Skinfaxi - 01.10.1934, Side 37
SKINFAXI
117
kennileg. Vil eg nefna nokkur, sem eg liygg, að ekki
gleymist strax. „Rindarnir“ er veðurlýsing með við-
laginu: „Eg er að liugsa um hesta mína fram á dal“ og
byrjar svona:
Blærinn skelfur, k:ill á kjúkuni, krapið frýs,
sól er hnigin, upp af vestri alda ris;
hlákuský það ætla ýta enginn skal.
Eg er að hugsa uni liesta mína frani á dal.
Kvæðið er fiórar visur.
„Hvílur sauður, svartur sauður“ er kvæði, sem eng-
inn hefði getað sett sainan, nema skáld. Þar er myndum
úr lifandi náttúrunni brugðið upp með litum og jafnvel
ilmi sumarsins. Maður sér „ljónstygg trippi“ „á fjaður-
fótum“, „kindur una á börðum töðugrænum“ og belj-
una „sæla og melta, sem vagar mjólkurfull á kyrru
kvöldi“, maður finnur „kyljukoss frá sænum“ og heyrir
„yndiskvak í fuglamunnum“. Kvæðið er lofsöngur yfir
landinu „með sólskini yl'ir sjó í kring.“
„í dúfulíki“, sem er ættjarðarkvæði, er þessi lýsing:
Og karlmennin kelur í byljum
og kindinni blæðir um vör
og máfarnir detta dauðir
úr drariganum, ofan á skiir.
Og margoft er hríð og harmur
og hungur um þína fönn,
er sílaðir folar svelta
á svelli með hrotna tönn.
Þó ann ég þér, hve ég ann þér!
þú ómuna fagra land,
hvítt eins og himins dúfa
með holskefluvængi við sand.
Alltaf er það, að höfuudur lítur náttúruua eins og
persónu, sem liann sér lifa og lirærast í einfaldleika og