Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 15
SKINFAXI
87
Hinn dróttkvæði liáltur er hástuðlaður, harðlegur
og ferðmikill í þessu slefi, þar sem Þorbjörn arfleiðir
hrafninn að lioldi sin eða fjandmanna sinna, hvorra
sem sigraðir muni verða. í þeim hugsunarhætti lifir
hrottaleg vikingaöldin, eins lengi og nokkur íslending-
ur skilur, að hrafninn lieitir már valkastar báru. Máv-
ar synda á báru og hrafnar á blóðsbáru vígvallar. En
þýður þótti Jónasi Hallgrímssyni hreimurinn í þeirri
braglínu, þegar liann orti sama rímið inn í Magnúsar-
kviðu:
Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús und mosa,
m á r ábár u..
Það, sem vekur mesta eftirtekt í vísu Þorbjarnar, er
ekki geigvæn feigð lians og hlakkgargandi hrafninn
yfir honum, lieldur myndin af hrafninum ó flugi til
vígvallarins, þegar élkornin dynja yfir þann svarta og
hann hlakkar hagli stokkinn. Seint hverfur tign úr
þjóðartungu manna, sem kusu þvílík ljóð í nesti sitt
á veg tií heljar.
Þá koma í hugann önnur ljóð manns á dánardægri.
Kolbeinn Tumason var höfðingi Skagfirðinga, og reis
ófriður með lionum og Guðmundi biskupi ó Hólum.
Kolheinn fór með hundruð manna og settist um hisk-
upsstaðinn. Leitað var sátta, en Kolbeinn vildi ekki
vægja. Þó kom þar um daginn, að honum rann til
rifja sameiginleg óhamingja þeirra hiskups, en þeir
höfðu verið nánir vinir, og sagt er, að þá hafi hann
kveðið bænarstef, sem eftir hann liggja.. Að því búnu
börðust þeir í Víðinesi niður frá Hólum, og Kolbeinn
'hlaut steinshögg til hana. í bænarstefjunum segir hann:
Guð, heiti eg á þig,
að þii græðir mig,
minnst, mildingr, mín,
mest þurfum þín.