Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 27

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 27
SKINFAXI 27 lieitl og fölskvalaust. Hún er háð helgidómum alþýð- unnar. Þeir, sem eiga hugsjónir, setja sér hátt takmark. Ef þeir hafa svo manndóm til að lifa fyrir ást sína og reynast henni trúir, er það vísl, að þeir „brjóast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn". Þeir menn eru hetjur, sem ekki svíkja köllun sína. Þeirra er brúður lífsins. Þetta fólk á heimtingu á þvf, að þess sé getið, þegar verið er að lýsa æsku landsins, þvi að livað sem höfða- töln liður, er það þella fólk, sem geymir Iðunnarepli þjóðmenningar okkar. Það geymir allar vonir þjóðar- innar um gæfusama framtíð. Þess eru hugsjónirnar, mátturinn og dýrðin. Ungmennafélagar! Látið stefnu ykkar móta komandi fiina og komandi þjóð. Halldór Kristjánsson. Tvær myndir. í einu frægasta höggmyndasafni Norðurlanda stend- ur lmn, myndin, sem hér verður lítillega gerð að um- ræðuefní. Hún er ekki af neinni sérstakri persónu og stendur hvergi nærri á áberandi stað. Myndin er konulíkan, og iiöggvin í drifhvítan marmara. Likneskið allt er heill- andi fagurt, en þó ber frá um höfuðlag og andlitsdrætti. Höfuðið er eilitið álútt, augun opin og starandi. En úr öllum svipniun stafar einhverjum þeim yndisleik, sem með orðum verður ekki lýst. Það er eins og skin djúpr- ar og þreyjand mannssálar hliki um hvarma og enni og ljómi i sterkri löngun út i ómælisvíðáttur þeirra veralda, sem skapandi imyndunum liggja alla jafna auðfarnastar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.