Skinfaxi - 01.10.1934, Side 10
90
SKI.NFAXI
einn og fór með honum að skoða nokkur ræktunarfyrir-
tæki unglinga. Ráðunauturinn lofaði að greiða gesti
sinum einn eyri fyrir hvert illgresi, sem honum lækist
að finna hjá fyrsta yrkjandanum, sem þeir fóru til.
Gesturinn bjóst við góðum daglaunum, en þau urðu
lítil. Honum tókst ekki að finna neina einustu arfakló.
Hirðing dýra gerir háar kröfur um árvekni og áreið-
anleik liirðisins. Drengjum er meira að segja óliætt
með jafn-vandasama þolinmæðiraun og að ala undan-
eldisgyltu til að selja smágrisina. Ungmennaráðunautur
frá J. U. F. heimsótti einusinni 14 ára dreng, sem átti
undaneldisgyltu. Hún var nýgotin og pilturinn var liróð-
ugur af að eiga livorki meira né minna en 14 grísa-
anga. Gyltan fæddi ekki nema 12 grisi. Tveir þeir
minnstu voru útundan, og útlitið var siður en svo efni-
legt um framtíð þeirra. Ráðunauturinn leitaði drengs-
ins um stund, en fór svo út i svinahús að heilsa upp á
gyltuna. Þar sat þá drengur á kubbi inni í svínastíunni.
í annari hendinni liélt hann á mjólkurflösku með tottu
og var að gefa litlu grísunum tveimur úr henni, en í
hinni hendinni hélt hann á bók, sem hann las með á-
fergju. Það var „En lönande svinskötsel“ (arðsöm
svínarækt) eftir Nils Hansson háskólakennara. Hver
annar en 14 ára drengur liefði nennt að helga tveimur
smágrísum vinnu og uinhyggju dögum saman? Það
eru drengir og stúlkur af þessu tæi, sem eru réttir erf-
ingjar og ávaxtendur þess arfs, sem liðnar óðalskyn-
slóðir láta eftir sig.
„Frá plógnum I)ótt öldungur látist lúinn,
lagvirk og sterk og reiðubúin
undireins liöndin unga grípur
áköf og traust um plógskaftið.“
Feður og afar geta sagt frá því, að i ungdæmi þeirra,
fyrir 50 árnm og ])aðan af fvr, lcomu beztu plæginga-
menn héraðsins saman til að reyna með sér. Þegar