Skinfaxi - 01.10.1934, Page 33
SKINFAXI
113
svo aö bjart verði í kringum hann licimkomudaginn.
Og vonglöð í anda þau bíða — biða,
en „blessaður drengurinn“ kemur eigi.
Úr gleðinnar þátt verður saga sorgar,
að síðustu þverrar lífsins kraftur.
1 grafreitnum fjölga leiðin lágu,
þar leifarnar verða að dufti smáu.
Og áðalið selda úlför borgar,
því arftakinn þráði kemnr ei aftur.
Hann einmana reikar að áliðnum degi,
ölvaður, hlaðinn af sviknum vonum.
Timinn er gleymdur, táikn og staður,
hann er tötrum klæddur sem förumaður.
Og .„kunningjarnir" sem víkja úr vegi
með viðbjóði lita á eftir honum.
Hann hafði eignazt ótal „vini“,
því öllum þeim var hann fús að lána.
Iiann tortryggði engan um efnd á borgun,
og atlflestir lofuðu að greiða „á morgun".
Þeir höfðu leitt hann að Ijónsins gini,
lokkað hann inn i drykkjukrána.
Með fjálgleik „vinirnir" ræða rökin
um ræfilinn fallna, „drykkjusvínið".
Ilans tæmdi vasi er vesæll fengur
og velsæmið bannar að þekkja ’ann lengur.
Varl mundi þeirra sjálfra sökin,
því sakláusl fannst þeim að „bragða" vínið.
h