Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þórarinn Kópsson, löggiltur fasteignasali Skipholt 15, 105 Reykjavík thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 www.thingholt . is LITLIKRIKI, MOSFELLSBÆ - Möguleiki á fjármögnun Tækifæri fyrir sterka byggingarverktaka við Litlakrika í Mosfellsbæ. Byggingarfram- kvæmdir eru hafnar og verður selt á núverandi byggingarstigi. Byggingarlýsing: Um er að ræða fjölbýlishús með tveimur lyftuhúsum (stigagöngum) á 4. hæðum. 18 íbúðir eru í þessu fjölbýli. Á 1. hæð er bílastæðahús, sérgeymslur íbúða og hjóla- og vagnageymslum. Á 2. hæð eru 6 íbúðir, þar af 1 einbúð sérhönnuð fyrir fatlaða, á 3. og 4. hæð eru 6 íbúðir á hvor- ri hæð. Bílastæði eru 21 ofanjarðar og 18 stæði í bílastæðahúsi. Húsið verður staðsteypt og klætt með sléttri litaðri álklæðningu. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu Þingholts. BYGGINGARVERKTAKAR HÉR ER TÆKIFÆRIÐ SUÐURGATA 126 FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Á AKRANESI. Húsnæi með 16 stúdió herbergjum. Herbergin eru öll með sér eldhúsi og salerni með sturtu. Herbergin afhendast með kæliskáp, uppábú- in rúm, örbylgjuofn, helluborð, eldhúsborð og borðabúnað fyrir 3-4. Húsinu verður skilað öllu ný uppgerðu bæði að innan sem utan. Parket á öllum herbergjum, flísar á baði og á sameign. Sameiginlegt þvottahús. Eigninni fylgir einnig 80 fm bílskúr, sem hægt væri að innrétta sem eina eða fleiri íbúðir. Auk þess er 2ja herbergja þjónustuíbúð í húsinu. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu Þingholts. FULLBÚIÐ GISTIHEIMILI Á AKRANESI Ingvi Rúnar, sölufulltrúi 896 0421 ingvi@thingholt.is Þórarinn Kópsson, lögg. fasteinarsali Svanur Jónsson, sölufulltrúi 692 2507 svanur@thingholt.is ÞAÐ VAR ekki að heyra á fisk- vinnslufólkinu á Akra- nesi sem missti atvinn- una eftir áratuga störf við fiskvinnslu, þegar það kom fram í sjón- varpsfréttum í vetur, að það vildi ekki vinna í fiski en reynt hefur verið að telja þjóðinni trú um að Íslendingar vilji ekki lengur vinna í fiski og gera þann heilaþvott að því sem ég nefni „lýðhyggju“. Næst verður vænt- anlega reynt að sann- færa Íslendinga um að þeir vilji ekki borða fisk og allt yrði það gert til að réttlæta fiskveiðistjórnun þar sem margt bendir til að öll fiskvinnsla fari úr landi og síðan verði landanum í besta falli boðið að kaupa afurðirnar af Íslandsmiðunum frá Kína og út- rásin látin réttlæta stöðuna. Það þykir ef til vill væmið að tengja þetta Biblíunni, og þó! Þegar Natan spámaður var af Guði sendur til Davíðs konungs til að áminna hann fyrir morðið á Úría sagði hann Davíð dæmisögu um að ríkur bóndi tók með ofbeldi lamb fá- tæks manns og slátraði því á veislu- borð gesta sinna og Davíð var svo blindur á óhæfuverk sitt að hann kvað upp sinn eigin dóm. Grunnsævi Íslands eru „tún og kálgarðar“ sjávarbyggðanna og fiskurinn gæti átt við lambið í dæmisögunni og staðið fyrir lífsbjörg fólksins í sjáv- arplássum sem það hef- ur byggt afkomu sína á í gegnum aldirnar. Sjávarbyggðirnar hafa verið í riddaraliði þjóð- arinnar við að afla lífs- bjargar sem staðið hef- ur undir velferðinni en nú eru þessar byggðir, eins og Úría forðum, settar í fremstu víglínu útrásar hersins, dæmdar til að falla. Hollusta sjávarbyggðanna er nú þökkuð með því að „Batseba“ fólksins, lífsbjörgin, er hertekin og gerð að hóru mammons. Stjórnvöld ganga svo með samskotabaukinn á milli nýkrýndu bjargvættanna sem stinga í hann smápening eftir því sem örlæti og trú leyfir. Háþróuð veiðitækni veldur því að fiskistofn- arnir eiga undir högg að sækja þrátt fyrir áratuga langa fiskveiðistjórn- un. Fiskimið eru í hættu vegna of- veiði og óumhverfisvænna veiði- aðferða. Mannréttindanefnd SÞ hefur nú gefið stjórnvöldum landsins tilefni til að snúa við og iðrast eins Davíð konungur forðum. Allar sjáv- arbyggðir eiga sögulegan erfðarétt landnámsmannsins til fiskveiða og þannig á að stjórna þessum málum. Olíuhreinsunarstöð í skiptum fyrir frystihús er varla það sem þjóðin vill, slíkt væri dauðadómur fyrir ímynd íslenskrar náttúru. Ef stjórnvöld hafa ekki sýnt það í verki í lok kjör- tímabilsins að íbúum sjávarbyggð- anna sé tryggð afkoma af fiskveiðum hafa þau gert kjósendum sínum þann slæma grikk að gera þá ábyrga fyrir ástandinu. Kjósendur verða þá að velja á milli hjartans og klakans og setja lífshagsmuni samborgaranna ofar flokkstryggð. Stjórnmálaflokk- ar eiga ekki að vera sértrúarsöfnuðir heldur tæki lýðræðisins til breytinga og það er undir kjósendum komið. Markmið. Fiskfriðun verður að skila árangri og veiðiréttur að færast í sjávarplássin. Breyta þarf aðferð- um við fiskveiðar og útiloka brott- kast og rányrkju. Móta þarf um- hverfisvæna ,,veiðarfærastefnu“ þar sem friðunarsjónarmið sjávarbotns- ins sem uppeldisstöðva fiskistofna eru virt. Ríkisvaldið verður að leysa til sín fiskveiðiheimildir og stjórna svo fiskveiðum þannig að fiskistofn- arnir fái frið til að hrygna og vaxa og hafi nóg æti. Skapa þarf grundvöll fyrir nýjar útgerðir og þá einkum smábáta. Miðað skal við að fiskurinn sé unnin innanlands. Gagnbyltingin. Afnema botn- vörpuveiðar og sérstaklega á grunn- slóð. Gefa línu- og handfæraveiðar frjálsar. Öngulinn er umhverfisvænt veiðarfæri í öllu falli. Þorskurinn á að stjórna loðnuveið- unum en ekki maðurinn. Leyfa ein- göngu veiðar á síld í reknet næstu árin. Nóta- og netaveiðum mætti stjórna með veiðikvótum. Næstu 20 árin ættu engin fiskiskip yfir „150“ tonn að fá veiðileyfi innan 50 mílna lögsögunnar og innan 12 mílna fengju aðeins að veiða bátar undir 10 tonnum. Afleiðing. Við þetta skapaðist raunhæf friðum á miðunum, útgerð- arkostnaður væri bankavænni, brottkast á undirmálsfiski væri úr sögunni. Byggðasjónarmið fengju uppreisn æru. Sjávarbyggðir fái úhlutað veiði heimildum í samræmi við fiskveiði sögu byggðarlaga á meðan það telst nauðsynlegt að tak- marka veiðar í nytjastofna. Viðhorf. Þessar snöggsoðnu til- lögur mínar eru vísbending á breytt- ar áherslur þar sem róttæk frið- unarsjónarmið leiði til betri árangurs. Að gera Guðs gjafir eins og óveiddan fiskinn í sjónum, sem getur verið í færeyskri eða græn- lenskri lögsögu á morgun, að búpen- ingi fárra útvaldra er eitthvað sem ekki á að vera hægt. Stjórnvöld sem lögleiða slíkt geta hæglega tekið upp á því að markaðssetja engla Guðs á himnum. Umhverfisvernd, á sjávarbotni landgrunnsins ætti að vera jafn sjálf- sagt mál og viðhorf til þurrlendis og vísindavinna í þágu fiskistofnanna hlýtur að hrópa eftir slíku. Það ætti að vera metnaðarmál sjálfstæðrar þjóðar að halda landinu öllu í byggð til sjávar og sveita og sá samanburður er mannskepnunni óhagstæður að á meðan hrognkelsi og hornsíli passa afkvæmi sín líðst ófyrirleitin hertaka á lífsbjörg fólks í skjóli stjórnvalda. Ég bið íslenskri þjóð Guðs friðar. Fiskveiðistjórn Ársæll Þórðarson skrifar um fiskveiðistjórnun Ársæll Þórðarsson »Háþróuð veiðitækni veldur því að fiski- stofnarnir eiga undir högg að sækja þrátt fyr- ir áratuga langa fisk- veiðistjórnun. Höfundur er húsasmiður. síðan útitónleikar á Víðistaðatúni fyr- ir alla fjölskylduna með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum lands- ins. Á afmælisdaginn, á sjómannadag- inn, verður mikið líf og fjör við smá- bátahöfnina. Boðið verður til glæsi- legrar fiskiveislu og hinir einu sönnu Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. Þá verður afmælistertan á sínum stað. Hátíðarhelginni lýkur með stórglæsi- legum stórtónleikum á Ásvöllum þar sem fram koma Kammersveit Hafn- arfjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 700 manna hátíð- arkór og einsöngvurum. Það eru margir sem koma að und- irbúningi stórafmælis og langar mig að þakka öllum þeim fyrir vel unnin störf sem lagt hafa nótt við dag við undirbúning. Margt er þar gert í sjálfboðavinnu og af miklum áhuga og dugnaði. Að lokum vil ég minna á að þegar þessari miklu helgi lýkur er afmælinu ekki lokið, margir glæsi- legir viðburðir eru á döfinni núna í sumar og eins í haust. Til hamingju með afmælið, Hafn- firðingar. MARÍN HRAFNSDÓTTIR, menningar- og ferðamálafulltrúi og einn starfsmanna afmælisnefndar. er örugglega margt sem hefur ekki breyst mikið og víst að enn hafa menn gaman af að koma saman og gera sér glaðan dag í tilefni stórhá- tíða. Og það er svo sannarlega stórhátíð framundan sem stendur í fjóra daga með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Leikskólar standa fyrir leik- skólahátíð á fimmtudeginum og þá syngja 4. bekkingar inn hátíðina á Thorsplani. Um kvöldið bjóða lista- menn heim, verslanir verða opnar lengur og við sköpum skemmtilega stemningu í miðbænum. Á föstudeg- inum fá unglingarnir að njóta sín og mun Strandgatan iða af lífi, tónlist og leik en einnig verður líflegt á Flens- borgarsvæðinu þar sem hægt er að skella sér á bílabíó. Fyrir þá sem kjósa annars konar stemningu verða miklir djasstónleikar í Hafnarborg. Á laugardaginn er dagskrá í hverju horni og enginn ætti að láta Þjóðahátíð framhjá sér fara enda birtist þar litadýrð ólíkra menningar- heima í skemmtiatriðum og mat- armenningu. Heillandi heimar Hellisgerðis ættu líka að lokka til sín gesti og gangandi. Þá verða tónleikar um allan bæ og í hinu sögufræga húsi Gúttó verður sýningin Fundir og mannfagnaðir opnuð. Um kvöldið eru NÚ nálgast hraðfluga sjálfur afmæl- isdagurinn og það er ekki á hverjum degi sem við höldum upp á 100 ára af- mæli. 1. júní er á sunnudaginn og það vill svo skemmtilega til – í ljósi sögunnar – að það er líka sjó- mannadagurinn. Fyrir réttum hundrað árum var fyrsti kjörfund- urinn haldinn í Góðtemplarahús- inu, hófst hann kl. 12.00 á hádegi og lauk þremur klukkutímum síðar. 25 manns komu á kjörstað en talið er að um 400 manns hafi verið á kjörskrá. Þá bjuggu 1469 manns í bænum og 109 börn voru í barnaskóla bæjarins og Ungmennafélagið 17. júní æfði og sýndi glímu af kappi. Fyrstu lög- regluþjónarnir voru ráðnir – báðir heljarmenni að burðum og vöktu lög- reglubúningarnir mikla athygli. Nú eru bæjarbúar 25.000, skólabörn 3600 og lögreglan vekur ekki mikla eftirtekt vegna klæðnaðar. Ekki er mikið um að bæjarbúar sýni glímu sér og öðrum til skemmtunar en það 100 ára kaupstaðarréttindum fagnað Frá Marín Hrafnsdóttur Marín Hrafnsdóttir ÞAÐ verður bjart yfir Hveragerði dagana 30. maí-1. júní næstkomandi. Þá verður tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur haldin í Hvera- gerðiskirkju. Há- tíðin á sér sögu allt aftur til ársins 1997 en þá var hún fyrst haldin að frumkvæði þeirra heið- urshjóna Gunn- ars Kvaran selló- leikara og Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleik- ara. Allt frá upphafi hafa þau verið listrænir stjórnendur hátíðarinnar en framkvæmdaaðilar hafa verið menn- ingarmálanefnd Hveragerðis í sam- starfi við Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss. Í ár minnumst við 175 ára fæðingarafmælis Jóhannesar Brahms og verða tónleikarnir á föstu- dagskvöldinu tileinkaðir Brahms og eingöngu leikin og sungin lög eftir hann. Á laugardeginum verður Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds minnst en hún lést í fyrra. Bergþóra ólst upp í Hveragerði en fluttist þaðan á ung- lingsárum. Í ár hefði hún orðið sextug og í tilefni þess var Atli Heimir Sveinsson tónskáld fenginn til að út- setja lagið Hveragerði eftir Bergþóru fyrir strengjakvartett. Þessi við- burður verður án efa eftirminnilegur og spennandi verður að heyra hvern- ig til tekst. Tónlistarhátíð sem þessi gefur bænum fallegt og gott yfirbragð. Það er nærandi fyrir huga og sál að setj- ast niður í kirkjunni okkar og njóta tónlistarflutnings framúrskarandi listamanna. Auk Gunnars og Guð- nýjar koma fram á tónleikunum Pet- er Maté píanóleikari, Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður Ingi Snorrason klarinettu- leikari og síðast en ekki síst fiðluleik- arinn ungi Hulda Jónsdóttir. Hulda er 17 ára gömul og er yngsti listamað- urinn sem hefur tekið þátt í Björtum sumarnóttum. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands nú í vor með glæsilegum einleikstónleikum í Saln- um. Hún hefur komið fram sem ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og hljómsveit Margess International tónlistarhátíðarinnar í Sviss, auk fjölda einleikstónleika. Það er von mín og trú að Hver- gerðingar og nærsveitamenn noti tækifærið og heimsæki okkur um helgina og njóti hátíðarinnar með okkur. GÍSLI PÁLL PÁLSSON, formaður menningarmálanefndar Hveragerðis. Bjartar sumarnætur og Brahms Frá Gísla Páli Pálssyni Gísli Páll Pálsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: