Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 46

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 46
126 SKINFAXI mest raðast landmegin á skipið, svo að það fékk drjúga „slagsíðu“. Fór ])á ýmsum að þykja nóg um liallann, og fóru einstöku ístöðulitlar sálir, sem gjarn- an vildu lífi halda, að færa sig yfir um, en það sýnd- ist fyrst í stað muna frekar lítið um þann selflutn- ing. Þeir, sem skelk- aðastir voru, liéldu hleikir dauðalialdi í borðstokkinn, til að vera vissir um að verða þó efstir, ef skipið kynni að taka upp á þeim ómáta að snarast um. Kona ein, með kvikulu augnaráði, spurði Ríkarð Long, hvort það myndi vera nokkur hætta, og svaraði hann svo sem skáldi sómdi, með háfleygu og lítl skiljanlegu túði. En nú var hættan brált á endað í bili. Tjald- ur öskraði ógurlega, og rann frá bryggjunni. Voru þó enn nokkrar seinfærar sálir handlangaðar um borð, rétt eins og gerist við hafnarhakkann i Reykjavík. Nú er haldið af stað, og hráðlega jafnast „slagsíð- an“, eftir því sem íolk dreifist um skipið. Fyrst var haldið suðvestur með Straumey, Nolsey á bakborða, og útsýni langt til norðausturs um Austurey, Borðey og Svíney, en fram undan Sandey. Veður er hið blið- asta og stafalogn og skygni sæmilegt, en Færeyjar hafa það sameiginlegt við siðprúðar meyjar, að þær sýna ógjarna allan sinn yndisleik í einum hvelli. Grindadráp.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.