Skinfaxi - 01.10.1934, Page 41
SKINFAXI
121
V e t u r.
GróSurtó er um og ó
æstar góuhríðar.
Spáum þó, að kaliu kló
kvistum grói síðar.
Þ ó a ð —
Þó að hríð og húmið svart
hóti ótal meinum,
oft er hlýtl og yndisbjart
innst í hjartans leynum.
V ið ónefndan.
Þótt ei sértu klerkur í kór
né kveðir niður drauga,
þú ert hæði þrár og stór
þyrnir í satans auga.
T i l s t ú 1 k u.
Vertu fljót að velja ]iér dreng,
svo verðir ei þeim að grandi,
sem þig elta undir spreng
allt að hjónabandi.
Til annarar stúlku.
Þó að hretin háan skatt
heimti af geislum björtum,
við eigum Ijós, er logar glatt,
leynt í okkar hjörtum.
Vísur „Dagdrauma-Sveins“:
Átt hef ég við meyjar mök,
mörg eru heimsins undur.
Þessi ljúfu lausatök
liða mig í sundur.
Bliknandi blöð af viði
hlær strýkur. Haustfölvi er yfir.
Gróðurinn fellur í friði,
frækorn í moldinni lifir.