Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 64
136
SIvlNFAXI
Halldór Jóhannsson frá Sandá, kennir í Svarfaðardal, en
þar eru 4 Umf.
Haraldur Sigurðsson frá Möðruvöllum, er verður héraðs'-
kennari Ungmennasambands Eyjafjarðar.
Kristján Benediksson frá Stóra-Múla í Saurbæ, kennir hjá
Ungmennasambandi Dalamanna og Ungmennasambandi, Vest-
ur-ísafjarðarsýslu. í október hélt hann námskeið hjá Umf. í
Garði við ágæta þátttöku.
Sigríður Guðjónsdóttir Eyrarbakka, kennir á Eyrarbakka og
Stokkseyri.
Þá verður Guttormur Sigurbjörnsson frá Gi'lsárteigi áfram
héraðskennari Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.
Fleiri íþróttakennarar munu starfa hjá því nokkurn tíma.
Þá kennir Karl Guðmundsson íþróttakennari Í.S.Í. hjá Umf.
í N.-Þingeyjarsýslu og Skagafirði.
Landsmótið 1946.
Drög að fyrirkomulagi næsta landsmóts U.M.F.l.
Ráðgert er að mótið verði háð í Norðurlandi vorið 1946.
Mótið verði fyrst og fremst lceppnismót milli héraðasam-
banda, þó getur komið til greina að íþróttasýningar fari
fram í sambandi við mólið.
Keppni fari fram í eftirtöldum greinum og þá miðað við
að mótsdagar verði tveir. Undanrásir i hlaupum, forkeppni
í stökkum og köstum, ásamt fyrstu umferðarkeppni í knatt-
leikjum fari fram degi fyrir.
I. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR.
Hlaup: 100 m. 800 m. 3000 m. Víðavangshlaup.
Stökk: Langstökk. Þrístökk. Hástökk. (Óvíst um stang-
arstökk, vegna skorts á stökkstöngum.)
Köst: Iíringlukast. Kúluvarp. Spjótkast.
II. SUND.
Karlar: 100 m. bringusund. 100 m. frjáls aðferð. Ef
aðstaða leyfir, þá 1000 m. frjáls aðferð.
Konur: 100 m. bringusund. 500 m. frjáls aðferð.
III. GLÍMA.
IV. HANDKNATTLEIKUR.
Keppni milli beztu kvenflokkanna úr hverjum lands-
fjórðungi.