Skinfaxi - 01.12.1944, Blaðsíða 21
SKINFAXI
93
unga sinna aftra sér frá því, að sækja messur eða
annað, er kirkjan hefir með liöndum. Þannig hefir
ókirkjuræknin orðiS að vana í heilum héruðum. Þjóðin
afvenst kirkjunni, eins og liún afvandist glímunni, sund-
inu og höðunum, þegar örbirgð og kúgun gelck næst
manndómi hennar. Ef lil vill sést þelta hezt á þvi, að
bæði í Revkjavík og út um land eru stór-hátíðir kirkj-
unnar að fá alveg nýja merkingu sem skíða-hátíðir,
jöklaferðahátíðir og ferðamannahálíðir. Og í sveitun-
um er víða ekki orðinn neinn helgifriður, sökum þess
aö miklar skemmtisamkomur eru haldnar á sunnudög-
um og þær draga að sér stórhópa, jafnvel um messu-
limann. Og sumstaðar er lieimilisfólkið, ofan á allar
búsannir, lieila sunnudaga önnum kafið við að sinna
skemmti-ferðafólki. Auðvitað er þessu eklvi alltaf lil að
dreifa.
Prestanöldur, — mun nú einhver segja. Ekki á þetta
erindi til ungmennafélaganna,. En gáum, nú samt að
einu, Maður er nefndur Adolf Hitler, stofnandi nazista-
flokksins, sem ekki þarf að lýsa. Oftast er talað um
nazismann sem stjórnmálaflokk, en í raun og veru er
iiann trúarbrögð, og kerfi hans samsvarar að sumu
leyti kristindómnum. — Guödómur nazismans lieitir
„Das Deutchlum“, „Þýzkdómurinn“. „Frelsarinn“ er
Hitler sjálfur, og hin „heilaga ritning“ er „Mein Kampf“.
Til þess að nazisminn gæti fest rætur í lijörtum æsku-
lýðsins, varð Hitler að útrýma sem bezt hann gat áhrif-
um kristindómsins. Bræðralagshugsjón kristindómsins
fór í hága við kenningar nazismans um yfirráðarétt
„aríanna“ og ofheldið og grimmdina sem eðlilegar leið-
ir að marki. Dýrkun Ivi-ists tafði fyrir dýrkun Hitlers.
Vér höfum heyrt mikið um ofsóknir Hitlers og ofbeldi
gegn kirkjunni og hennar mönnum. En um aðra aðferð
lians hefir minna verið talað hér á landi, þó að hún hafi
sennilega orðið fullt eins áhrifamikil, af því að verra
var að átta sig á lienni. Hún var sakleysisleg hið ytra,