Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 64

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 64
144 SKINFAXI Og' liann rauk á sprett, án bess að skeyta frekar um frænda sinn. „Jæja, þrált fyrir allt,“ hugsaði Yilli, begar hann sá frænda sinn stokkva fimlega yfir girðinguna. „Það er eitthvað skemmtilcgt við bessa skáta með beru hnén.“ Sjálfur klifraði hann á þungum stígvélunum yfir girðing- una og upp á járnbrautaruppfyllinguna, sem lá að brúnni. Hann heyrði Tómas kalla eitlhvað, en heyrði ekki orðaskil fyrir niðnum i vatninu. Villi var héruinbil uppgefinn, begar hann kom upp að brúnni, bar sem Tómas stóð. Undir drengjunum fossaði lækurinn eins og bcljandi stórfljót. Villi leit bangað, sem Tómas benti honum, og sá !iá, að straumurinn hafði svift burt tveimur aðalstönlunum, sem héldu brúnni uppi. Tómas kom fast að lionum og kallið: „Það er snöggt átak, sem hefir gert betta, svo að bað er bersýnilegt, að stíflan hefir látið undan.“ „Þetta er voðalegt!“ kallaði Villi. „Hvað getum við gert? Flýtt okkur heim og simað?“ Og hann fann um leið, að hann var allt of uppgefjnn til að geta flýtt sér. „Nei, síminn er slitinn," kallaði Tómas. Og Villi mundi bá, að begar óveðrið skall á daginn áður, liafði tré fokið á :símabráðinn og slitið hann. En hvað sagði Tómas nú? „Lestin kemur bráðum. og við verðum að aðvara liana við hliðvarðarhúsið.“ Ilann tók af sér bakpokann, flýtti sér úr regnkápunni og fleygði hvorutveggja i Villa. „Þetta eru nærri tveir kilómetrar, en eg verð að hafa það. Á meðan getur bú flýtt bér lieim og sagt hvernig komið er. Svo getur Harry skroppið á mótorhjólinu sínu í sima og látið vita á járnbrautarstöðinni.“ Um leið og Tómas sleppti orðinu, var hann horfinn út í myrkrið. „Blessaður karlinn, Tómas!“ tautaði Villi. begar hann hljóp niður af uppfyllingunni hinum megin brúarinnar. „Hann vissi undireins hvað burfti að gera. Vertu viðbtiiim! — já. vist um bað!“ Tómas liljóp meðfram járnbrautinni, í áttina að hliðvarð- arhúsinu. Veðrinu hafði slotað að mun, svo að honum veitt- ist hægra að hlaupa móti bví, en úrkoman hafði aftur vax- ið að sama skapi. „Jæja, eg skal liafa bað,“ sagði hann við sjálfan sig. „Bara -eg delti nú ekki!“ En í sama bili rak hann tærnar i eitthvað og datt. og rak ennið i bita undir járnbrautinni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.