Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 74

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 74
154 SKINFAXI en verið hefir af reglulegum þjóðsögum, en meira af sögn- um um merkilega og einkennilega menn, sögur um baráttu manna i illviðrum á sjó og landi, sögur um slysfarir og aðra sannsögulega atburði, og sagnir um siði og venjur, sem eru að líða undir lok“. Taka þeir þaklcsamlega við slíkum fróðleik frá þeim, sem kunna að luma á honum. Ugluspegill er saga um hrekkjalóm einn og hragðaref, sem uppi á að hafa verið í Þýzkalandi á 14. öld. Hefir Jónas Rafnar læknir þýtt hana til gamans islenzkum börnum. Þá er Þ. M. J. að byrja að gefa út allmerkilegt ritsafn, en það er ú r v a 1 ú r b a r n a 1) ó k m e n n t u m h e i m s- i n s. Þeir Jóhannes úr Kötlum og Sigurður Thorlacius ann- ast þýðinguna, og fara eftir úrvali, er alþjóða-uppeldismála- skrifstofan i Genf hefir gert. Fyrsta bókin af safni þessu er í þann veg að koma út, en hún er Kak, eskimóasaga, eftir Villijálm Stefánsson og Violet Irwin. Er gleði- legt, að eiga hér von á safni af úrvals barnabókum. Auk bóka þeirra, sem að framan getur, gefur Þorsteinn M. Jónsson út timaritið Nýjar kvöldvökur, og er sjálfur rit- stjóri. 27. árangur ritsins er að koma út, og verður ekki annað séð, en það beri enn uppi með sæmd hinar fornu vinsældir sinar. Til ungmennafélaga. í síðasta liefti Skinfaxa var ])ví hreyft, að ungmennafé- lögin, ásamt Landssambandi kvenna og Félagi Vestur-íslend- inga í Reykjavík, bindist fyrir því, að bjóða heim frú Jako- bínu Johnson skáldkonu í Vesturheimi. Þessari tillögu hefir verið svo vel tekið, að öll þessi félög hafa nú bundizt sam- tökum um að koma henni í framkvæmd, og hafa skipað sam- eiginlega nefnd, þar sem í eru fulltrúar frá öllum þessum félögum. í nefndinni eru: Frá IJ. M. F. í. frú Guðrún Erlings, Jón Þórðarson kennari og Þórh. Bjarnason. Frá Landssambandi kvenna: Frú Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigi, og frá Félagi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.