Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 34

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 34
114 SKINFAXI Við ströndina seiðandi syngnr alda, sólskin Ijórnar á þrútnum hvörmum. Göngunni hraðar hulinn kraftur, heimþráin er að vekja hann aftur. Áfram — áfram, nú hrim skal halda, og hafið — vefur hann mjúkum örmum. Ilann drukknar og hér er dómur fallinn — dáinn ylgeisli hinzlu vonar. Að baki hans kveður við kuldahlátur, lweðjan er ekki harmagrátur. Það er Bakkus, sem fagnar við fórnarslallinn, förunautur hins tíjnda sonar. Þannig er hræðileg hryggðarmyndin. Helfararsöng skapa dægurmálin. Bræðrum vorum er banvænt hjfið byrlað, og vígið niður rifið. Dropinn fyrsti er oft dauðasyndin, Drekkingarhylurinn — gildaskálinn. Æskunni standa opnar leiðir, útsýn lífsins til beggja lianda. Annarsvegar er ofinn þáttur: orka, trú, von og kærleiksmáttur, — sem yfir áform blessun breiðir og birtir takmarkið frjálsum anda. Hinum megin er vegarvilla, vættir, sem lægstu hvötum safna. Skurðgoðið Bakkus, sem blóðfórn krefur og bölvun í för með sér hvarvetna hefur. Hvort villtu, þjóð mín, þetta hylla? Þitt er að dæma, velja og hafna. Tómas fí. Jónsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.