Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 48

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 48
128 SKINFAXI mun hæð hennar nema hundruðuni metra. Er það íingur af Iröllkonu, er ætlaði að draga Færeyjar til íslands í forneskju, en dagaði þarna uppi. Fylgir sú sögn Tröllkonufingri, að frækinn klettamaður fær- evskur hafi látið þar lífið fyrir heimskulega áeggjan konungssonar nokknrs frá Danmörku. Komst Færey- ingurinn upp og niður aftur, en gleymdi vetti sínu eða húfu. Krafðist þá kóngsi þess, að hann sækti aftur það sem hann hafði gleymt, og varð það hani hins frækna Færeyings. Eftir tvegja stunda ferð erum við komnir að hin- um fyrirheitna stað, Miðvogi, þar sem grindin átli að rekast á land. Það sjásl glögg merki þess, að veiði- mennirnir eru búnir að króa hvalavöðuna inni við Miðvogsleirur, og var ekki að sjá, að þeir væru hraéddir um að missa veiðina, því að bátaf jöldinn lá hinn rólegasti fvrir framan livalamergðina, og beið þess, að áhorfendurnir frá Þórshöfn kæmn á vett- vang. Var svo að sjá, sem þeir með þessu vildu gera stundina sem hátíðlegasta. Þegar Tjaldur var kom- inn svo nálægt, sem hann mátti, kastaði hann akk- um. Tæplega voru akkerin runnin í botn, er veiðimenn réðust á bvalina af mikilli áfergju; byrjaði nú ldóð- ug orusta milli manna og hvala, svo sem kveður Mikkjal skáld á Ryggi: Fólkið og hvalir har berjast í droyra. Sveifirnar (sporðarnir) geva so munagóð slög. Brakið av brotnandi við er að hoyra, bankið av krókum á bognandi blöð. Borðini stökka, bátarnir sökka. Garpar frá árunum springa; í bárunum svimja teir, inntil þeir grynná á stöð. Hvalirnir eru reknir með liarki og liávaða, ópi og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.