Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 23

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 23
SKINFAXI 95 Ég þori ekki annað en að svara þessum ásökunum undir eins, ef þær kynnu að koma fram,. I fyrsta lagi veit ég ])að, að áhugamenn um íþróttir vilja vinna að bættu siðferði og göfgun hugsunarinnar, engu síður en t. d. við iprestarnir i okkar .verkahriug. í ötSru lagi er ég sannfærður um, að það gagn, sem þjóðin hefir haft af þessari starfsemi úl af fyrir sig, verður aldrei metið sem vert cr. I þriðja lagi eru ótal öfl að verki í þessu þjóðfélagi, sem draga úr krislilegu menningarlífi, og eiga ekkert skylt við iþrótlir, útilíf eða heilhrigðar skemmtanir. En þrátt fyrir þaö, sem liér hefir verið sagt, gæti svo farið sökum skipulagsleysis, að hin ágæluslu mert’v ingartæki yrðu til þess að lama andlegt menningarlíf þjóðarinnar, af því að, þess væri ekki gætt, að sam- ræma þau þeim tækjum, sem fyr?r eru. Öllum cr þetla ljóst, að því er skólana snertir. Engum dettur í hug, að iþróttir, ferðir eða útilíf eigi nokkurnlíma að koma i ])ága við skólastarf neinsstaðar á landinu og þó væru slíkir árekslrar vel mögidegir. Mér er sem ég líli inn í sumar kennslustofurnar, ef haldin væru íþrótta- mót i nágrenninu, og nemendur væru ekki skyldaðir til að sitja í sætum sínum. Sem betur fer, gera for- ystumenn skóla og skemmtanafrömuðir sér far um að livað styðji annað, iþróttir og úlilíf kryddi skólastarfið og skólinn hvetji til iþrótta og kynnisferða. Ég lít sömu augum á kirkjustarf og skólastarf, hvorttveggja nauð- svnlegt til sannrar menningar. Og mér er annt um, að Idrkjan, engu síður en skólarnir, njóti fullkominn- ar samvinnu viö þann aðilann, sem starfar að líkams- rækt og íþróttum. Ungmennafélög og önnur svipuð fér lög ættu að hafa þar ákveðna forgöngu. Hér þarf að sameina sem mest menningarstarfsemi hverrar byggð- ar. I stað þess að ein liöndin sé upp á móti annarri, þarf nú að sameina altar hendur að einu marki, ef andlegt lif, menning og þjóðcrni á ekki aö verða í alvarlegri

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.