Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 59

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 59
SIÍINFAXI 139 og öruggum þroska í íslenzkri mold og íslenzku lofti, og gcfa meiri arð en annað, sem nú er liér ræktað. Þjóðina skortir daglegt brauð og daglegt starf, en sólin skin, moldin bíður óræktuð og lilaðin frjóefn- um, og sáðkornið er til, albúið að skjóta rótum og' gróa og bera margfaldan ávöxt. Yantrú þjóðarinnar og vanafesta ein virðist standa fyrir því, að „brauð veiti sonum móðurmoldin frjóa“. Eg veit ekki hvað er lilutverk vondjarfra sveita- ungmenna og trúaðra á mátt sinn og moldar sinnar, ef ekki það, að snúa íslenzkum bændum, feðrum sín- um, ineð framkvæmd og reynslu til trúar á islenzka lcornyrkju. Hvað finnst vkkur, drengir? Þjóöernismál. Framan af árum litu U. M. F. á sig fyrst og fremst sem þjóðernisfélög og veg'legasta hlutverk silt það, að vernda, efla og dýrka „allt, sem þjóðlegt er og ram- íslenzkt“ í eigu vorri, andlegri og efnislegri. Margt liefir breytzt og kynslóðaskipti orðið að mestu i U. M. F„ frá því sem var í öndverðu. Þjóðernismálin bafa þó ekki vikið sæti. Getur verið, að þau séu ekki jafnbeit trúarmál og var. En meginvilji U. M. F. er þó jafnan sá, að kenna ungmennum að vinna „Is- landi alll“ sitt starf, gcra þau að tryggum og ól)ilug- um íslendingum. „Fjæst og fremst skal lcggja stund á að fegra og lireinsa móðurmálið" er gamalt lioðorð í lögum U. M. F. í. - Vér íslendingar eigum því sérsaka láni að fagna, að eiga eina fullkomnustu og dýrlegustu þjóð- tungu heims. Hún „hefir voða þungar tiðir þjóðinni verið guðleg móðir“. Að landi voru og sjálfum oss undan skildum, er tungan eini dýrgripur vor, með bókmenntum þeim, er hún geymir. Ef vér liefðum týjd málinu, værum vér „sokknir í þjóðahafið" og að engu liafðir. Máli voru er að þakka, að vér get-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.