Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 28

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 28
SIUNFAXI 28 Myndin stcndur í stórum sal, innst i langri röð liögg- líkana, en þó lítið eitt afsiðis, eða því sem næst á mót- um Ijóss og skugga. Ber þannig rökkrið yfir Iiana enn fyllri blæ draumlyndis og m júkleika. A fótstallinum er heiti hennar í einu orði. Myndin lieitir: *— D a g d r a u m a r. En nú munu ýmsir lesendur mínir spyrja: Hvað varðar okkur um dagdrauma? Framundan okkur liggja ógrynni torveldra mála. Ömurlegur og illskiptinn virki- leikinn um brýnustu nauðþurftir og aflcomu hlasir hvarvetna við augum. Ilvað koma okkur svo dagdraum- ar við? Og vitanlega er þetta allgreinileg andstæða við alll krepputalið, það fyrsta og síðasta, sem um er rætt, þeg- ar tveir menn hitlast, auk Jæss að vera megin-efni i blaðafréttum og útvarpi. Dagdraumar eru sérstaklega cinkenni æsku á þroska- skeiði, og þroskavænleg æska er framsóknarlið lifsins á öllum tímum. Flest mikilvæg vei’k birtast fyrst í liug höfundar, í Iiverri mynd sem þan síðan mótast. Þau risa í sínu frumformi í dagdraumum lians, löngu fyrr en höndin býr þau i orð eða efni. Dagdraumar eru sú starfsemi vakandi mannshuga,. sem á hugrænan hátt fæst við framkvæmd þeirra óska og eftirlangana, sem í sál okkar vakna. Hið nálæga og hversdagslega hverfur, en liugsjónin ris (jg skýrisl og færist í gervi veruleikans. Augu dreymandans verða skyggn og sjá gegnum holt og hæðir og skynja raðir atburða, sem enn hafa ekki náð raunhæfu formi. Umhverfið máist og hverfur. Og öll getum við set- ið langtimum saman og dreymt drauma, vakandi og vitandi það, að margir þeirra verða ekki annað en skýjaborgir. En þeir eru eigi að síður votlur hins vak- andi máttar, sem bíður eftir tækifærum, lil að leiða sterk hugðarefni í gagnhæft gerfi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.