Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 43
Það bara gengur ekki
að „leika“ sig upp í
það að vera rokkari. … 49
»
reykjavíkreykjavík
Á heimasíðu
Sigur Rósar sig-
urros.com er nú
hægt að skoða
nýtt myndband
við lagið „Gobble-
digook“, fyrsta
smáskífulag plötunnar Með suð í
eyrum við spilum endalaust. Í
myndbandinu er að finna töluverða
nekt þó að umfjöllunarefni mynd-
bandsins geti seint talist til kláms
en þó er sá varnagli sleginn á síð-
unni að þeir sem skoði myndbandið
staðfesti þar með að þeir hafi náð
18 ára aldri. Komið hefur fram í
fjölmiðlum að sveitin geri ráð fyrir
að myndbandið verði bannað í
Bandaríkjunum en þar í landi hefur
nekt löngum þótt hættulegri sið-
ferðiskenndinni en til dæmis gróft
ofbeldi sem er fyrir löngu orðið að
eðlilegum hlut í sjónvarpi.
Nú er að sjá hvort íslenskir dag-
skrárstjórar líti nekt öðrum augum
en kollegar þeirra vestanhafs og
sýni myndband Sigur Rósar á milli
dagskrárliða.
Sigur Rósar-myndband
vekur spurningar
Annað kvöld verður ný fegurð-
ardrottning Íslands krýnd á Broad-
way. Stúlkurnar sem keppa hafa
fengið leiðsögn varðandi þjálfun og
mataræði auk þess sem þær hafa
gengið undir brúnkusturtuna óg-
urlegu. Yesmine Olsson er listrænn
stjórnandi keppninnar en kynnar
kvöldsins eru Jónsi í Svörtum föt-
um og tískulöggan Svavar Örn.
Dómnefndina skipa Arnar Laufdal
eigandi keppninnar, Björn Leifsson
úr World Class, Guðrún Möller
fyrrum fegurðardrottning, Heiðar
Jónsson snyrtir, Karl Berndsen stíl-
isti, Manúela Ósk Harðardóttir
fyrrum fegurðardrottning og Val-
geir Magnússon auglýsingamaður.
Keppt í fegurð
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
AÐ minnsta kosti 39 tónlistarmenn sem komu
fram á tvennum Bítlatónleikum í Háskólabíói
hinn 22. mars sl. hafa ekki fengið greitt fyrir
vinnu sína, en um var að ræða tónleika þar sem
plata Bítlanna, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club
Band, var flutt í heild sinni. Að sögn Björns Th.
Árnasonar, formanns og framkvæmdastjóra Fé-
lags íslenskra hljómlistarmanna, hefur Sigurður
Kaiser, aðstandandi tónleikanna, ekki staðið í
skilum gagnvart meðlimum Sinfóníunnar.
„Hann fékk til sín 38 hljóðfæraleikara úr Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, tónlistarmenn sem hann
hefur ekki enn greitt laun. Við erum búnir að
senda honum 38 innheimtubréf, en hann sendi
þau öll til baka og nú er þetta bara komið til lög-
manna,“ segir Björn. „Við erum að sækja hann
prívat og persónulega, við teljum að hann sé að
gefa upp einhverjar aðrar kennitölur, en það er
hann sem stendur fyrir þessu tónleikahaldi og
hann hefur komið fram fyrir sína eigin hönd.“
Björn segir að umræddir tónlistarmenn hafi
mætt á þónokkuð margar æfingar, auk tón-
leikanna tvennra, og því hafi verið um töluverða
vinnu að ræða. Þá segir hann að reikningur hvers
liðsmanns Sinfóníunnar hafi hljóðað upp á
115.000 krónur, samtals um 4,4 milljónir.
„Hann endursendi reikningana núna fyrir
helgina, og við sendum þá bara beint til lögmanna
því fresturinn sem við gáfum honum til þess að
greiða þetta er útrunninn. Og hann hefur ekkert
samband haft við okkur,“ segir Björn.
Búinn að tapa tíu milljónum
Að sögn Sigurðar Kaisers er stefnt að því að
greiða öllum þeim sem fram komu á tónleikunum
fyrir vinnu sína. „Þetta var náttúrlega gríðarlega
dýrt verkefni, og það fengust ekki nógu margir
styrktaraðilar þannig að við vorum algjörlega
háð því að fá áhorfendur. Svo þegar farið var af
stað rauk kostnaðurinn upp úr öllu valdi, enda
mikið lagt undir og mikill metnaður hjá öllum,“
segir Sigurður, en upphaflega stóð til að halda
tónleikana í Laugardalshöll. Þegar í ljós kom að
áhugi fyrir tónleikunum var minni en búist hafði
verið við var ákveðið að færa þá yfir í Háskólabíó.
„Við tókum þá ákvörðun að valda ekki þeim sem
keypt höfðu miða í Höllina vonbrigðum, heldur
færa tónleikana í Háskólabíó og reyna að fylla
tvenna tónleika þar, sem hefði skilað okkur á núll-
ið. Það tókst ekki því það borguðu sig ekki inn
nema um 1.000 gestir. Það sjá það allir að það
stendur ekki undir 24 milljóna króna kostnaði,
enda tekjur innan við níu milljónir. Þegar verk-
efni standa ekki undir sér þarf að sækja fé í aðra
sjóði, og þeir eru ekki á lausu akkúrat núna. Fyrir
ári hefði maður bara fengið yfirdrátt og reddað
þessu þannig, en núna er það ekki í boði,“ segir
Sigurður sem sér fram á að þurfa að greiða fyrir
verkefnið úr eigin vasa, en hann sé nú þegar bú-
inn að tapa um tíu milljónum króna á því.
Sumir fengu greitt
Auk liðsmanna Sinfóníunnar hefur Haraldur
Vignir Sveinbjörnsson ekki fengið greitt fyrir
vinnu sína við tónleikana, en hann sá um útsetn-
ingar, auk þess að spila á hljómborð á tónleik-
unum.
Einhverjir þeirra sem komu fram á tónleik-
unum hafa þó fengið greitt, þar á meðal tónlistar-
stjórinn Jón Ólafsson og söngvararnir Stefán
Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson.
„Það er vel ef hann hefur getað borgað ein-
hverjum, en samt sem áður er allsérstakt ef hann
hefur valið út einhvern ákveðinn hóp,“ segir
Björn. „Menn ættu auðvitað að spyrja hversu
margir miðar voru seldir og hver kostnaðurinn
var við þetta. Samkvæmt okkar útreikningum
hefði hann ekki átt að fara illa út úr þessu.“
Röng kennitala
„Það þarf að finna einhverja lausn, og við erum
að vinna í því með FÍH að finna einhverjar leiðir.
Það mun taka einhvern tíma að klára þetta, en
stefnan er að allir fái greitt þótt síðar verði,“ seg-
ir Sigurður, sem vill þó ekki meina að búið hafi
verið að semja um 115 þúsund króna greiðslu til
hvers liðsmanns Sinfóníunnar. „Það var ekki al-
veg búið að semja, og það er kannski eitt af því
sem FÍH klikkaði á. Þeir tóku að sér að vera
tengiliður við hljóðfæraleikarana. Áður en tón-
leikarnir fóru af stað vildi ég gera samninga, en
það gekk ekki þannig að þessi tala var aldrei sett
á blað. Þeir eru hins vegar að skoða hvort hægt sé
að fella niður einhver félagsgjöld í þetta skipti.“
Aðspurður segir Sigurður að reynt hafi verið
að gera upp við sem flesta. „En það sem eftir
stendur eru þeir sem ekki var búið að semja við,“
segir hann, og bætir því við að ástæða þess að
hann hafi sent reikningana til baka hafi verið sú
að þeir hafi verið sendir á ranga kennitölu.
„FÍH sendi reikningana á mína kennitölu þann-
ig að ég sendi þá bara til baka og bað þá að breyta
því þannig að þetta færi á fyrirtækið, Ofur-
hetjur.“
En sér Sigurður fram á að tónlistarmennirnir
fái greitt?
„Þetta er ofsalega erfið staða því það liggur
ekki fyrir samningur, sem voru ákveðin mistök af
hálfu FÍH að ganga ekki í. Það var heldur ekki
búið að semja um ákveðna tölu, meðal annars
vegna þess að það var ekki ljóst hvað æfingatím-
inn yrði mikill, auk þess sem ekki var vitað hvort
þetta yrði flutt á Rás 2 eða ekki. Okkur þykir
þetta mjög leitt, en við erum að reyna að finna
lausn með okkar fjármögnunaraðilum og FÍH.“
Bítlarnir borguðu sig ekki
Tugir tónlistarmanna hafa ekki fengið greitt fyrir Bítlatónleika í mars
Tónleikahaldari stefnir að því að gera upp við alla þrátt fyrir 15 milljóna tap
Morgunblaðið/Þorkell
Stjörnur Öllu var tjaldað til á tónleikunum, en mikið tap varð af þeim. Sumir þeirra sem komu fram reyna nú að innheimta laun með hjálp lögfræðinga.
Björn Th. ÁrnasonSigurður Kaiser
Það var svo sem
viðbúið að lands-
menn, bæði ungir
og aldnir myndu
sameinast fyrir
framan sjónvarps-
kassann á laugar-
daginn þegar Eurobandið keppti í
Evróvisjón en samkvæmt Capa-
cent-könnun sem enn hefur ekki
verið birt opinberlega horfðu um
91,4% landsmanna samfleytt á að
minnsta kosti 5 mínútur af útsend-
ingunni. Á fimmtudeginum þegar
síðari undankeppnin fór fram var
prósentutalan ívið lægri eða 85% og
þriðjudaginn þar á undan þegar Ís-
land keppti ekki, horfðu um 73%
landsmanna samfleytt á að minnsta
kosti fimm mínútur af útsending-
unni. Að áramótaskaupinu undan-
skildu er ekki það sjónvarpsefni til
á Íslandi sem er jafn vinsælt og
Evróvisjón. Hvað segir það okkur
um íslenska þjóðarsál?
Evróvisjón-óð þjóð