjöf er styrktaraðili keppninnar hér á landi að þessu sinni. Niðurstaða dómnefndar var þessi: 1. sæti: Ásta Snorradóttir, Há- skóla Íslands, „Hvers vegna er örorka algengari meðal kvenna en karla?“ 2. sæti: Margrét Einarsdóttir, Há- skóla Íslands, „Launavinna íslenskra ungmenna: Áhersla á vernd eða rétt- indi.“ 3. sæti: Ásta Logadóttir, Dan- marks tekniske Universitet, „Indivi- dual Dynamic Lighting Control in a Daylight Space.“ Verðlaunaafhending fer fram föstudaginn 30. maí kl. 12 í sal Nor- ræna hússins. Allir eru velkomnir. Stúdenta- verðlaun Vinnís 2008 DAGSKRÁ Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum, sem stendur í þrjá daga, hefst að venju með Söng- kvöldi í Akoges í Vestmannaeyjum föstudagskvöldið 30. maí kl. 22. Með- al þeirra sem leika og syngja á Sjó- mannasöngnum eru Árni Johnsen, KK, Einar Hallgríms, Finnur nikk- ari, Obbi og fleiri. Sjómannasöngur- inn er hefðbundinn þáttur í Sjó- mannadeginum. Söngkvöld í Eyjum FRÉTTIR ♦♦♦  Fleiri minningargreinar um Jónas Pétur Erlingsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: