Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 21

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 21
SKINFAXl 21 Vormenn VIII. Guðrnn Bjðrnsdóttlr frá Grafarholtt. I Þegar litið er yfir einhvern ákveðinn hóp manna, fer ekki hjá þvi, að maður veitir einum, öðrum fremur, sérstaka athygli. Það eru alltaf einhverjir, sem skera sig úr fjöldanum, á einn eða annan hátt. Og einmitt þeir festast í vitund manns, þótt heildin gleymist. A þetta ekki sizt við, þegar litið er til baka yfir störf og stefnumál liðinnar samtíðar. Mismunar manna, þess sem áskapaður er, gætir alstaðar nokkuð, eins og í félagsbundinni starfsemi og öðr- um athöfnum mannlífsins. — Reyndar mismunandi mikið, eftir eðli og aðstöðu, en þó alstaðar svo, að greina má glögglega. Þetta kemur alslaðar fram, jafnt í staðbundinni starf- sem sérstakra félaga, sem stærri sambanda mannanna, bæði þjóða og kynslóða. — Saga flestra félaga er um leið saga forgöngumann- anna, saga þeirra manna, sem verið hafa leiðtogar lýðs- ins, eða brautryðjendur háleitra hugsjóna eða mikilla verka. Eða þeirra, sem að mestum mun hafa mótað takmark og starf félaganna. Á þetta ekki sizt við um þann félagsskap, sem nefna mætti að heildarheiti: hugsjónafélög, — eða þau önnur, sem hafa á einhvern hátt vaxandi manndóm og batnandi þjóðlif að aðaltakmarki.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.