Skinfaxi - 01.10.1934, Side 42
122
SKINFAXI
Er að sigla enn í strand,
allt fyrir borð er hrokkið,
hvergi hœgt að líta land,
leiðarmerkið sokkið.
Eg hef mörgum ungfrúm kynnzt,
elskað þær með sprcttum;
þær hafa gleymt, en það er nú minnst,
þó er mér nokkuð létt um.
Einstæðingur gekk á glóð,
gat ei fagnað vori;
lífsins dökka dauðablóð
draup úr hverju spori.
Fullum seglum sigla blaut
sveinn, þótt yxi vandinn.
Aldan féll og bátinn braut,
brimið liló við sandinn.
Hefir verið grafin gröf
geislanum yndisbjarta —
hinni beztu, beztu gjöf:
brostnu kvenmannshjarta.
Hefir verið lífsins leið
lausagrjót í halla.
Veit um þrennt, er þar mín beið:
þyrsta, hrasa, falla.
Hnígur sól við sævardjúp,
syrgir allt, er lifir;
vestrið reifast roðahjúp,
rökkrið breiðist yfir.
Marga þraut eg þola má
þunga, drýgðrar syndar.
Ást og von og viðkvæm þrá
vega að mér blindar.
Til að bæta brunninn þátt
brestur manndáð, vilja, þrekið.