Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjón-
varpsstöðva er lokið og eins og allir
Evrópubúar vita þá fóru Rússar
með sigur af hólmi. Evróvisjónæðið
er þó vart runnið af landanum,
plata með hundrað Evróvisjónlög-
um, hvorki meira né minna, trónir
enn á toppi Tónlistans og hefur án
efa glumið í teitum víða um byggð
ból á Íslandi seinustu daga og jafn-
vel vikur.
Í öðru sæti er svo plata með lög-
um keppninnar í ár, en hún var í
fjórða sæti vikuna á undan.
Safnplatan Pottþétt 46 er í því
þriðja, dettur niður um eitt sæti, og
ekki síður stuð þar en í Evróvisjón.
Þriðja Evróvisjónplatan í efstu fjór-
um sætum er svo plata sjálfs Euro-
bandsins, This is My Life, sem Rigg
ehf. gefur út. Í fimmta sæti kveður
svo við annan tón, þar situr plata
með lögum Vilhjálms Vilhjálms-
sonar, Myndin af þér, og hefur ver-
ið 25 vikur á topp 30. Dísa, Bryndís
Jakobsdóttir, er í sjötta sæti með
sína fyrstu plötu sem heitir einfald-
lega Dísa. Það hlýtur að teljast góð-
ur árangur. Evróvisjón-sérfræðing-
urinn og -partíhaldarinn Páll Óskar
gerir betur en Vilhjálmur með plöt-
unni Allt fyrir ástina. Platan er í 7.
sæti og búin að vera 29 vikur á lista
yfir 30 söluhæstu plöturnar. Port-
ishead, Duffy og Madonna eiga svo
8., 9. og 10. sætið.
!
"
# $ $% %&
%'()
*+ , %
'#
%'-./)%()
!"#
! $%
&&'
(
)
*+ ,"#!-$
.
'(/
01#
23%0%4
%5%6$%
( 4
24 78
!" #$% &
#$' (&
)*(
+&$
, (
!"
'
- ./&
$
0(
'('$
1
& 2
3&
45
64
%( (
'( !" "% &
7 8
1
9(
*/5(
(
) : ;( (
# 5
0 (
&<0 9(
0,0
12
03, 535
"
"
6
# ) %
7 *8
"
%
(%
91, ,* %
$%1.'(
',:;<'=> 9 :'
!"#
648 4% 4
( ,; $<
%#%
%%%
'=864
!78#5 4> :%#87?
@$0%4&%
; ('%
(%4A2% =8&
&&'
044B$
7 (
C%7%: /
23%0%4
24 >
0 &&
= 0
!" #$% &
(,>
1("(9(
#
7 (
('
0?(
(4
7&9
./& & "
($
0(( (
#
.$
@8*/ '
A
(
( A
;#$)
(9
!9A(
A('(
B
' &!"
C
/ 9 " 9
D(//6
"
535
?) 6
(,@
5%
(,@
(,@
"
6
12
0, ?4
(%
A
*
Evróvisjónteitinni
hvergi nærri lokið
Morgunblaðið/Kristinn
Violet Hill Chris Martin með
Coldplay á tónleikum árið 2002.
TÓN- og Lagalistarnir virðast ekki
eiga mikið sameiginlegt líkt og oft
áður. Efsta lag á lista er fjarri öllu
Evróvisjóni, lagið „Violet Hill“ með
Coldplay. Í öðru sæti, hins vegar,
koma Evróvisjónstuðboltarnir Frið-
rik Ómar og Regína Ósk með fram-
lag Íslendinga, „This is My Life“. Sá
sem ekki kann það lag núna hlýtur
að vera vandfundinn á landi hér.
Ástarboðskapur Páls Óskars
rennur enn ljúflega um hlustir
landans enda fá menn aldrei nóg af
því að hlusta á fagran ástarsöng.
Palli spyr hvort þetta sé ást í laginu
„Er þetta ást?“ og ekki nema von,
menn hafa um aldir velt fyrirbær-
inu fyrir sér. Palli er í þriðja sæti,
stekkur upp um heil níu sem er
nokkuð magnað.
Ingó og Veðurguðirnir eru í
sumri og sól í „Bahama“ sem er í
fjórða sæti. Madonnu er sem fyrr
kynhvöt mannsins hugleikin og
slær hvergi slöku við með Justin
Timberlake í laginu „4 Minutes“.
Eyþór Ingi úr Bandinu hans Bubba
vefur silkimjúkum raddböndunum
um „Hjartað mitt“, lag sem Bubbi
samdi fyrir hann. Páll Rósinkranz
elur von í brjósti með Gospelkór
Reykjavíkur í „Gef mér von“. Na-
tasha Bedingfield er með vasafylli
af sólskini í 9. sætinu og John Ma-
yer syngur „Say“ í því 10. og fer
upp um átta sæti.
Fjóluhæð og lífið,
ástin og kynlífið
FRAMSÆKIÐ og ofurdramatískt öfgarokk
sænsku sveitarinnar Opeth dregur æ fleiri
tónlistaráhugamenn að fótskör hennar og
ástæðan er einföld, úrvinnsla Opeth á nefnd-
um stíl er einfaldlega framúrskarandi og
þótti sveitin ná hæstu hæðum á síðustu plötu
sinni, hinni óviðjafnanlegu Ghost Reveries
(2005). Þessi plata ber sosum engin „vatnaski“ með sér, en þó
er lögð enn ríkari áhersla á hvassar skiptingar á milli myljandi,
níðþungra spretta og svo þjóðlagaskotinna, fagursunginna
stemmna. Proggblær liggur þá yfir öllu en mest er um vert að
Opeth hefur náð að skila inn enn einum kjörgripnum.
Hið stórfenglega
Opeth – Wathershed bbbbn
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞAÐ er á einhvern hátt erfitt að hlaða tón-
listarmann lofi og efstastigs-lýsingarorðum
þegar snilld hans felst í hlédrægni og ein-
faldleika. Bonnie Prince Billy (Will Old-
ham) er þó ekki hlédrægari en svo að
varla líður ár á milli þess sem hann gefur
út nýja plötu. Þó allt þetta efni sé ekki
jafn gott er yfirleitt að finna einn eða tvo gullmola sem rétt-
læta útgáfuna. Lie Down in the Light er ekki beinlínis platan
sem ég myndi ráðleggja vini í ástarsorg að hlusta á, en á
henni eru að minnsta kosti tíu gullmolar sem glitrað gætu í
hinu myrkasta svartnætti.
Gull sem glitrar
Bonnie „Prince“ Billy – Lie Down in the Light bbbbm
Höskuldur Ólafsson
FÁAR sveitir hafa unnið af jafn mikilli
smekkvísi og stíl úr retró-fútúrismanum og
Ladytron. Hylling hennar á Kraftwerk,
Gary Numan og Human League er svo gott
sem ómótstæðileg og bara ljósmyndirnar af
fereykinu verðskulda fjórar stjörnur af
fimm. Ég þarf ekki einu sinni að hlusta á
tónlistina. Á síðustu plötu, Witching Hour (2005), færði sveitin
kuldalegt vélpoppið í ögn melódískari búning og þeirri þróun er
framhaldið hér. Lögin eru grípandi, en alltaf köld, töff og fjar-
læg einhvern veginn, rúlla svöl í gegn og í textum og fram-
færslu er alltaf nett, heilnæm hæðni. Snilldarband.
Forframtíð
Ladytron – Velocifero bbbbn
Arnar Eggert Thoroddsen