Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 37
SKINFAXI
109
Umf. Leiknir á Búðum sér um barnadeild.
Umf. Stöðfirðinga sýndi sjónleikinn Öldur eftir sr. Jakob
Jónsson.
Umf. Neisti Djúpavogi endurbætti sanikomuhús sitt og iagði
fram 40 dagsverk í vinnu.
Umf. Ásahrepps Holtum girti 100 m. trjá- og blómagarð.
Umf. Samhygð Gaulverjabæjarhreppi undirbýr íþróttavöll,
sendi keppendur á fjögur íþróttamót. Safnaði fé til Þormóðs-
söfnunarinnar, húsmæðraskólans að Laugarvatni og íþrótta-
vallar Skarphéðins.
Umf. Hvöt í Grímsnesi á bókasafn með 880 bindum og eru
notendur þess 37 lieimili í sveitinni.
Störf héraðssambandanna.
Héraðsmótanná er getið annars staðar en nær öll sam-
böndin halda þau og eru íþróttirnar þar venjulegast höfuð
skemmtiatriðið. Eru þau ákaflega vel sótt og virðist fólk hafa
mikinn áhuga fyrir að fylgjast sem bezt með því, sem gerist
á leikvanginum, enda koma samböndin þangað með sitt bezta
lið og gætir víða efnilegra manna. Að baki mótunum liggur
mikil vinna, bæði í undirbúningi af hálfu forustumannanna
og þjálfun íþróttamannanna um langan tima. Skal næst vikið
að hverju einstöku héraðssambandi.
1. Ungmennasamband Iíjalarnessþings telur 4 félög með
58G félagsmönnum. Formaður Gísli Andrésson Hálsi.
2. Ungmennasamband Borgarfjarðar telur 11 félög með 584
félagsmönnum. Formaður Björn Jónsson Deildartungu. Vinnur
að íþróttavallarbyggingu að Þjóðólfsholti.
3. Ungmennasamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu tel-
ur 12 félög með 553 félagsmönnum. Formaður Gunnar Guð-
bjaitsson, Hjarðarfelli. Vinnur að sundlaugarbyggingu í Kol-
viðarnesi. Heldur árleg kynningarmót Umf. á Snæfellsnesi.
4. Ungmennasamband Dalamanna telur 0 félög með 260 fé-
lagsmönnum. Formaður Halldór Sigurðsson, Staðarfelli. Rek-
ur sundhöll að Sælingsdalslaug.
5. Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga telur 6 félög
með 270 félagsmönnum. Formaður. Arnór Óskarsson, Eyri.
6. Ungmennasamband Vestfjarða telur 17 félög með G50
félagsmönnum. Formaður Björn Guðmundsson, Núpi. Hefir
unnið mikið fyrir héraðsskólann á Núpi og undirbýr íþrótta-
vallarbyggingu þar.
7. Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga telur 5 félög með