Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergur G. Gísla-son fæddist í Leith í Skotlandi 6. nóvember 1907. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 22. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Garðar Gíslason, stór- kaupmaður í Reykjavík, og Þóra Sigfúsdóttir. Systk- ini hans voru Þóra, gift Gunnlaugi Briem, Kristján, kvæntur Ingunni Jónsdóttur, Mar- grét, gift Halldóri H. Jónssyni og eru þau öll látin. Bergur kvæntist 14. sept. 1935 Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 30. apríl 1915. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Thorarensen og Jón Hjaltlín Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor. Dætur þeirra eru: A) Þóra, f. 1938, maki Hallgrímur Sandholt, f. 1936, d. 2005. Börn þeirra eru: 1) Bergur, maki Theo- dóra Stella Hafsteinsdóttir, börn þeirra eru Ása, Sigrún, Ágústa, Hafdís, Bergur og Hafsteinn. 2) Sverrisdóttir, börn Jóel og Atli Hrafn. E) Ása, f. 1950, maki Ólafur R. Magnússon, f. 1951. Dóttir þeirra er Hrafnhildur Ýr, maki Róbert Þór Guðmundsson. Barna- barnabarnabörnin eru 4. Bergur lauk stúdentsprófi frá MR og verslunar- og iðnnámi i Bretlandi. Starfaði við fyrirtæki föður síns í Hull í 2 ár og á aðal- skrifstofunni frá 1930 en tók við framkvæmdastjórn árið 1940. Átti mikinn þátt í uppbyggingu Flug- félags íslands og var formaður stjórnar til 1945, varaformaður síðan. Var í stjórn Flugleiða og Cargolux. Í framkvæmdastjórn Árvakurs um margra ára skeið og í Flugráði í 12 ár. Í stjórn Innflytj- endasambandsins í mörg ár. Ræðismaður Brasilíu frá 1948. Var í ráðgjafarnefnd um utan- ríkisverslun að tilhlutan Versl- unarráðs og hefur átt sæti í við- skiptasamninganefnd við Rúss- land. Fulltrúi Félags íslenskra stórkaupmanna í Vöruskiptafél. Ísl. Verið í stjórn ýmissa samtaka svo sem FÍB og Flugmálafélags- ins. Heiðursfélagi í Svifflugfélagi Íslands, FÍB og Vjelhjólafélagi gamlingja. Bergur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kristín, maki Ingvar Vilhelmsson, börn Hallgrímur, Fanndís, Ingunn Klara og 3) Ingibjörg, maki Óm- ar Sveinsson, börn Egill og Þóra Kristín. B) Ragnheiður, f. 1942, maki Þórarinn Jónasson, f. 1944. Börn þeirra eru 1) Dísa, maki Bjarni Grímsson, börn Christófer, Ingibjörg Sóllilja, Skjöldur og Brynja. 2) Þórunn Lára, maki Jón Svan Grétarsson, börn Sunna, Þórarinn og Grétar. 3) Haukur Hilmar, börn Kristján Ari og Júlíus. C) Gerður, f. 1943, d. 1994, maki Gísli Gestsson, f. 1941. Börn þeirra eru 1) Ragnheiður, maki Einar F. Hilmarsson, sonur Bjarni. 2) Bergur, maki Linda S. Guðmundsdóttir, börn Gísli Garð- ar og Guðmundur Fróði. D) Berg- ljót, f. 1943, maki Gunnar Bern- burg, f. 1942, þau skildu. Synir þeirra eru 1) Páll, maki Margrét Bragadóttir, börn Ingunn og Kar- en Ósk. 2) Jón Gunnar, maki Eydís Það eru um 25 ár síðan ég hitti fyrst tengdaföður minn þegar eigin- kona mín hún Ása kynnti mig fyrir væntanlegum tengdaföður og tengdamóður, henni Ingibjörgu, sem lifir mann sinn. Það var ekki laust við að smá kvíði fylgdi þessum kynnum, því ég hafði heyrt og lesið að Bergur væri mikilsmetinn maður í viðskipta- heiminum, sæti í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja, einn af upphafs- mönnum flugsögu þessa lands og svo má lengi telja. Þessi kvíði minn reyndist alveg ástæðulaus, því þau hjón tóku mér strax vel. Bergur var einstaklega laginn við að láta manni líða vel í sinni návist, skynjaði fljótt hvar sameiginlegur umræðugrundvöllur lá. Það var hægt að ræða um öll tæki og tól langtímum saman við Berg, hann var jafnvel að sér í því að ræða um viðskiptaheim- inn, flug, nýjustu bifreiðar og mót- orhjól eða viðgerðir á rafeindatækj- um, en Bergur hafði sjálfmenntað sig í rafeindavirkjun og átti öll nýjustu tæki til að sinna þessu áhugamáli sínu og nutu margir góðs af þessari þekk- ingu. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að byggja sumarbústað í nágrenni við bústað Bergs og Ingibjargar. Það voru því ekki margar helgar að sumri til síðastliðin ca. 20 ár þar sem við Bergur hittumst ekki og ræddum um hvað mætti betur fara, hverju mætti bæta við o.s.frv. Bergi féll sjaldan verk úr hendi, var alltaf að og þó að hann væri orðin nokkuð fullorðinn þegar kynni okkar hófust gleymdist það strax, því ég þurfti að hafa mig allan við til fylgja honum eftir. Ekki má ég gleyma einu orðalagi sem mér er tamt í munni: „Ekkert liggur á Ólafur minn“, en þetta sagði Bergur við mig eitt sinn þegar hann vantaði smá aðstoð við lagfæringar við sum- arbústað sinn. Skömmu síðar mætti ég en þá var hann búinn að lagfæra það sem þurfti, sem sagt ekkert ligg- ur á þýddi strax. Hann skildi ekki menn sem gátu setið og lesið í bók á miðjum degi, þegar nóg væri að gera úti við. Eina utanlandsferð fórum við saman, ásamt mökum og Þóru elstu dóttur hans og manni hennar Hall- grími sem nú er látinn. Þessi ferð er mér enn í fersku minni, þarna var Bergur á heimavelli hvort sem ekið var um Sviss, Þýskaland, Frakkland eða Ítalíu. Þarna hafði hann ferðast margoft ásamt Ingibjörgu konu sinni, mig minnir að hann hafi síðast ekið sjálfur rúmlega áttræður á ofan- greindum slóðum. Bergur var með skemmtilegan húmor, svona rétt innskot á réttum augnablikum, gat verið fastur fyrir og fylgdi vel eftir því sem hann taldi rétt, en maður sá hann sjaldan eða aldrei skipta skapi. Mig grunar að hann hefði ekki haft áhuga á löngum lof- rullum ef svo mætti að orði komast, hann var búinn að afreka meira á sinni löngu ævi en ég hef pláss til að skrifa um. Ég votta Ingibjörgu og allri fjölskyldu Bergs samúð mína. Ólafur R. Magnússon. Það eru mikil forréttindi að hafa átt Berg G. Gíslason sem afa. Það var ekki nóg með að hann væri mikil- menni sem afrekaði mikið á sínum æviferli, heldur var hann sá afi sem hvert barn óskar sér að eiga. Afi var ótrúleg týpa, hann var bara flottur, harðduglegur, vel lesinn, rólegur, mjög nýtinn og um fram allt hafði hann góða nærveru. Frá því ég var lítil hef ég alltaf sótt mikið til ömmu og afa og átt góðar stundir með þeim. Notalegheitin á Laufásveginum eru engu lík. Sum- arbústaðaferðirnar á Þingvöll voru ævintýri líkastar svo og bátsferðirnar á Þingvallavatni með afa mínum. Ég bjó á Laufásveginum minn fyrsta vet- ur í Verslunarskólanum. Það er ég af- ar þakklát fyrir, því þá náði ég að kynnast ömmu minni og afa afar vel. Þá fékk ég að heyra margar sögurnar úr fluginu, frá fyrstu eplasendingun- um til landsins, frá íslensku hestun- um sem fluttir voru í kolanámurnar í Bretlandi, frá ferðalögum þeirra ömmu og svo mætti lengi telja. En eitt það mikilvægasta sem hann afi minn kenndi mér var að bera virðingu fyrir öðru fólki og vinnu þess. Einu sinni var ég að ræða við hann um framtíðarplönin þá sagði hann við mig; Tóta mín, það er alveg sama hvað þú gerir í lífinu, öll vinna er göf- ug, þetta var afi í hnotskurn. Ég fór til Danmerkur í dýralækninganám, og alltaf voru amma og afi til staðar. Þau fylgdust vel með litlu stelpunni og komu í heimsókn sem mér þótti af- ar vænt um. Að loknu námi fann ég hversu stoltur afi minn var. Hann hafði mikinn áhuga á því sem ég var að gera og af öllum þeim tækjum og tólum sem ég fjárfesti í, enda var hann með þvílíka tækjadellu. Þegar kom að bílakaupum var afi með sínar skoðanir og í dag keyri ég á bíl sem hann ráðlagði mér að kaupa. Afi var alltaf með allt á hreinu og góður til að ráðfæra sig við. Elsku afi, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Afi þú varst enginn venjulegur afi, þú varst minn eini sanni afi sem ég er svo stolt af. Þín Þórunn Lára. Ég kynntist þeim Bergi og Ingi- björgu fyrst fyrir tæpum 20 árum er ég kynntist dótturdóttur þeirra hjóna. Maður fann strax hversu náin fjölskyldan var og hve náið var milli gömlu hjónanna á Laufásveginum og stórfjölskyldunnar. Það fór ekki milli mála að Bergur var frumherji og um margt mjög sérstakur og merkilegur. Maður heyrði sögur af afrekum hans í sambandi við flugið, tækin, mótor- hjólin, bílana, blaðaútgáfuna og við- skiptin. En þrátt fyrir stór afrek upp- lifði maður Berg sem nægjusaman, áhugasaman en umfram allt sem jarðbundinn mann. Áhugi hans á bílum var mikill og alltaf var gaman að fara á Laufásveg- inn og sýna Bergi nýja bílinn sem verið var að fá sér. Var bara að bíða eftir að hann myndi hressast, eins og hann var vanur, til að sýna honum nýja jeppann og fara í smábíltúr út fyrir borgarmörkin. Manni fannst það ekkert óraunhæft takmark, þrátt fyrir árin hundrað. Bergur var nefni- lega einn af þessum síungu mönnum sem létu ekkert stöðva sig. Honum fannst það ekkert tiltökumál, kominn vel yfir níutíu árin, að koma í heim- sókn til okkar til Danmerkur eða leigja sér bíl í Lúxemborg og keyra um Evrópu með Ingibjörgu sinni. Nýorðinn níræður lét ofurhuginn bát draga sig á loft hangandi í fallhlíf og ekki nóg með það heldur skellti Berg- ur sér í svifflugferð kominn á tíræð- isaldur, enda mikill áhugamaður um svifflug. Bergur var líka vanur að gera hlut- ina sjálfur, hvort sem það var að smíða sumarbústaðinn, mála eða gera við heimilistækin. Bergur hafði mik- inn áhuga samgöngumálum og fylgd- ist vel með byggingaframkvæmdum við vega- og samgöngumannvirki. Í nokkrum tilfellum útvegaði ég honum teikningar og fór hann ófáar ferðirn- ar til að fylgjast með framvindu mála. Það eru ekki nema örfáar vikur síðan hann bað mig um að útvega sér yf- irlitsmynd yfir gatnakerfið í kringum nýja tónlistahúsið þannig að hann gæti fylgst með. Ótrúlegur dugnaðar- forkur. Svona væri lengi hægt að telja því Bergi var svo margt til lista lagt og hann nýtti sín tækifæri. Bergur var líka heppinn, átti góða fjölskyldu og fékk 100 góð ár. Kæra Ingibjörg, dætur og aðrir aðstandendur. Votta ykkur mína dýpstu samúð. Jón Svan. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þessi orð koma upp í huga mér þegar ég hugsa til vinar míns Bergs. Þrátt fyrir háan aldur hafði hann varðveitt það með sér að hafa áhuga á öllu sem var í kringum hann. Hann fylgdist óvenjulega vel með öllum tækniframförum, mönnum og mál- efnum. Það var eins og hann eltist ekki. Hann og kona hans Ingibjörg voru nágrannar okkar í rúm 15 ár við Laufásveginn. Bergur var fæddur og uppalinn við þá götu og mundi tímana tvenna. Bergur hafði það fyrir sið að ganga eftir Laufásveginum reglulega til að liðka sig til. Hann gekk á gang- stéttinni og ef hann sá einhvern til- sýndar þá tók hann ofan hattinn með mikilli reisn. Í fyrstu fannst mér þessi herramennska svo óvenjuleg að ég vissi ekki hvernig ég átti að taka henni en svo fór það þó á endanum að þegar ég flutti af Laufásveginum fyr- ir um tveimur árum þá saknaði ég mest þessa og stuttu samtalanna sem við áttum oft á tíðum. Ég fann það mjög fljótlega að honum þótti vænt um þessa nýju nágranna sína og vildi að þeim liði vel. Hann spurði mikið út í börnin og hvað þau væru að gera. Þau voru ófá skiptin sem ég staldraði við á spjalli við hann úti á götu og þá var farið yfir hina ýmsu hluti. Bergur var heilsteyptur og ég gat alltaf vænst þess að hann nálgaðist málin hlutlægt. Bergur var mikil tækni- maður og eitt sinn sá ég hann með myndbandstæki undir arminum. Hann sagði tækið vera í eigu barna- barns og það hefði verið bilað en hon- um hefði tekist að taka það allt í sund- ur og laga það. Geri aðrir betur 98 ára gamlir. Ég heyrði síðast í honum í síma en þá leitaði ég til hans í tengslum við dvd-mynddisk sem ég gaf út fyrir börn. Tilefnið var að fá upplýsingar hjá honum um hvernig jólahald hefði verið hér fyrir tæpum 100 árum. Eins og ég bjóst við var eins og að tala við tvítugan mann um efnið. Skýr í koll- inum, engin óþarfa tilfinningasemi um hið liðna heldur staðreyndir born- ar á borð. Ég þakka fyrir dýrmætar perlur í sjóð minninganna og mun ósjálfrátt leita eftir gamla manninum á göngu í hvert sinn sem ég ek um Laufásveg- inn. Anna María Sigurðardóttir. Nú er fallinn frá minn góði vinur og samstarfsmaður í áratugi, hann Bergur G. Gíslason. Hann var nýlega orðinn 100 ára. Þótt nokkur aldurs- munur væri á okkur voru það áhuga- málin og viðfangsefnin er tengdu okkur saman. Var það fyrst og fremst á vettvangi Morgunblaðsins og út- gáfufélags þess, Árvakurs hf. Garðar Gíslason, faðir Bergs, hafði verið í forystu félagsins frá stofnun 1919 en formaður 1927 til 1938. Er kom fram á stríðsárin síðari hvarf Garðar til Bandaríkjanna og kom rekstur fyrirtækisins þá í hendur Bergs. Hann sat sinn fyrsta fé- lagsfund í Árvakri 1942. Var þá stjórn félagsins í höndum þeirra Guðmund- ar Ásbjarnarsonar, Hallgríms Bene- diktssonar, Valtýs Stefánssonar og Sveins M. Sveinssonar, föður míns. Faðir minn fékk illkynjað heilaæxli árið 1950 og hvarf þá frá öllum störf- um. Hann dó ári seinna. Hann hafði falið mér að bjóða ákveðnum hluthöfum Árvakurs hf. öll hlutabréf sín í félaginu en þau voru næststærsti hluturinn. Allir þessir hluthafar báðu mig fyrir þau skilaboð að ef ég yrði umboðsmaður bréfanna væri það ósk þeirra að ég tæki við af föður mínum. Faðir minn dó svo í nóvemberbyrjun 1951 og var ég kjör- inn í stjórn Árvakurs hf. hinn 15. des. 1951, aðeins 26 ára gamall. Þarna hófst samstarf okkar Bergs og varð heillavænlegt um áratuga skeið. En breytingar urðu þegar á næstu árum. Guðmundur Ásbjarnarson féll frá 1952 og Hallgrímur Benediksson 1954. Komu þá inn í stjórnina Geir Hallgrímsson og Bergur G. Gíslason. Ég var kosinn formaður 1955. Nú var mikið verk að vinna fyrir fé- lagið og lögðu sig allir fram. Árið 1949 hafði félagið keypt hús og lóð í Aðalstræti 6 fyrir of fjár og allt í skuld. Fljótlega var gerður samningur við eigendur Vélsmiðj- unnar Héðins sem átti lóðina Aðal- stræti 6b, og ákveðið að sameina lóð- irnar og byggja sameiginlegt hús sem þar nú stendur, oft kallað fyrr á árum Morgunblaðshöllin. Sveinn Guð- mundsson, forstjóri Héðins, var með okkur í bygginganefnd og var hinn traustasti samstarfsmaður. Á þessum árum þurfti leyfi fyrir öllu, fjárfest- ingarleyfi, innflutningsleyfi o.fl. Fjár- festingarleyfi fékkst fyrir fyrstu þremur hæðunum og var þá hafist handa. Afsaka þarf hve saga þessi er sögð nákvæmlega en einmitt á þessum ár- um reyndi ég það að hafa slíkan út- sjónasaman og ráðagóðan mann að leita til sem Bergur var. Við höfðum gott samstarf við teikn- ara hússins, Gunnar Hansson, og byggingameistarann, Jón Berg- steinsson, Sigfús Jónsson, framkv.stj. Morgunblaðsins, og fjölda annarra sem þar að komu. Húsið fór nú að rísa, Héðinn tók Vesturver í notkun 1954 og Morgun- blaðið flutti mikinn hluta starfsemi sinnar 1956. Við Bergur vorum per- sónulega á fullu við flutningana og kom útsjónarsemi Bergs sér þar vel. Svona gekk samstarfið alltaf upp á það besta. En Bergur lagði einnig hugann að framtíðinni. Hlutaféð í Ár- vakri var að mestum hluta einkaeign einstakra manna. Bergur kom með þá hugmynd til okkar samstarfsmannanna að við skyldum beita okkur fyrir því að hlutaféð yrði flutt á fyrirtækin í stað persónulegra eigenda. Þetta gekk eftir og má þakka Bergi að hlutafé Árvakurs hélst svo stöðugt í sömu höndum um áratuga skeið fyrirtæk- inu og eigendum til mikilla hagsbóta. Lýst hefur verið brotum af sam- starfi Bergs og okkar félaganna en þau voru góð og langvinn. En hvenær sem vandamál komu upp og úr þurfti að leysa var Bergur hinn trausti og góði félagi sem ávallt var gott að leita til. Við í stjórninni fórum oft í veiði- ferðir saman og höfðum konurnar með. Það var skemmtileg samvera sem við minnumst ávallt. Ég og kona mín sendum Ingi- björgu, dætrunum og allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Haraldur Sveinsson. Þegar við í dag kveðjum Berg, ald- ursforseta fjölskyldunnar, verða kaflaskil í sögu afkomenda Garðars Gíslasonar. Genginn er síðastur fjög- urra barna Þóru Sigfúsdóttur og Garðars. Bergur var boðberi tækni- nýjunga í okkar ætt. Allt sem hafði mótor, ekki síst vélar sem stuðluðu að bættum samskiptum og samgöngum, var á hans áhugasviði. Ekki var það svið þó hans aðal- starfsvettvangur. Það féll í hlut Bergs að taka rúmlega þrítugur við rekstri fjölskyldufyrirtækisins, heild- verslun Garðars Gíslasonar. Afi Garðar ákvað að flytja sig um set til New York, á árum síðari heimsstyrj- aldar og annast þar innkaup fyrir fyr- irtækið og skapa ný viðskiptatæki- færi. Dvöl hans varð þó lengri en til stóð í fyrstu. Bergur var framkvæmdastjóri heildverslunarinnar í rúm 30 ár eða þar til rekstrinum var hætt. Tími hinna gömlu heildverslana frá alda- mótunum 1900 hafði runnið sitt skeið. Í hugann koma minningar um yf- irgripsmikinn rekstur hér í Reykja- vík og að Minni-Borg í Grímsnesi, matvæladeild, vefnaðarvörudeild, Bergur G. Gíslason ✝ Ástkær faðir okkar og bróðir, ÞORSTEINN INGÓLFSSON, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. júní kl. 13.00. Ingólfur Þorsteinsson, Jóna Sigurjónsdóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Sverrir Ingólfsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: