Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 66

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 66
146 SKINFAXI Hann fór að skríða á höndunum upp á upphækkunina. Það gckk hægt, og sársaukinn var nærri þvi óbærilegur, bcgar liann dró brotna fótinn á eftir sér. Regnið streymdi úr loftinu og lamdi hann i andlitið. Hann marði sig og hrufl- aði til blóðs á höndum og hné. En loksins komst hann þó upp að brautarteinunum — rétt í sama bili og hvellt blíst- urshljóð heyrðist úr fjarska. Tómas lá andartak kyrr og hugsaði sig um. Hvað átti hann til bragðs að taka? Blísturshljóðið þýddi, að lestin var að renna út af stöðinni, brjá kílómetra í burtu. Hún mundi að vísu fara fremur hægt þennan spotta, því að knöpp beygja var á brautinni hinum mcgin við brúna, og lestar- stjórinn var vanur að fara ekki á fulla ferð, fyr en eftir þá beygju. En hvernig átti liann að stöðva lestina? Það er aðeins eitt inerki, sem getur stöðvað járnbrautarlest i myrkri — rautt Ijós. Tómas sá Ijósið á lestinni, fyrst eins og örlítinn depil, en það stækkaði og nálgaðist iskyggilega ört. Hann var farinn að heyra skröltið í lestinni. Hann svimaði og fannst ætla að líða yfir sig. Nú fálmaði hann eftir luktinni sinni og kveikti á henni. Rara liann hefði eitthvað rautt! ..Hér er ekkerl rautt!“ tautaði hann. „Eitthvað rautt! BIóðrautt!“ Hann kipptist við. Þarna kom það! Blóðrautt! Hann hoyrði lesLina nálgast æ meir. En hugsanir hans voru skýrar og hann var alveg rólegur og ekki liót skjálf- liendur, begar hann dró upp vasaklútinn sinn og sjálfskeið- inginn. Svo beit hann á jaxlinn, opnaði hnífinn og risti með beitlum oddinum i fótinn á sér, rétt ofnn við brotið. Það var svr. sárt hvort eð var, að bað gat ekki versnað að mun! Sro kraup liann við teinana. Luktin hans lýsti með gló- ai di rauðu ijósi út í náttmyrkrið, gegn um blóðvotan vasa- klútinn. Hann tók á því, sem hann átti til, til þess að lyfta ljósinu sem hæst og sveifla því fram og aftur. Tómas fór aftur að svima. Lestin nálgaðist óðum. Blístur- hljóð kvað við. Tómas hélt handleggnum uppréttum og veifaði rauða Ijós- inu. Loks var máttur hans þrotinn. Ilann hneig útaf og missti meðvitundina. Bjart ljós lýsti framan í Tómas, ókunnugur maður laut yf-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.