Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 22
Kraftmikil Edda Líf og Halldór Dagur njóta þess að fara á fimleikaæfingar. Í lausu lofti Svífandi frjáls eins og fuglinn. Það er ekkert mál að æfa sexsinnum í viku, það er baragaman,“ segja þau EddaLíf Jónsdóttir og Halldór Dagur Jósefsson sem bæði æfa fim- leika hjá fimleikadeild Ármanns. Edda Líf hefur æft fimleika frá því hún var sex ára en núna er hún ell- efu ára og verður tólf á þessu ári. Hún hefur því æft samfleytt í sex ár og þær eru orðnar nokkrar æfing- arnar sem hún hefur mætt á hjá Ár- manni. Þetta er metnaðarfull stelpa sem er Íslandsmeistari í fjórða þrepi kvenna. „Mér finnst allt skemmti- legt við fimleika en þó er mest gam- an að vera á tvíslá, það er uppáhaldið mitt,“ segir Edda Líf sem byrjaði að æfa fimleika meðal annars vegna þess að bróðir hennar æfði fimleika hjá Ármanni. „Til í að æfa þar til ég dey“ Halldór varð ellefu ára síðastlið- inn mánudag og orkan sem býr innra með honum er nánast áþreif- anleg. Hann er Íslandsmeistari í þriðja þrepi stráka í fimleikum. „Ég byrjaði að æfa fimleika þegar ég var sjö ára, af því að besti vinur líka farið til útlanda í keppnisferðir, sem er mjög gaman,“ segir Edda Líf sem fór til Ungverjalands í fyrra í keppnisferð, enda eru tveir Ung- verjar að þjálfa hjá Ármanni. Þjálf- ararnir hennar Eddu eru aftur á móti rússneska þjálfaraparið Írena og Vladimir, en þau sjá um að halda meistaraflokknum við efnið. Þau Halldór og Edda Líf ætla að skemmta sér á uppskeruhátíð Ár- manns sem verður haldin í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í dag en síðastliðinn föstudag var stórsýn- ing í Höllinni þar sem rúmlega fimm hundruð krakkar sýndu fimleika- tilþrif og tæplega tvö þúsund manns voru á áhorfendapöllunum. Þá fékk fimleikadeild Ármanns afhenta við- urkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Deildin var formlega stofnuð um miðja síðustu öld en frá árinu 1921 var starfandi sýningarflokkur frá fimleikafélagi Ármanns sem ferðast um Norðurlöndin við góðan orðstír. Glímufélag Ármanns, sem er heild- arfélagið, var hins vegar stofnað 1888 og verður því 120 ára á þessu ári. Morgunblaðið/G.Rúnar Gaman Það er spennandi að fara upp kaðlana og þarf afl til. Ekki virðist lofthræðslunni fyrir að fara hjá þessari hraustlegu stelpu. Íslandsmeistararnir Edda og Halldór eru engir aukvisar og kunna best við sig í fimleikasalnum. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvo orkubolta. Kóngur og drottning í fimleikum Á slánni Þessi stúlka fór létt með æfingar á slá. En hann er hættur af því ég er svo pirrandi – ég er alltaf svo mikill montrass! minn var að æfa og mig langaði að prófa líka. En hann er hættur af því ég er svo pirrandi – ég er alltaf svo mikill montrass! En við erum samt ennþá bestu vinir,“ segir Halldór og skellihlær. „Eitt af því sem mér finnst frábært við fimleika er að ég byggi upp svo mikið þrek með því að æfa. Svo er ekkert leiðinlegt að fá svona mikla vöðva. En skemmtileg- ast finnst mér stökkið,“ segir Hall- dór sem nennir ekki að vera í ein- hverjum öðrum tómstundum. Fimleikarnir duga honum alveg. „Ég er líka með svo frábæran þjálfara, hann Bjössa sem er mjög harður,“ segir Halldór og bætir prakkaralega við: „Ég er alveg til í að æfa fimleika þangað til ég dey.“ Og kannski er það ekki svo galin hugmynd því hjá Ármanni æfa fyrr- verandi fimleikamenn tvisvar í viku og elsti einstaklingurinn þar er sjö- tugur. Fyrirmyndar fimleikafélag Edda Líf er sammála Halldóri um að lítill tími sé til annarra áhuga- mála. „En við höfum eignast fullt af vinum í gegnum fimleikana og svo er |fimmtudagur|29. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf BÖRN sem umgangast ketti frá byrjun virðast hafa betri vörn til lengri tíma en önnur gegn ofnæmi og astma. Þetta eru niðurstöður stórrar bandarískrar rannsóknar sem vefsíða Berlingske tidende greinir frá. Rannsóknin sýnir reyndar örlítið hærri tíðni astmakennds bronkítis í hópi þriggja ára barna þar sem köttur er á heimilinu en þegar sömu börn eru tveimur árum eldri er tíðni öndunarfærasjúkdóma lægri hjá þeim en hjá jafnöldrum þeirra sem ekki eiga kött. Á sama tíma sýna blóðprufur barnanna að þegar þau alast upp í nánu samneyti við ketti þróa þau með sér fleiri mótefni gegn kattaofnæmi svo hættan á að þau fái ofnæmisviðbrögð þegar kettir eru í nánd er minni en ella. Niðurstaða vísindamannanna við Columbia er að þegar kisa er til staðar til lengri tíma í barnafjölskyldum gefi hún ákveðna vörn gegn öndunarfærasjúkdómum sem geta verið fyrstu stig astma. Þeir segja þó ekki ástæðu til að mæla með því að fá kött í því skyni að koma í veg fyrir astma. Hins vegar sýni rannsóknin að það standist ekki rök að forðast kattahald í því skyni að fyrirbyggja astma hjá börnum í fjöl- skyldunni. Þeir undirstrika að rétt sé að finna kettinum nýtt heimili sýni próf að barn með astma þjáist af ofnæmi fyrir kisu. Morgunblaðið/G.Rúnar Kisa Bara góð fyrir krakka. Kisa vinnur gegn ofnæmi Jakob Sigurjónsson, bóndi á Hóli,segir það hafa verið viðtekna venju hjá sér sín hjúskaparár að eiga flösku af íslensku brennivíni í fjárhúsunum í sauðburði, „bæði til að steinka mig og svo lömb sem sein eru til að anda ef burðurinn hefur verið erfiður“. Sjálfur segist hann eiga gott með öndun, en að sér finnist brennivín gott til að dreypa á. Þannig sé um fleiri, en nokkuð sé um gestakomur í fjárhúsin, þó að sumir kvarti yfir einhæfni veitinganna þar, sem ekki vilji snafsinn. Hann yrkir: Allt fær hérna aðra sýn, andans bætið trúna, því bolsíur og brennivín, bjóðum upp á núna. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit var fljótur að bæta við: Bóndinn fyrir þjór og þamb þörfina hefur ríka, ef að heyrist hiksta lamb hellir ’ann í það líka. Og Kristján Bersi Ólafsson: Að komast í Jakobs fjárhús fín jeg farinn er til að hlakka því bolsíur og brennivín er það besta sem jeg smakka. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Bolsíur og brennivín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: