Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
BÚIÐ er að malbika Helgafellsveg
í Mosfellsbæ, en íbúar í Álafoss-
kvos, sem er rétt við veginn, og
Varmársamtökin hafa lengi mót-
mælt lagningu vegarins og hefur
málið verið í kæruferli.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, segir ljóst að vegur-
inn verði þarna til frambúðar.
Framkvæmdir við hann hafi staðið
yfir í vetur og í vor. „Vegurinn var
malbikaður í maí,“ segir Haraldur.
Áður hafi vinnuvegur, sem lagður
var vegna fráveitulagna á svæðinu,
verið lagður að hluta til í vegar-
stæði Helgafellsvegar.
Íbúar á svæðinu kærðu í fyrra
vegarframkvæmdirnar tvisvar til
úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála. Að sögn Sigrúnar
Pálsdóttur, stjórnarmanns í Varm-
ársamtökunum, var deiliskipulag
sem samþykkt var í lok árs 2006
kært í janúar í fyrra. Nefndin
stöðvaði framkvæmdir og skömmu
síðar felldi Mosfellsbær skipulagið
úr gildi, segir Sigrún. „Þá neydd-
umst við til að draga kæruna til
baka. Því var lofað í fjölmiðlum að
málið yrði unnið í sátt og samlyndi
við íbúana. En daginn eftir þing-
kosningar í fyrravor hófust fram-
kvæmdir án þess að deiliskipulag
hefði verið auglýst til kynningar,“
segir Sigrún.
Nýtt deiliskipulag tók gildi 26.
september í fyrra. Það deiliskipulag
var líka kært af hálfu íbúa, en kær-
an hefur enn ekki verið afgreidd.
Farið yfir málið
Haraldur Sverrisson segir ekki
hafi verið hafnar framkvæmdir við
veginn fyrr en skipulag hafði verið
staðfest. Eftir að kæra barst úr-
skurðarnefnd hafi hún stöðvað
framkvæmdina. Það hafi verið gert
vegna þess að hugsanlegt var talið
að ný lög um umhverfismat skipu-
lagsáætlana gætu átt við. „Þá var
farið í að laga það sem úrskurðar-
nefnd taldi að væri að,“ segir Har-
aldur og bætir við að bærinn hafi
látið vinna umhverfisskýrslur
vegna framkvæmdarinnar. „Þetta
hefur svo allt verið auglýst aftur og
skipulag er frágengið og staðfest af
bæjarstjórn og Skipulagsstofnun og
framkvæmdaleyfi komið,“ segir
hann. Með breytingum hafi verið
komið til móts við sjónarmið þeirra
sem voru andsnúnir framkvæmd-
unum, en Haraldur bendir á að gert
hafi verið ráð fyrir Helgafellsvegi á
aðalskipulagi Mosfellsbæjar allt frá
árinu 1983.
Sigrún Pálsdóttir segir það hafa
komið á óvart að bærinn skyldi
hefja framkvæmdir við veginn áður
en úrskurður væri kominn í kæru-
málinu. Hún segir Varmársamtökin
ekki bjartsýn á niðurstöðu úrskurð-
arnefndarinnar.
Spurð hvort hún telji að vegurinn
verði þarna til frambúðar segir Sig-
rún að erfitt sé að svara því. „En
við höfum sagt að það virðist ljóst
að vegurinn verður þarna allavega
út þetta kjörtímabil.“
Helgafellsvegur við Álafoss-
kvos er til frambúðar
Morgunblaðið/Júlíus
Malbik Framkvæmdir við Helgafellsveg hafa verið í gangi í vor og var vegurinn malbikaður nú í maí.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„FÓLK TALAR líka um veikindi
sem ástæðu fjárhagserfiðleik-
anna. Það er hins vegar erfitt að
sjá hvort til dæmis þunglyndi er
orsök eða afleiðing af fjárhags-
vandanum. Hvort þunglyndið
kemur á undan eða hreinlega á
eftir og þau skertu lífsgæði sem
þessu fylgja. Ef fólk langar í
skóla þá er það kannski ekki
hægt því það verður að vinna fyr-
ir öllum skuldunum,“ segir
Bylgja Ólafsdóttir, nemi í fé-
lagsráðgjöf við Háskóla Íslands,
um fjármál ungs fólks sem hefur
eytt um efni fram.
Að undanförnu hefur Bylgja
unnið að BA-ritgerð í félagsráð-
gjöf í samvinnu við Þóreyju
Kristínu Þórisdóttur og þær
stöllur rætt við aðila sem veita
ungu fólki fjárhagsráðgjöf.
Rannsóknin byggist á gögnum
frá Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna og nær til rúmlega
300 ungmenna á aldrinum 21-30
ára.
Spurð um rætur fjárhagsvand-
ans segir Þórey helstu ástæð-
urnar offjárfestingu og vankunn-
áttu, orsakir sem vitaskuld
haldist í hendur, auk veikinda,
skilnaða og fleiri þátta. Peninga-
vandræði geti átt þátt í sjúkdóm-
um á borð við þunglyndi, og segir
Þórey það mundu verða áhuga-
vert að kanna það samspil nánar.
Bylgja segir ljóst að margir
hafi lifað um efni fram á síðustu
árum.
„Fólk er að spenna bogann of
hátt og þegar eitthvað kemur
upp á þá er það strax komið í
þrot. Svo er líka lítill sparnaður
hjá fólki. Það sparar ekkert. Við
ræddum við einn ráðgjafann [hjá
Ráðgjafarstofu heimilanna] og
henni finnst neysluhyggjan tröll-
ríða öllu. Fólk þarf að eignast allt
strax. Íbúðir ungs fólks eru full-
búnar nýjum húsbúnaði.
Það tekur margar raðgreiðslur
og áttar sig ekki á því að það þarf
að borga af þessu öllu. Þessum
ráðgjafa finnst hugarfarið þurfa
að breytast.“
Bylgja segir það sama uppi á
teningnum á Norðurlöndunum.
„Ég skoðaði skýrslu norsku
ráðherranefndarinnar um þessi
mál. Þar voru tekin viðtöl við
ungmenni, fólk á þrítugsaldri, og
þar skín þetta alveg í gegn. Þetta
er lífsstíll. Fólk er að fylgja ein-
hverju mynstri og skuldsetur sig.
Vankunnáttan kemur líka fram
og sú staðreynd að fólk hefur litla
heildarsýn yfir fjármálin. Það
veit ekki hvaða afleiðingar það
hefur að lenda í vanskilum. Það
sama á við í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi.“
Bíða þangað til bankinn
hefur sagt „stopp“
Hún segir marga draga það að
leita sér fjármálaráðgjafar þar til
málin séu komin í óefni.
„Fólk fer ekki að tala við fjár-
málaráðgjafa eða leita sér að-
stoðar fyrr en bankinn er búinn
að segja „stopp“. Fólk leitar sér
allt of seint aðstoðar og ekki fyrr
en allt er komið í þrot.
Ég sá það í skýrslu norrænu
ráðherranefndarinnar og heyrði
það á máli eins ráðgjafans á Ráð-
gjafarstofu heimilanna að það
hefði mátt grípa fyrr inn í og þá
hefði staðan ekki orðið svona
slæm hjá fólki. Eins tók ég líka
eftir því í skýrslunni að þar sagð-
ist fólk fara seint til foreldra
sinna að leita aðstoðar. Fólk er
að reyna að laga þetta sjálft.“
Bylgja telur skömmina við að
játa vandann meðal skýringanna.
„Það er skömmin, held ég.
Fólk hefur ætlað að laga þetta
sjálft. Það hefur keypt húsbúnað,
bíla og aðra hluti á jafnvel 100%
lánum og á lítinn sparnað fyrir.
Málið snýst um að fá hlutina
strax. Ég hef tekið dæmi af ung-
mennum sem eru á flottum bíl en
vilja kannski ekkert selja bílinn
þó það lagi fjárhagsvanda þeirra.
Þau vilja halda í eitthvert stöðu-
tákn.“
Fjárhagsáhyggjurnar koma
jafnvel niður á heilsufarinu
Ungmenni vilja ekki láta stöðutáknin upp í skuldir Vilja hlutina strax
Bylgja
Ólafsdóttir
Þórey Kristín
Þórisdóttir
Í GÆRDAG var haldinn kynningarfundur fyrir Mosfellinga á nýju deili-
skipulagi Álafosskvosar. „Það sem við höfum alltaf barist fyrir er það að
deiliskipulög kvosarinnar og tengibrautarinnar séu meðhöndluð samtímis,
vegna þess að deiliskipulag tengibrautarinnar hefur gríðarleg áhrif á út-
færsluna á deiliskipulagi Álafosskvosar,“ segir Sigrún Pálsdóttir. Hún seg-
ir að samtökin líti svo á að kvosin sé eign allra landsmanna. Þarna séu
sögulegar minjar sem hlúa þurfi að.
Kvosin eign alls landsins
Úrskurðar vegna
kæru á vegarlagn-
ingunni enn beðið
„FRUMVARP um greiðslu-
aðlögun er tilbúið og hefur
verið lagt fram í ríkisstjórn.
Við munum nýta næstu vik-
ur til að fá umsagnir sem
flestra þannig að það verði
komið í endanlega mynd
þegar þingið kemur saman í
haust,“ segir Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráð-
herra, vegna þeirra orða
Ástu S. Helgadóttur, for-
stöðumanns hjá Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna, að brýn þörf sé fyrir að innleiða
greiðsluaðlögunina.
Björgvin segir aðspurður álitið að að jafnaði
séu á milli 150 og 200 einstaklingar á ári sem
myndu fara inn í greiðsluaðlögun og að í ljósi
þess að „ofsaþensla“ síðustu þriggja ára væri
að baki megi ætla að talan kunni að verða
hærri, eftir tímabil „mikillar lántöku“.
„Þess vegna höfum við hraðað þessari vinnu,
því við viljum gera allt sem hægt er að gera til
að bæta stöðuna fyrir þá sem lenda í erfiðleik-
um vegna tekjumissis eða ytri áfalla. Sambæri-
leg löggjöf í Danmörku segir okkur að þetta
hafi gríðarlega jákvæð áhrif og fækki mjög ein-
staklingum, sem ekki eru atvinnurekendur,
sem eru gerðir gjaldþrota.“
Inntur eftir því hvort samhliða þessu verði
stefnt að bættu fjármálalæsi ungmenna segir
Björgvin þegar hafna vinnu vegna þess í við-
skiptaráðuneytinu, í samstarfi við mennta-
málaráðuneytið.
Frumvarp um
greiðsluað-
lögun tilbúið
Björgvin G.
Sigurðsson
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur staðfest formlega að Ólafur Ragn-
ar Grímsson, núverandi forseti Ís-
lands, er einn í
kjöri til embætt-
isins í sumar.
Segir ráðuneytið
að framboðið sé
löglega fram
komið og fylgi-
skjöl svo úr garði
gerð sem lög
mæli fyrir. Frest-
ur til að skila
framboðum til
kjörs forseta Ís-
lands, er fram á að fara 28. júní, rann
út föstudaginn 24. maí sl. Dóms- og
kirkjumálaráðuneytið hefur sent
Hæstarétti framboð Ólafs Ragnars
Grímssonar til forsetakjörs. Jafn-
framt fylgja meðmæli tilskilins
fjölda kjósenda úr landsfjórðungi
hverjum.
Ólafur er
einn í kjöri
Ólafur Ragnar
Grímsson
ICELANDAIR hyggst bregðast við
hækkunum á eldsneytisverði, að því
er segir í fréttatilkynningu frá félag-
inu, og draga úr framboði á flugi.
Gerðar verða breytingar á vetrar-
áætlun flugfélagsins fyrir næsta vet-
ur. Helstu breytingarnar verða þær
að vetrarhlé verður lengt í flugi til og
frá Minneapolis og heilsársflugi til
Toronto og Berlín verður frestað.
Fleiri breytingar hafa verið gerðar,
meðal annars dregið úr flugi til Par-
ísar en ferðum til New York hins
vegar fjölgað. Einnig verða felldar út
einstakar ferðir á nokkrum leiðum.
Farþegar sem áttu bókað í flug á
leiðum sem felldar hafa verið niður
verða látnir vita og þeim boðin end-
urgreiðsla eða önnur ferðatilhögun.
Í fréttatilkynningu félagsins segir
jafnframt að bókunarstaða Icelanda-
ir sé góð. Félagið verði, eins og önn-
ur flugfélög, að bregðast við 60%
hækkun á flugeldsneyti sem orðið
hafi frá áramótum.
Icelandair
dregur úr
framboði
♦♦♦