Skinfaxi - 01.10.1934, Side 26
106
SKINFAXI
i hamförunum fyrir fáum vikum, þegar liún valt fram
kolmórauð og eirði engu. Nú er lílca gaddurinn rnjög
genginn til þurðar inni á öræfunum, og grænir geirar
teygja sig upp eftir fjöllunum, upp að eggjum.
Áin er falleg á svona kyrru kveldi. Og nú ber margt
fyrir augað, auga ferðamannanna. Einn og einn silung-
ur vakir í kvöldkyrrðinni, og fuglar sveima umhverfis.
Þeir eru á sundi hér og þar á ánni. Þarna er hávella
með unga. Hún liörfar frá bakkamun, þegar við förum
fram hjá. Þessir vesalingar þurfa að vera varir um sig',
þvi að fátt er það, sem fulltreysta má. Nú rekur selur
gljáandi kollinn upp úr straumnum, skammt frá unga-
móðurinni. Hanu slcimar i kring urn sig, horfir á okk-
ur um stund, síðan á liávelluna. Á milli þeirra er eitt
steinsnar eða svo. Þau horfast i augu. All i einu flýgur
lnin upp og stefnir á selinn. Hún hendir sér niður rétt
við granir lians og lemur með vængjunum yfirborð
vatnsins. Tilraunin tekst. Óvinurinn svarti tekur ofur-
lítið viðbragð og er liorfinn á sömu stundu. Vesalings
fuglinn fleygi! Heill sé þér fyrir hugrekki þitt. Þú lætur
það ekki á þig fá, þó að við ofurefli sé að etja þegar
þú þarft að verja aleigu þína. — Stundu siðar skýlur
upp svarta selshausnum. Hann liefir nú látið straum-
inn hera sig langa leið í áttina til hafs. Og nú er breið-
ur bekkur milli lians og ungamóðurinnar. Hættan er
liðin hjá í bráðina.
En livað straumurinn er þungur og jafn. Litið feyskið
sprek flýtur með straumnum rélt við bakkann. Það
liefir einhversstaðar blásið upp úr barði, og áin síðan
tekið herfangið, þótt lítið sé. Auðvitað á það sína sögu.
En hún verður ekki rakin hér. Það berst óðfluga áfram.
Svolitla stund er ])að okkur samsíða. En það er ekki
lengi. Fyr en varir er það komið á undan okkur. Og
það berst áfram með straumnum út i hafið mikla, sem
mikið tekur og mikið heimtar, en gefur líka mikið
þcgar svo ber undir.