Skinfaxi - 01.10.1934, Síða 47
SKINFAXI
127
Því fegurö hrífur huganu meira,
ef hjúpuð er.
Svo andann gruni ennþá fleira
en augað sér.
Áður en þetta skeði, var eg svo lieppinn, að vera
nýbúinn að kynnast skáldinu Hans Andreas Djur-
huus, sem var liér um borð meðal annarra. Djurbuus
er hrifningamaður mikill og skygn á fegurð alla, og
nú er það svo eftir forni’i trú, að liver sá, sem geng-
ur undir hönd hins skyggna manns, lilýtur sömu gáfu.
En Djurhuus á skáldahött mikinn. Brá liann vfir mig
hettinum fram með eyjunum, og sá eg þaðan alla þá
fegurð og leyndardóma eyjanna, sem þokan ekki huldi.
Bráðlega er komið vestur fyrir Straunxey, framlijá
Kirkjubæ og Yelbastað(Valbjai-narstað), framhjá Sand-
ey, Hesti og Koltri (folaldi), og þá er brátt hin fagra
Vogey fyrir stafni. Á þessu unaðslega sumarkvöldi
varð eg þess vísari, að strandleixdi Færeyja, lxaixxra-
berg, fuglabjörg, víkur þeirra og vogar, að ógleymd-
um liinunx tindaríku lxlíðum og hultrunx, munu eiga
fáa sina líka, a. nx. k. hér í Norðurálfu. Það, senx
gerir hamraberg og fjöll Færeyja skraulleg, unx önn-
ur fram, eru hin þunnu berglög og þar af leiðaiidi
þéttar blíðar og lijallar. Jafnvel Italia á ekki fegui’ri
sjávarsíðu eix Færeyjar.
Hvar sástu fegri framnes, brött og há,
og fjöllin prúð, er eyjaskartið vanda
með sundin djúp, og berg til beggja handa,
en bergfugl hávær fyllir loftin hlá.
Sjá! hamraverðir hreykja sér á tá,
og horfa djarfir út til stærri landa.
Sérstakt náttúrufyrirbrigði er svonefndur Tröll-
konufingur. Er það bergsixla ein afarhá, suðaustan í
Vogeyjarhönxrum; er liún laus frá aðalberginu, og